Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 50
570 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Fundað með konum i einu þorpanna í Súdan. slavíu og gjaldkerinn frá Sví- þjóð. Sex ráðgjafahópar eru starfandi innan samtakanna og alls um 40 einstaklingar í senn með einhverja titla hvað varð- ar ábyrgðarstöður. Núna skipu- leggjum við starfið að mestu leyti í gegnum tölvupóst og hefur það aukið starfsmögu- leika okkar mjög mikið og verkefnum fjölgað gífurlega.“ - Hvernig er fjármögnun samtakanna háttað? „Til stjórnunarstarfa kemur um 70% frá aðildarfélögum læknanema. Styrkir sem aflað er til einstakra verkefna, svo sem þróunarverkefna, renna óskiptir þangað. Hins vegar er unnið að því um þessar mund- ir að fá stóra aðila lil að taka þátt í fjármögnun samtakanna, bæði lyfjafyrirtæki og fyrir- tæki innan tækniiðnaðar. Sam- tökin eru skilgreind sem góð- gerðarsamtök og framlög til þeirra því skattfrjáls. Fjármál samtakanna eru yfirfarin af KPNC sem er alþjóðlegt end- urskoðunarfyrirtæki og er það til þess að tryggja að þeir aðil- ar sem styrkja starfsemi okkar geti gengið að því sem vísu að allt fari til réttra aðila. Engin laun eru greidd beint af sam- tökunum og þau sem eru í vinnu fyrir samtökin verða sjálf að afla fjár til fram- færslu. Ég tel mig til dæmis mjög góða nái ég því að afla styrkja fyrir útlögðum kostn- aði. Ég vil nota tækifærið og þakka Félagi íslenskra heim- ilislækna, Læknafélagi Is- lands, menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra, rektor Háskóla íslands og lækna- deild, Delta hf, GlaxoWell- come hf, Omega Farma hf og Úrval Útsýn fyrir veittan stuðning.“ - Ráðleggur þú öðrum læknanemum að fylgja í kjöl- far ykkar sem starfað hafið á vegum Alheimssamtakanna? „Þetta er gífurlega krefjandi en óneitanlega einnig mjög gefandi. Frá því ég var kjörin sem forseti í ágúst í fyrra hef ég verið á miklum þeytingi. Þrátt fyrir öll tölvusamskipti eru ótal fundir og ráðstefnur sem sækja þarf vítt og breitt um heiminn og það fer ekki hjá því að margt beri fyrir augu og eyru. Trúlega mun það taka mig mörg ár að vinna úr þeirra reynslu sem ég hef öðlast. Sú reynsla sem við fáum skilar sér að sjálfsögðu í starfi okkar heima fyrir en skapar okkur einnig færi á því að skilja meira og betur þær mis- munandi aðstæður sem fyrir hendi eru víðsvegar um heim- inn. Reynslan skapar okkur færni til að takast á við ólík vandamál og hjálpar til við að skilja eigin raunveruleika, kunna að bregðast við ólíkum aðstæðum. Síðast en ekki síst eykur hún víðsýni og með víðsýni gufar upp missætti þjóða á milli. Við höfum orðið vitni að slíku ekki síst í sam- starfi við læknanema frá hin- um ýmsu þjóðarbrotum í fyrr- um Júgóslavíu. Vegna alls þessa get ég ekki annað en ráðlagt öðrum læknanemum að taka þátt í þessu alþjóða- samstarfi. Það er mikils virði að öðlast þá tilfinningu að heimurinn skipti mann máli, fólk skipti máli og að við berum sameig- inlega ábyrgð á velferð og heilbrigði. Það má sjálfsagt segja að þetta sé óforbetran- legur ídealismi en getur einnig komið sér vel í starfi þar sem læknisfræðin er í eðli sínu al- þjóðleg og aldrei að vita hvar maður endar í námi og starfi. Eftir þrjú ár verða Alheims- samtök læknanema 50 ára og mig langar til þess að lokum að auglýsa eftir þeim íslensku læknum sem hafa komið eitt- hvað nálægt starfi samtakanna eða tengst þeim á þessu tíma-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.