Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Side 14
Myndarlegur tæpleg átján marka
strákur fæddist heima hjá sér á Dagg-
arvöllum í Hafnarfirði klukkan ellefu
á miðvikdagsmorgun. „Ég myndi
velja þessa leið hiklaust aftur,“ segir
Jórunn Sigurðardóttir sem fæddi son
sinn heima í vikunni.
„Ég hafði aldrei spáð í að heimaf-
æðing myndi henta mér. Það var
eiginlega þannig að ég átti stelp-
una mína í Hreiðrinu og ég vil taka
það skýrt fram að mér leið mjög vel
þar og það var sú reynsla sem varð
til þess að ég ákvað að eiga heima,“
segir Jórunn. Í Hreiðrinu notaði Jór-
unn bað til verkjastillingar og fannst
henni sú reynsla svo góð að hún gati
ekki hugsað sér að hafa kannski ekki
aðgang að baði ef margar væru að
eiga á sama tíma. „Nú er Hreiðrið
opið öllum þannig að fyrstur kem-
ur, fyrstur fær. Þannig að aðgangur-
inn að vatninu er ekki öruggur og ég
gat hreinlega ekki hugsað mér það,“
segir Jórunn. Þetta varð til þess að
Jórunn fór að hugsa um heimafæð-
ingu og hvort það væri kostur fyrir
hana. Jórunn var kominn langt á leið
þegar hún hringdi í Áslaugu Hauks-
dóttur ljósmóður sem einbeitir sér
að heimafæðingum. „Mér leist svo
rosalega vel á Áslaugu og maðurinn
minn tók vel í þetta þannig að við
ákváðum að kýla á það. Ef ég segi al-
veg eins og er, þá hafði ég alltaf vit-
að af heimafæðingum en hélt að það
væru svona pínu skrítnar konur sem
veldu þá leið en ég mæli hiklaust
með þessu.“
Vildi engan vekja í upphafi
Jórunn fékk fyrstu verkina klukk-
an fimm á þriðjudagsnótt og þá var
nokkuð langt á milli. Hún hafði feng-
ið platverki á sunnudeginum sem
duttu svo niður þannig að hún vildi
ekki vekja neinn til þess að byrja
með. Klukkan átta um morguninn
hringdi hún í Áslaugu ljósmóður og
sagði henni að verkirnir væru orðn-
ir reglulegir en samt væru níu mín-
útur á milli en hún vildi gera henni
viðvart. „Áslaug ætlaði að fá sér að
borða og koma svo til mín til þess að
meta stöðuna. Það var ekkert stress
og maðurinn minn skrapp í vinn-
una til að ganga frá nokkrum hlutum
enda vorum við viss um að tíminn
væri nægur þar sem ég var fimmt-
án tíma að fæða stelpuna okkar,“
segir Jórunn. Um hálftíma síðar fór
allt að ganga betur og Jórunn gekk
um gólf og velti fyrir sér hvað hún
ætti að gera. „Ég hringdi í manninn
minn, það var á tali en hann kom svo
skömmu seinna. Ég hringdi líka í Ás-
laugu sem kom alveg í loftköstum,“
segir Jórunn.
Léttir að fara í vatnið
Vatn var komið í laugina klukkan
hálf tíu en þá voru verkirnir orðnir
mjög harðir svo hún segir það hafa
verið rosalega gott að komast ofan í
vatnið. Það var ekki fyrirfram ákveð-
ið að hún myndi eiga í vatninu en
Jórunn segir það hafa komið eins
og eðlilegt framhald, hana hafi ekki
langað að fara upp úr. „Ég var á fjór-
um fótum og þreifaði eftir kollinum,
svo rétt seinna var mér sagt að taka
hann og hann kom einhvernveginn
syndandi til mín í gengum lappirnar
og ég tók hann upp. Ég er svo glöð að
hafa tekið þessa ákvörðun,“ segir Jór-
unn og bætir við að börnin reyni ekki
að anda fyrr en þau komi úr vatninu.
Hún fæddi fylgjuna líka í vatn-
föstudagur 6. júlí 200714 Helgarblað DV
Sagði fáum frá heimafæðingunni
vegna fordóma
Hjördís rut sigurjónsdóttir
blaðamaður skrifar: hrs@dv.is
jórunn sigurðardóttir og Valgarður
ragnarsson ákváðu að eiga son sinn
heima til að tryggja henni aðgang að vatni
í fæðingunni. Valgarður samþykkti ráða-
haginn um leið og honum var sagt að sú
leið væri örugg, en þau sögðu fáum frá þar
sem Jórunn hafi orðið vör við fordóma.
María Valgarðsdóttir, María með litla bróður og Valgarður ragnarsson föðurmóðir drengsins var óvænt viðstödd
fæðinguna og var himinlifandi. Hún hafði ekki áður verið viðstödd fæðingu nema sinna eigin barna.
jórunn með soninn nýfæddan drengurinn
er sólarhringsgamall í örmum móður sinnar.
dV Mynd KarL