Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Qupperneq 8
föstudagur 6. júlí 20078 Fréttir DV Forða Grænlend- ingum frá óreglu Útlendingar sem flytja til Danmerkur eiga rétt á aðstoð við að finna sér húsnæði og skrá sig í málanám. Þessi þjónusta stendur ekki Grænlendingum sem flytja til landsins til boða þar sem þeir eru danskir rík- isborgarar. Þetta veldur því að fyrstu kynni margra Grænlend- inga af danska kerfinu eiga sér ekki stað fyrr en þeir leita sér aðstoðar vegna vímuefna- eða áfengisvanda samkvæmt frétt Politiken. Bæjaryfirvöld í Óð- insvéum hyggjast snúa þessari þróun við og ætla að efla þjón- ustu við þá Grænlendinga sem þangað flytja og úthluta þeim sérstökum leiðbeinanda. erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Glæpatíðni veldur áhyggjum Rúmlega nítján þúsund manns voru myrtir í S-Afríku á síðasta ári sem er fjölgun frá árinu á undan. Einnig er vöxtur í ránum úr bílum og íbúðarhús- næði og bankaránum fjölgaði um rúm fimmtíu prósent milli ára. Þessar tölur valda ráða- mönnum töluverðum áhyggj- um enda er landið undir smásjá Alþjóðaknattspyrnusambands- ins þar sem heimsmeistaramót- ið verður haldið í S-Afríku árið 2010. Ráðherra öryggismála sagði fjölda alvarlegra glæpa vera óásættanlegan og valda miklum vonbrigðum. Fátækrahverfin í Ríó í Brasilíu njóta sívaxandi vinsælda meðal ferðamanna. Hverfin hafa löngum frekar vakið ótta í huga fólks og ekki að ástæðulausu. Til eru fátækrahverfi sem að mestu eru laus við ofbeldi og baráttu eiturlyfjagengja. Þangað sækir fólk í meira mæli og þá sérstaklega frá Evrópu og Bandaríkjunum. VELJA FÁTÆKRAHVERFIN Á sama tíma og yfirvöld í Brasilíu bretta upp ermar og ráðast inn í fá- tækrahverfin með það fyrir augum að hreinsa til, innleiða úrbætur og uppræta glæpagengin, leita erlend- ir ferðamenn í æ ríkari mæli inn í hverfin með það fyrir augum að upp- lifa hina „raunverulegu Brasilíu“. Reyndar er ekki um að ræða alræmd- ustu hverfin heldur hafa ferðamenn sótt í slömmin í hlíðunum fyrir ofan Ipanemaströndina. Hvað sem því líður er um að ræða staði sem mið- aldra Brasilíumenn sækja ekki heim. Sívaxandi fjöldi ferðamanna í Ríó sniðgengur ströndina og hin íburð- armiklu og dýru hótel og kýs að gista í fátækrahverfunum. Gabe Ponce de Leon kom til Ríó frá Brooklyn, í New York, árið 2001. Eftir að hafa kynnst Rochina-hverfinu sneri hann baki við glanslífinu. „ Rochina er eins og óvinnandi virki, séð utan frá. Inni í hverfinu er það eins og hallargarður, börn að leik á götunum og þú þekkir alla nágrannana. Engar löggur, engir lögfræðingar, ekkert skrifræði og eng- in auglýsingamennska. Þarna tíðkast gamaldags mannleg hlýja, fólk hjálp- ar hvert öðru,“ segir de Leon. Fjöldi útlendinga eykst Það eru engar áreiðanlegar tölur fyrirliggjandi um hve margir útlend- ingar búa í fátækrahverfum Ríó, en fjöldinn hefur aukist gríðarlega hin síðari ár. Í flestum tilfellum er um að ræða Evrópubúa og Bandaríkja- menn. Í sumum hverfum hafa gisti- heimili skotið upp kollinum, sem jafnvel auglýsa á internetinu og er boðið upp á akstur frá flugvelli, inni- falinn morgunverð, rúmfatnað og símaþjónustu. Marcelo Mendonca, sem leigir út herbergi í húsi sínu seg- ir að þetta sé gott fyrir efnahag hverf- isins. „Fátækrahverfin eru í hugum margra ímynd eiturlyfja og ofbeld- is, en gestir upplifa annan veruleika. Þeir njóta þess að rölta í bakaríið og barinn á horninu,“ segir Mendonca. Samba og kjötkveðjuhátíðir Til margra ára skipuðu fátækra- hverfin í Ríó rómantískan sess í huga Brasilíumanna. Í hverfunum, sem eru um sexhundruð talsins, liggja rætur samba og kjötkveðjuhátíða sem á hverju ári voru sóttar af þús- undum Brasilíumanna úr efri stétt- unum. Allt er breytingum háð, og upp úr 1980 urðu hverfin vettvang- ur vopnaðrar baráttu milli glæpa- gengja í ört vaxandi kókaínverslun. Þau hverfi sem alræmdust eru fyrir ofbeldi eru flest í norðurhluta Ríó. Þar, handan styttunnar af Jesú, sem gnæfir yfir borgina, eru ruddaleg, skítug hverfi sem státa af mannfalli sem fólk tengir frekar stríðssvæð- um. Þar ráða eiturlyfjabarónar ríkj- um og útdeila refsingum að eigin geðþótta og fólk sem þar býr hefur tileinkað sér æðruleysi þrátt fyrir of- beldi og kúlnaregn. Óþarfur ótti Bob Nadkarni er breskur mál- ari og flutti í Tavares Bastos fá- tækrahverfið á áttunda áratug síð- ustu aldar og hefur búið þar síðan. Hann kynntist hverfinu fyrir tilvilj- un og varð svo heillaður að ekki ekki varð aftur snúið. Hann leigir út herbergi til ferðamanna og stend- ur fyrir mánaðarlegu djasskvöldi, sem nýtur mikilla vinsælda meðal bæði útlendinga og Brasilíumanna. Hann segir Brasilíumenn óþarflega hrædda við fátækrahverfin. „Þeir monta sig af hræðslunni og metast jafnvel um hver sé hræddari. En ég gæti ekki búið annarsstaðar,“ seg- ir þessi sextíu og fjögurra ára gamli málari. Ofbeldi Mörg fátækrahverfi í ríó lúta lögum eiturlyfjagengja. Börn að leik Á götum rochina eru börn að leik. Rochina Einkennist ekki af ofbeldi. KOlBeinn þORSteinSSOn blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.