Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Qupperneq 4
föstudagur 6. júlí 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Sjúkraflutningamaðurinn Kristján Guðmundsson vill fjölga sjúkraflutningamönnum í Snæfellsbæ og koma í veg fyrir að þeir fari einir í útköll. Hann segir þær aðstæður geta orðið lífshættulegar fyrir hina slösuðu. Landlæknir gaf út tilmæli um að heilsugæslu- stöðvar þyrftu að fara eftir evrópskum stöðlum um sjúkraflutninga. „Þessar aðstæður geta haft lífs- hættulegar afleiðingar,“ segir Kristj- án Guðmundsson, sjúkraflutninga- maður í Ólafsvík en hann gagnrýnir ráðamenn fyrir að hafa aðeins einn sjúkraflutningamann á vakt í einu. Samkvæmt evrópskum stöðlum eiga að vera tveir sjúkraflutningamenn þegar slasaður einstaklingur er ferjaður. Landlæknisembættið hefur sent tilmæli til Heilsugæslustöðvar- innar á Ólafsvík sem og á fleiri staði. Formaður Landssambands slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna, Vern- harð Guðnason, segir að upp hafi komið skelfilegar aðstæður vegna manneklunnar. Framkvæmdarstjóri Heilsugæslunnar á Ólafsvík segir fé ekki fylgja tilmælum. Löng barátta „Við höfum barist lengi fyrir því að fjölga mönnum,“ segir Kristján og segir þá baráttu hafa tekið nokkur ár. Hann segir landlækni vera hliðholl- an sjúkraflutningamönnum en hann sendi út tilmælin eftir að Landssam- band slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna leitaði til hans. Aftur á móti hafa tilmælin enga lagalega þýð- ingu og því er heilsugæslunni og heilbrigðisráðuneytinu ekki skylt að fylgja því. Kristján gagnrýnir stjórnvöld fyr- ir að deila ekki nægu fé á heilsugæsl- urnar á landsbyggðinni og bætir við að á höfuðborgarsvæðinu myndi það ekki líðast að sjúkraflutningamenn sinntu sjúklingum einir síns liðs. Því er ljóst að mikill þjónustumunur sé á höfuðborgarsvæðinu annarsvegar og hinsvegar landsbyggðinni. Eins og rússnesk rúlletta Að sögn Kristjáns er það aðeins spurning um tíma hvenær muni fara illa vegna manneklunnar. Hann líkir ástandinu við rússneska rúllettu og vonar að það þurfi ekki slys að koma til svo einhverjar breytingar eigi sér stað. Í Ólafsvík eru tveir sjúkraflutn- ingamenn. Þeir vinna ekki saman á vöktum heldur eru þeir ávallt á bak- vakt. Það þýðir að þeir geta ekki farið í frí á sama tíma, ekki einu sinni yf- irgefið bæinn. Þá er umdæmi Snæ- fellsbæjar mjög umfangsmikið en mesta vegalengd sem sjúkraflutn- ingamaður þarf að fara innan um- dæmisins er 60 kílómetrar. Slæmar aðstæður „Menn hafa lent í skelfilegum aðstæðum vegna manneklu,“ seg- ir Vernharð Guðnason formað- ur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutninamanna. Hann segir að í stjórnsýslunni bendi hver á annan vegna málsins og sambandið fái ekki nógu skýr svör. Þá bendir hann á að Snæfellsbær og Ólafsvík séu ekki eini staðurinn þar sem sjúkraflutningum er ábótavant. Hann segir það sama upp á teningnum í Borgarnesi. „Þetta er ekki ásættanlegt eins og það er í dag,“ segir Vernharð sem krefst breytinga. Tilmælum fylgir ekki fé „Við erum í stanslausri endur- skoðun,“ segir Björg Bára Halldórs- dóttir framkvæmdastjóri heilsu- gæslustöðvarinnar á Ólafsvík. Hún segir sjúkraflutningamenn aldrei senda eina á vettvang heldur eru læknar og hjúkrunarfræðingar send- ir með þeim til aðstoðar. Aðspurð segir hún alltaf þörf á öðrum manni og segir það á stefnuskránni. „Tilmælum fylgir ekki fé,“ seg- ir Björg Bára um tilmæli landlækn- is. Hún segir að stjórn heilsugæslu- stöðvarinnar þurfi að ráðstafa fénu á skynsaman hátt. Taka verður fé frá öðrum til þess að búa til stöðu fyr- ir sjúkraflutningamenn. Sjálf segir hún að það sé hægt að laga allt og vill komast að niðurstöðu í málinu. Þá var fundað um málið í bæj- arstjórn Snæfellsbæjar í október á síðasta ári. Þar kynntu Kristján og Vernharð aðstæður sjúkraflutninga- manna. Enginn bókun lá fyrir í fund- argerð. vaLur GrETTiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is Kristján Guðmundsson sjúkraflutn- ingsmaður gagnrýnir manneklu á sjúkraflutningamönnum í snæfellsbæ og segir hana spurningu um líf og dauða. stefna fólki í hættu „Menn hafa lent í skelfilegum aðstæðum vegna manneklu.“náttúruvernd í kirkjum Fundi allra biskupa lútersku þjóðkirknanna á Norðurlöndum lauk í gær með messu í Hall- grímskirkju. Slíkir fundir eru haldnir á þriggja ára fresti og var síðast haldinn á Íslandi fyrir 15 árum. Steinunn Arnþrúð- ur Björnsdóttir, verkefnastjóri samkirkju- og upplýsingamála, segir að náttúruvernd sé ofarlega á baugi í kirkjustarfi á Norður- löndunum. „Náttúran er sköpun Guðs og lögð er áhersla á ábyrgð mannsins á henni.“ Í ár tóku 39 biskupar þátt í fundinum, þar af allir þrír bisk- upar Íslands. Dópaður við stýri bíls Erilsamt var hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu í fyrri nótt. Einn ökumaður var handtekinn grunaður um að aka undir áhrifum eiturlyfja upp úr miðnætti aðfaranótt fimmtudags í Hafnafirði. Tvö fíkniefnamál komu einnig upp en ekki var lagt hald á mikið magn af fíkniefnum. Tveir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í mið- borg Reykjavíkur, annar um eitt leytið og hinn um fjögur leytið. smíða kofa og kassabíla Í góðviðrinu undanfarið hafa krakkar víða um land keppst við smíði kofa og kassabíla. Öllum krökkum, 15 ára og yngri, býðst nú að taka þátt í sumarleik BYKO og veitir fyrir- tækið tveimur heppnum meist- arasmiðum fjölskylduferð í Tívol- íið í Kaupmannahöfn. Jón Haukur Baldvinsson, markaðsstjóri BYKO, segir mark- miðið að hvetja unga krakka til að leika sér úti í sumar. „Leikur- inn hefur fengið ótrúlega góðar viðtökur um land allt, meðal bæði barna og foreldra. Smíða- pakkarnir og leiðbeiningarnar hafa hreinlega runnið út und- anfarið, eins og heitar lummur,“ segir Jón Haukur. Misstu af ofsaakstri Lögreglan á Suðurnesjum fékk tilkynningu í fyrrakvöld um að nokkrir bifhjólamenn æku um á ofsahraða á Reykjanesbraut- inni. Lögreglan brást snögglega við og keyrði á vettvang. Þegar þangað var komið voru hjólin ekki sjáanlega eða þeir voru bún- ir að hægja ferðina undir lögleg mörk. Lögreglumenn gripu þó ekki alveg í tómt því þeir stöðvuðu bifreið sem sem mældist á 120 kílómetra hraða. Ökumaðurinn má búast við talsverðri sekt fyrir að flýta sér svo mikið. Hæstiréttur Íslands Eggert ísólfsson, faðir söru lindar, segir það óskiljanlegt hvernig Hæstiréttur vann að máli dóttur sinnar. Mannréttindadómstóll Evrópu fellir áfellisdóm yfir málsmeðferð Hæstaréttar: Hæstiréttur braut á fjölfatlaðri stúlku Eggert Ísólfsson, faðir Söru Lind- ar, fagnar niðurstöðu Mannrétt- indadómstóls Evrópu sem í gær úr- skurðaði um að Hæstiréttur Íslands hafi brotið á fjölfatlaðri dóttir hans við málsmeðferð. Heimir Örn Her- bertsson, hæstaréttarlögmaður, seg- ist ætla að láta á það reyna hvort ís- lenska ríkið muni rétta hlut Söru Lindar sem áður voru dæmdar bæt- ur fyrir héraðsdómi. „Ég fagna þessari niðurstöðu,“ segir Eggert. „Hún hlýtur að rýra álit okkar á Hæstarétti. Þetta er áfellis- dómur á hann.“ Hann segir gleði ríkja hjá fjölskyldumeðlimum í dag. „Þetta var það sem við lögðum upp með. Ég er þó ekki ánægður með það sem á undan var gengið. Það er óskiljanlegt hvernig Hæstiréttur vann að málinu. Nú hefur Mannréttindadómstóllinn staðfest að það var brotið á dóttur minni.“ Sara Lind, 9 ára, fæddist á Land- spítalanum og var hún tekin með bráðakeisaraskurði. Hún reynd- ist með ígerð í lunga og þurfti á súr- efnisgjöf að halda. Einnig voru sett- ir upp æðaleggir til að fylgjast með lífsmörkum. Nokkrum vikum síðar kom í ljós að Sara Lind hafði orðið fyrir miklum heilaskemmdum og var metin með 100 prósent örorku. Árið 2002 dæmdi héraðsdóm- ur henni tæpar 29 milljónir króna í skaða- og miskabætur þar sem talið var sannað að lega æðaleggs hefði valdið heilaskemmdunum. Tveimur árum síðar hnekkti Hæstiréttur þess- um dómi og sýknaði ríkið af bóta- kröfunni. Heimir Örn, lögmaður fjölskyld- unnar, segist ætla að láta á það reyna hvort ríkið hyggist rétta hlut Söru Lindar til fulls. „Það væri það eina rétta.“ Heimir segir að við málsmeð- ferð hafi Hæstiréttur stuðst við álit læknaráðs sem var að miklu leyti skipað starfsmönnum á Landspítal- anum. Þannig hafi læknarnir í raun gefið álit á eigin vinnu- stað. Mannréttindadóm- stóllinn dæmdi Söru Lind 6,5 miljónir króna í bætur. „Þeg- ar þessi fjárhæð er metin verður að taka tillit til þess að Mannrétt- indadómstóll- inn er ekki að taka afstöðu til þess hvort niðurstaða Hæstaréttar sé efnislega rétt eða röng,“ segir Heim- ir. „Þetta snýst um að málsmeðferð Hæstaréttar í þessu máli uppfyllti ekki þær kröfur sem leiða af mann- réttindasáttmálanum.“ erla@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.