Læknablaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 86
604
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
Norræna fjarlækningaþingið í Reykjavík
í ágúst1998
Dagana 24. og 25. ágúst
næstkomandi verður haldið á
Hótel Loftleiðum annað nor-
ræna fjarlækningaþingið
(Second Nordic Telemedicine
Congress). Það fyrsta var
haldið í Kuopio í Finnlandi
1996.
Fjarlækningum hefur verið
gefinn vaxandi gaumur á und-
anförnum árum og eftir marg-
víslegar tilraunir, vísindaverk-
efni og klínískar prófanir eru
yfirvöld margra landa að finna
fjarlækningum stað í heil-
brigðiskerfinu. Margir hafa
spurt og sumir hafa svarað:
Hvert er hlutverk fjarlækninga
í heilbrigðisþjónustu?
Þema þingsins er „Tele-
medicine, its place and appli-
cations in the sparsely popu-
lated and remote areas borde-
ring on the arctic and subartic
regions“ og er með því verið
að leggja áherslu á hlutverk
fjarlækninga í heilbrigðis-
þjónustu í dreifbýli.
Sérstök áhersla er lögð á
hlutverk fjarlækninga í heil-
brigðisþjónustu á norðurslóð-
um með því að halda vinnu-
fund (,,worskhop“) með heit-
inu „Telemedicine for the
Arctic and sparsely populated
Northern regions“ með þátt-
töku sérfræðinga frá öllum
Norðurlöndunum, frá Græn-
landi til Finnlands, ásamt
Kanada og Skotlandi. Þar taka
þátt fyrirlesarar sem hafa
reynslu af skipulagi og notkun
fjarlækninga ásamt fulltrúum
stjórnvalda sem hafa lagt
áherslu á skipulagningu fjar-
lækninga innan síns heilbrigð-
iskerfis.
Vinnufundur verður fyrir
hádegi á mánudag 24. ágúst
og þriðjudag 25. ágúst, en
fyrirlestrar á þinginu verða
eftir hádegið báða dagana.
Meðal þátttakenda verða
þekktir aðilar á sviði fjarlækn-
inga sem munu halda fyrir-
lestra og í lok þingsins á
þriðjudag verða pallborðsum-
ræður um hvernig er hægt að
reka heilbrigðisþjónustu með
fjarlækningum. Þar verður velt
upp spurningum eins og: hver
greiðir fyrir þjónustuna, hver
fær greitt fyrir hana og hver
greiðir fyrir búnað og fjar-
skiptaleiðir, hvaða lausnum
hefur verið stungið upp á?
Miðvikudaginn 26. ágúst
verður fjórða norræna þingið
um heilbrigðismál sjófarenda
(Nordic Maritime Medicine
Conference) en eftir hádegi á
þriðjudag verður sameiginleg
fundalota með báðum þingum
þar sem fjallað verður um
mikilvægi fjarlækninga fyrir
heilbrigðismál sjófarenda. A
miðvikudag verður áherslan á
skráningu sjóslysa og einnig á
menntunarmál sjófarenda
vegna heilbrigðisþjónustu.
Á fimmtudag og föstudag
27. og 28. ágúst verður 10.
norræna umferðar- og heil-
brigðisráðstefnan (Nordic
Traffic Medicine Congress),
þar sem verður fjallað um
slysaskráningu og slys í marg-
víslegu samhengi.
Námskeið í ortópedískri medisín (stoðkerfisfræði) að Reykjalundi
dagana 25.-27. september 1998
Öxl og brjósthryggur
Vegna fjölda áskorana verður fyrsta námskeiðið (af fjórum) í ortópedískri medisín endur-
tekið í september næstkomandi. Aðalkennari verður sem fyrr Bernt Ersson læknir frá
Gávle. Sem fyrr verður farið í lífeðlisfræði og líftækni, en aðaláhersla lögð á meðferð.
Þetta námskeið fjallar um öxl og brjósthrygg (thorax) og verður stuðst við bók Bernts
Erssons (þá fyrstu af fjórum), sem verður seld á niðursettu verði.
Námskeiðið er ætlað læknum og sjúkraþjálfurum, en sem fyrr verður fjöldi þátttakenda
takmarkaður.
Upplýsingar og skráning á námskeiðið er hjá Magnúsi Ólasyni lækni á Reykjalundi, s. 566
6200, bréfsími 566 8240, netfang: magnuso@reykjalundur.is og Óskari Reykdalssyni
lækni á Heilsugæslustöðinni á Selfossi, s. 482 1300 og 482 2335.