Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Qupperneq 15
DV Helgarblað föstudagur 6. júlí 2007 15
Sagði fáum frá heimafæðingunni
vegna fordóma
inu og skilið var á milli mæðgin-
anna í lauginni. Fyrst sat Jórunn með
drenginn og dáðist að honum í laug-
inni um stund en svo tók faðir hans,
Valgarður Ragnarsson, hann í fang-
ið og fór með hann inn í herbergi og
Jórunn fór upp úr lauginni.
Vildi bara vita hvort heimafæð-
ing væri örugg
Bæði Jórunn og Valgarður voru
mjög fegin að vera heima og ekki síst
að fæðingunni lokinni. „Ég var aðeins
máttlaus því ég missti svolítið blóð og
fannst alveg frábært að þurfa ekki að
hreyfa mig neitt og ekki fyrr en en eft-
ir fimm daga ef mér sýnist svo,“ seg-
ir Jórunn. Valgarður tekur undir með
Jórunni og segir það hafa verið miklu
þægilegara og minna stress að vera
heima. Hann segist ekki hafa fund-
ið fyrir því að hafa haft meira að gera
því allt hafi verið svo rólegt og gott.
Eina sem hann vildi vita þegar kona
hans stakk upp á heimafæðingu var
hvort hún væri jafn örugg og fæðing
á sjúkrahúsi, þegar hún hafði svar-
að því játandi var hann til. „Fæðing
stelpunnar gekk líka vel svo það var
viðbúið að það gengi enn betur með
annað barn. Ég fer ekki aftur á spítala
eftir þetta,“ segir Valgarður.
Sagði ekki frá vegna fordóma
Jórunn þekkti engan persónulega
sem hafði fætt heima þegar hún tók
þá ákvörðun. Hún lét fáa vita af þess-
ari ákvörun því hún hafði orðið vör
við fordóma í garð kvenna sem veldu
þessa leið. „Ég nennti hreinlega ekki
að hlusta á fordómana og jafnvel
það að fólk reyndi að telja mér hug-
hvarf.“ Hún segist ekki viss um hvort
hún hefði tekið þessa ákvörðun með
fyrsta barn en vill þó ekki útiloka
það. „Þessi var allt öðruvísi en það er
örugglega líka að stórum hluta vegna
þess að þetta var mitt annað barn.
Núna var ég mikið meðvitaðri og var
búin að spá meira í þetta og var öðru-
vísi upplögð. Ég man þessa fæðingu
mikið betur á meðan hin er í meiri
móðu þó ég hafi ekki verið á lyfjum,“
segir Jórunn.
Jórunn gekk viku fram yfir sem
var nokkrum dögum meira en þegar
hún átti Maríu dóttur sína. Hún var
farin að hafa áhyggjur af því að það
þyrfti að setja hana í gang og þar með
færu allar áætlanir um að eiga heima
út um þúfur, en svo fór ekki.
Amman var viðstödd
María Valgarðsdóttir, móðir Val-
garðs, var viðstödd fæðinguna og
hún var himinlifandi með að fá það
tækifæri. Upphaflega kom hún til
Hafnarfjarðar að norðan til þess að
passa nöfnu sína á meðan fæðing
nýja fjölskyldumeðlimsins stæði yfir
en þar sem María var á leikskólanum
fékk hún að fylgjast með. „Þetta var
þvílík upplifun og ég átti ekki von á
þessu,“ segir María.
„Ef ég segi alveg eins
og er, þá hafði ég allt-
af vitað af heimafæð-
ingum en hélt að það
væru svona pínu skrítn-
ar konur sem veldu þá
leið en ég mæli hiklaust
með þessu.“
Systkinin litli drengurinn í öruggum
höndum stóru systur sinnar.
„Ég ætla að einbeita mér alveg
að heimafæðingum því þetta er það
skemmtilegasta sem ég geri. And-
rúmsloftið er dásamlegt og upplif-
unin svo mikil,“ segir Áslaug Hauks-
dóttir ljósmóðir sem hætti í lok júní
á heilsugæslunni í Lágmúla þar sem
hún var með mæðravernd og ákvað
að snúa sér alfarið að heimafæð-
ingum. Áður sinnti Áslaug hvoru
tveggja en fjöldi heimafæðinga hef-
ur farið svo vaxandi að hún sér fram
á að geta haft þær að fullu starfi.
Vildi innleiða vatnsfæðingar
Áslaug útskrifaðist sem ljósmóð-
ir árið 1966 þegar hún var 22 ára
gömul. Hún starfaði um tíma í Dan-
mörku þar sem hún kynntist vatns-
fæðingum og hét því að þann kost
ætlaði hún að kynna fyrir íslensk-
um konum. Hún fluttist aftur heim
til Íslands og réð sig á sjúkrahúsið
á Selfossi þar sem var baðkar. Síðar
tók hún að starfa í Keflavík til þess
að kynna vatnsfæðingar sem kost
þar. Barnshafandi ljósmóðurnemi
sem Áslaug starfaði með heillaðist
af vatnsfæðingunum og langaði að
fæða barnið sitt heima við slíkar að-
stæður og bað Áslaugu að hjálpa sér.
„Ég ætlaði ekkert að fara í heimaf-
æðingar en lét þetta eftir henni.
Hún var ólétt af sínu þriðja barni og
hafði stórt baðkar heima fyrir. Hún
hringdi í mig þegar hún var komin
vel af stað í fæðingunni og það gekk
svo vel að ég rétt náði að koma til
hennar í tíma til þess að taka á móti
barninu en það var þann 11. desem-
ber árið 1997, fyrir nærri tíu árum
síðan,“ segir Áslaug.
Fjölskylduatburður en ekki
sjúkdómstilvik
Áslaug fór að gefa kost á sér í
heimafæðingar án þess að auglýsa.
„Þetta spyrst út því við búum í svo
litlu landi og fólk var bara farið að
hringja í mig. Eins vissu margir að
ég sá um vatnsfæðingar,“ segir Ás-
laug. Hún segir konur sem ætla að
fæða heima og í vatni vera búnar að
lesa sér svo vel til að sjálf segist hún
alltaf læra eitthvað af þeim.
Fyrstu árin voru heimafæðing-
arnar fáar en jukust svo smátt og
smátt. Síðustu tvö árin hefur Áslaug
tekið á móti um 46 börnum í heima-
húsi en örlítið fleiri konur ætluðu
sér að fæða heima á þessum tíma.
„Það er alltaf ein og ein sem verð-
ur að fara með upp á fæðingardeild
af því að þær þurfa deyfingu eða
aðra hjálp.“ Frá áramótum hefur Ás-
laug tekið á móti fimmtán börnum
í heimahúsi og sér hún bara fram á
aukningu. Áslaugu finnst miður að
ekki skuli vera til fæðingarheimili og
að sjötíu prósent fæðinga fari fram
á hátæknisjúkrahúsi því hún telur
svo mikla tækni og tæki geta truflað
í fæðingu. „Kosturinn við heimaf-
æðingar er að þetta er fjölskylduat-
burður en ekki sjúkdómstilvik enda
fæðing eðlilegt ferli. Fólk er líka far-
ið að vilja deyja heima. Þetta fer allt
í hringi en er ekki tískufyrirbrigði
því ég held að þetta sé vegna þess
að konur eru sífellt betur upplýst-
ar,“ segir Áslaug. Hún segir konur
finna betur hvernig þær geti stjórn-
að ferlinu því það skipti jú mestu
máli að þær geti haft hlutina eins og
þær vilja. Eins segir Áslaug upplifun
feðranna vera mjög sterka, þeir taki
mikið virkari þátt og séu ófeimnir að
láta til sín taka.
Mikið ódýrari fæðingar fyrir
samfélagið
Áslaug segir heimafæðingar allt-
af vera að frumkvæði kvennanna
sjálfra og þær hafi samband við
hana en upplýsingar um þjónustu
hennar er hægt að finna inn á vefn-
um ljosmodir.is. og í mæðravernd-
inni. Ljósmæður hafa með sínu
prófi leyfi til þess að vinna sjálfstætt
eins og Áslaug gerir og eru þá með
samning við Tryggingastofnun sem
greiðir fyrir þjónustuna. „Þetta er
stór sparnaður fyrir samfélagið því
kostnaðurinn við heimafæðingur
er svona tæplega einn þriðji af því
sem fæðing kostar á hátæknisjúkra-
húsi,“ segir Áslaug. Hún hittir kon-
urnar tvisvar til þrisvar sinnum á
meðgöngunni til að kynnast þeim
og segir drauminn vera að setja upp
litla stofu og vera sjálf með kon-
urnar í mæðravernd en samningur
um slíkt er ekki í höfn. Þannig næði
þjónustan samfelldni en Áslaug sér
um heimaþjónustu þeirra barna
sem hún tekur á móti. Sjálf fædd-
ist Áslaug í heimahúsi upp í sveit
en hún er tvíburi og sú fæðing gekk
vel.
Ekki geta allar konur fætt heima
því meðgangan þarf að hafa geng-
ið eðlilega fyrir sig á allan hátt.
„Áhættufæðingar eiga heima á spít-
ala. Í Hollandi hafa fæðingar aldrei
flust alfarið á sjúkrahús og þar eiga
30 til 40 prósent kvenna í heima-
húsi. Þær konur sem hafa verið
hraustar í mæðravernd og vilja eiga
á sjúkrahúsi þar verða að greiða sér-
staklega fyrir það.“
Áslaug Hauksdóttir ljósmóðir hefur snúið sér alfarið að heimafæðingum. Hún hefur
tekið á móti 127 börnum í heimahúsi og eftirspurnin fer sífellt vaxandi. Trygginga-
stofnun ríkisins greiðir fyrir vinnu ljósmæðra í heimahúsi en Áslaug segir þær um
þriðjungi ódýrari fyrir samfélagið en fæðingar á hátæknisjúkrahúsi.
hefur heimafæðingar
að fullu Starfi
Áslaug Hauksdóttir
ljósmóðir Áslaug vildi
innleiða vatnsfæðingar á
íslandi eftir að hún hafði
kynnst þeim í danmörku og
vildi hún að íslenskar konur
fengju þann möguleika.
„Kosturinn við heimafæðingar
er að þetta er fjölskylduatburð-
ur en ekki sjúkdómstilvik enda
fæðing eðlilegt ferli.“
Notkun vatns í fæðingu heitir verk-
efni Maríu Haraldsdóttur sem út-
skrifaðist sem ljósmóðir í júní. „Ég
valdi þetta verkefni eftir að ég var
viðstödd heimafæðingu í verknám-
inu en þar sá ég um leið fyrstu vatns-
fæðinguna. Það var kona með fyrsta
barn og ég sá hvað hún hafði mikið
meiri stjórn og var afslappaðri,“ seg-
ir María.
María kynntist því líka hvað vatn-
ið gerði konum gott til verkjastillingar
þegar hún var í verknámi í Hreiðrinu
á Landspítalanum en þá var þar um-
ræða um að leyfa vatnsfæðingar. Hún
spurðist fyrir og fannst ekki nægilega
miklar upplýsingar til um slíkar fæð-
ingar og ákvað því að gera fræðilega
úttekt sem ljósmæður og aðrir gætu
nýtt sér. María tók svo hluta af verk-
náminu í Danmörku þar sem vatns-
fæðingar eru vel þekktar. Hún segir
rannsóknir sýna að konur sem fæða
í vatni séu ánægðari með fæðinguna
auk þess sem samanburður sýni að
þær missi minna blóð.
Meiri súrefnisflutningur
„Konur eru hreyfanlegri í vatninu
og eiga því auðveldara með að finna
sér þægilegri fæðingarstellingu og
það hefur verið sannað með rann-
sóknum að vatnið er verkjastillandi
og hefur góð áhrif þannig að konan
nær meiri slökun á milli hríða,“ seg-
ir María. Það er þó ekki það eina, því
fæðingarhormónin virka betur sem
skilar sér í betri samdráttum og betri
framgangi fæðingarinnar. Eins lækk-
ar blóðþrýstingur konunnar þegar
hún fer í vatnið og púlsinn verður
hraðari sem leiðir til þess að súrefn-
isflutningur til legsins og fósturs-
ins eykst. „Þegar konan flýtur í heitu
vatni nýtur hún stuðnings við sára og
þreytta vöðva og nær betri slökun.
Það skilar sér í betri losun fæðing-
arhormóna sem skilar sér í hraðari
útvíkkun og minni sársauka,“ segir
María.
Móðirin tekur á móti barninu
María segir ekkert benda til að það
hafi slæm áhrif á barnið að fæðast í
vatni. Þvert á móti segir hún rann-
sóknir hafa sýnt að börn sem fæðast
í vatni fái mýkri lendingu þegar þau
koma í heiminn. Þannig koma þau í
umhverfi sem þau þekkja og áreitið
er minna en í bjartri fæðingarstofu,
því eru þau oft rólegri og yfirvegaðri.
Eins verði strax tengslamyndun við
móður því hún sé fyrst til að taka á
móti barninu í vatninu. María segir
öll börn fæðast með köfunarviðbragð
sem örvast þegar húðviðtakar í andliti
barns komast í snertingu við vatn sem
senda boð og barkinn lokast í nokkrar
sekúndur, því kemst ekkert vatn ofan
í lungu. Köfunarviðbragðið er virkt
fyrst hálfa árið eftir fæðingu barnsins
og er þess vegna talið mikilvægt að
börn fari í ungbarnasund áður en þau
verða sex mánaða.
María Haraldsdóttir ljósmóðir valdi að gera lokaverkefni sitt um fæðingar í vatni:
Konur sem fæða í vatni ánægðari
María Haraldsdóttir ljósmóðir María
stödd á fæðingardeild í Kaupmannahöfn
þar sem hún tók hluta verknámsins.