Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.1998, Side 47

Læknablaðið - 15.07.1998, Side 47
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 567 Björg Þorsteinsdóttir forseti Alheimssamtaka læknanema Læknisfræði er í eðli sínu alþjóðleg Björg, Nuyen frá Zimbabve, Katarina og Irina frá Júgóslavíu. Myndin er tekin á Souninhöfða í Grikklandi. Nám í læknisfræði er erf- itt og krefst mikillar einbeit- ingar. Oft heyrist sagt að á námstíma detti flestir lækna- nemar að meira eða minna leyti úr tengslum við um- hverfið og láti sig lítið annað varða en það að ná næsta prófi - komast yfir næsta hjalla. Frá þessu eru þó undantekningar og ber starf Alheimssamtaka lækna- nema þess vitni að vissulega láta læknanemar sig varða velferð og heilbrigði mann- kyns og sinna margir hverj- ir margvíslegum og tíma- frekum verkefnum í því skyni. Alheimssamtök læknanema (The International Federation of Medical Students' Associa- tions) voru stofnuð árið 1951, í kjölfar reynslunnar af heims- styrjöldinni síðari, af lækna- nemum frá átta löndum í Norður-Evrópu. Meginmark- mið samtakanna var að stuðla að friði í heiminum með menningar- og menntunar- samskiptum læknanema. í dag ná samtökin til rúmlega 60 landa og má segja að um 600 þúsund læknanemar eigi beina og óbeina aðild að þeim. Núverandi forseti samtak- anna er Björg Þorsteinsdóttir læknanemi á fimmta ári við læknadeild Háskóla íslands. Björg var kjörin forseti sam- takanna í ágúst á síðasta ári og gegnir því starfi í eitt ár. En að hvaða verkefnum einbeita samtökin sér? „Meginmarkmið samtak- anna er að mennta læknanema og undirbúa þá fyrir störf er miða að forvörnum og heil- brigði jafnt á landsvísu sem störf í þágu alþjóðaheilbrigð- is. Að þessu er unnið með því að fræða læknanema um þau mál og umræður sem eru efst á baugi hverju sinni og með því að gefa þeim færi á að taka þátt í þróunarstarfi og annarri heilsuvernd í öðrum löndum.“ Stúdentasamskipti „Stúdentaskipti hafa frá upphafi verið stærsti liðurinn í starfi samtakanna og árlega skiptast aðildarlöndin á 4- 5000 læknanemum. Margir ís- lendingar hafa nýtt sér þessi skipti og árlega fara utan 15- 20 læknanemar og samsvar- andi fjöldi kemur hingað. Skiptin felast í því að spítalar eða aðrar heilbrigðisstofnanir taka við læknanema sem vinn- ur á viðkomandi stofnun, yfir- Ieitt í þrjá mánuði, við rann- sóknir eða önnur störf og aflar sér þannig nýrrar reynslu og þekkingar. Allir læknanemar sem aðild eiga að samtökun- um í gegnum félög sín eiga að hafa jafna möguleika til að taka þátt í þessum tvíhliða samskiptum en því miður er staðreyndin sú að um 80% þessara samskipta hafa verið innan Evrópu. Astæðan er fyrst og fremst efnahagsleg. Bæði hefur reynst erfiðara að fá heilbrigðisstofnanir utan Evrópu til að taka við nemum og eins hefur læknanemum í þróunarlöndum gengið erfið- lega að fjármagna ferðir og rýrir það möguleika þeirra.“ - Þurfa nemarnir sjálfir að bera kostnað af stúdentaskipt- unum? „Já, að meginhluta. Stofn- anir sem samþykkja að taka við læknanema taka við hon- um til kennslu, en skiptin eru þannig að læknaneminn sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.