Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 12
536 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Table I. Age at and types of cardiac surgery. Early Intermediate Late (3 days - 3 weeks) (4 weeks - 5 months) (> 6 months) Arterial switch 5 0 0 Senning 1 6 6 Mustard 0 0 2 Other operations 0 0 3 Total 6 6 11 hjartaþræðing notuð til sjúkdómsgreiningar, en frá 1984 hafa sjúkdómsgreiningar í öllum til- vikum verið gerðar með hjartaómskoðun. Tuttugu og eitt barn (68%) hafði fullkomna slagæðavíxlun án frekari hjartagalla (mynd 4). Næstalgengast (sex sjúklingar) var meðfylgj- andi op í sleglaskilum (ventricular septal de- fect), þar af höfðu tvö börn að auki þrengsli í lungnaslagæðarloku (pulmonal stenosis). Af þeim tveimur börnum sem töldust hafa flókinn hjartagalla var annað með fullkomna slagæða- víxlun, op í slegla- og gáttaskilum (atrio-ven- tricular septal defect) og opna fósturæð. Hinn sjúklingurinn hafði auk fullkominnar slagæða- víxlunar, óeðlilega lítinn vinstra slegil og villu- ráfandi hægri kransæð (anomalous right coro- nary artery) með upptökum í lungnaslagæð. I tveimur tilvikum var um að ræða leiðrétta slag- æðavíxlun. Hjartarit, röntgenmyndir af hjarta og lungum: Hjartarit lágu fyrir við greiningu í 28 sjúklingum (90%). Öll ritin sýndu eðlilegan sinustakt og 15 (54%) þeirra töldust innan eðli- legra marka fyrir aldur. Sex hjartarit sýndu aukna þykkt hægri slegils, en einungis kom fram hjartsláttaróregla í tveimur ritum. I öðru tilvikinu var um að ræða stök aukaslög frá slegl- um, en í hinu hraðatakt frá gáttum (paroxysmal atrial tachycardia) sem reyndar hafði greinst fyrir fæðingu. Upplýsingar um röntgenmyndir af hjarta og lungum lágu fyrir í 30 tilvikum (97%). Hjartastærð var talin eðlileg í 21 sjúk- lingi (70%) og æðateikning lungna eðlileg hjá 17 þeirra (57%). Gangur í kjölfar gáttaskilarofsaðgerðar: Gáttaskilarofsaðgerð var gerð hjá 26 börnum (84%). í fimm tilvikum var aðgerðin fram- kvæmd í London, en hjá 21 sjúklingi (81%) á Landspítalanum. Þær gáttaskilarofsaðgerðir sem gerðar voru erlendis voru allar fram- kvæmdar á fyrri hluta rannsóknartímans, sú síðasta 1979. Hjá þeim 26 börnum sem gengust undir rof á gáttaskilum hafði aðgerðin tilætluð og viðunandi áhrif í 24 tilvikum (92%). Einn sjúklingur þurfti að gangast undir hjáveituað- gerð (shunt procedure) á þriðja sólarhring eftir fæðingu vegna viðvarandi óásættanlegs bláma og einn sjúklingur dó strax í kjölfar gáttaskila- rofsaðgerðar. í níu tilvikum var hjartaskurðaðgerð (gátta- skiptaaðgerð) flýtt frá því sem áætlað hafði verið. Þetta var gert vegna vaxandi hjartabilun- areinkenna og vanþrifa. Þá höfðu fimm þessara barna vaxandi bláma. Hjá þeim fimm sjúkling- um sem gengust undir slagæðaskiptaaðgerð var eftirlitstími eftir gáttaskilarof eðlilega aðeins fáeinir dagar. Hjartaskurðaðgerðir: hvar, hvenær, hvernig: Af 31 sjúklingi hefur verið gerð hjartaskurðaðgerð á 23 (74%), endanleg í öll- um tilvikum (tafla I). Af þeim átta sjúklingum sem ekki hefur verið gerð skurðaðgerð á eru tveir með leiðrétta slagæðavíxlun, en sex höfðu látist áður en til aðgerðar kom. Flestar aðgerð- anna eða 21 voru framkvæmdar í London, einn sjúklingur gekkst undir slagæðaskiptaaðgerð í Boston og ein aðgerð var framkvæmd í Sví- þjóð. Á fyrri hluta rannsóknartímans voru gáttaskiptaaðgerðir ríkjandi, en frá 1984 hafa slagæðaskiptaaðgerðir verið gerðar hjá fimm af 12 sjúklingum. Fjórar af fimm slagæðaskipta- aðgerðum voru framkvæmdar við þriggja til átta daga aldur, en eitt barnið var orðið þriggja vikna gamalt er til aðgerðar kom. Af 15 gátta- skiptaaðgerðum (tafla I) var gerð Mustard að- gerð tvívegis og Senning aðgerð 13 sinnum. Mustard aðgerðirnar tvær voru framkvæmdar 1972 og 1978, en eftir það var Senning aðgerð alltaf beitt í þeim tilvikum þar sem gáttaskipta- aðgerð var talin kjörmeðferð. Aldur sjúklinga við gáttaskiptaaðgerðir var frá átta dögum til 10 mánaða (miðgildi sjö mánuðir), en með ár- unum hafa aldursmörk við þessa aðgerð farið lækkandi. Á þremur sjúklingum voru gerðar aðrar en hefðbundnar hjartaskurðaðgerðir við þessum sjúkdómi. Tvö þessara barna höfðu fullkomna slagæðavíxlun með opi í sleglaskil- um og lungnaslagæðarlokuþrengslum, en einn sjúklingur var kominn með alvarlegan háþrýst- ing í lungnaslagæðar áður en til fyrstu aðgerðar kom. Gangur fyrst eftir aðgerð: Hjá 11 af 23 sjúklingum (48%) var gangur eftir skurðaðgerð áfallalaus. Tólf barnanna áttu í erfiðleikum strax í kjölfar aðgerðar og í þremur tilvikum var aftur gerð hjartaskurðaðgerð innan sólar- hrings vegna ófullnægjandi árangurs af fyrri aðgerð. Tafla II sýnir önnur helstu vandamál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.