Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 19
DV Umræða föstudagur 6. júlí 2007 19
Ferðamenn njóta lífsins Veðurblíðan hefur leikið við landsmenn að undanförnu þó veðurfræðingar
hafi verið duglegir að spá því að heldur fari að þykkna upp og kólna. Þessir ferðalangar nutu sólarinnar á
dögunum og lögðust í sólinni við sjávarsíðuna í reykjavík. DV mynd Stefán
Dómstóll götunnar
mynDin
HVAÐ FINNST ÞÉR UM LÆGRA LÁNAHLUTFALL ÍBÚÐALÁNASJÓÐS?
P
lús
eð
a m
ínu
s
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð-
herra fær mínusinn fyrir að kúvenda í
afstöðu sinni til lækkunar
lánshlutfalls hjá Íbúðalána-
sjóði. Hún boðar aðgerðir til að koma til
móts við skerðingu þar sem þörf krefur
en þær verða ekki að veruleika strax.
spurningin
„Blómin gleðja og fegra og hljóta að
koma í veg fyrir rangar ákvarðanir
eins og hraðakstur,“ segir Óskar
Bergsson. framkvæmdaráð
reykjavíkur hefur samþykkt
tilraunaverkefni í því að aðstoða íbúa
við það að koma upp blómakössum
við íbúðagötur. Blómakassarnir hafa
að minnsta kosti þrennan tilgang. í
fyrsta lagi að vera hraðahindrun inni í
hverfum þar sem er 30 kílómetra
hámarkshraði, í öðru lagi að fegra
umhverfið og í þriðja lagi að virkja
íbúana í fegrun og auknu öryggi í
sínu hverfi.
Draga blóm úr hraða?
Alveg er það grínlaust að vera borinn sökum, og það sökum sem maður vinnur til gegn
eigin vlija. Þannig er komið fyr-
ir hinum geðþekka Skagamanni og
sparkmanni Bjarna Guðjónssyni
Þórðarsonar. Vissulega skoraði hann
Bjarni mark sem
hann átti kannski
ekki að gera.
Þeir sem deila
hvað harðast
á Bjarna eru
uppfullir af
ósanngirni.
Hinkrið við áður
en þér dæmið.
Auðvitað ætlaði Bjarni ekki að skora
markið en hann ætlaði það samt.
Þannig er það og það verður skýrt
betur hér að neðan. Þannig er það.
Skagamaður lá á vellinum. Hann fann til og til að hægt væri að kyssa á báttið spörkuðu Kefl-
víkingarnir boltanum útaf. Eftir að
Skagamaðurinn var staðinn á fætur,
tóku þeir gulu innkast. Boltinn var
sendur á Bjarna. Þá
gerðist nokkuð
sem Guðjón
faðir Bjarna
skýrir þannig
að það var sótt
að syninum,
sem var með
boltann. Bjarni
lék á einn Keflvík-
inginn, eins og hann á svo gott með
að gera, og þegar hann var kominn
framhjá þeim frá Suðurnesjum leit
hann upp, sá að markmaðurinn var
ekki í markinu. Gullið tækifæri blasti
við Bjarna, tækifæri sem alla fótbolta-
menn dreymir um. BANG!
Um leið og Bjarni hafði sparkað og hann sá boltann fara af ristinni í háum boga og stefna
á varnarlaust markið kom önnur
hugsun og ný í koll Bjarna; hvað er ég
að gera, hugsaði hann. Þetta er ekki
drengilegt. Það tók
boltann aðeins
örfáar sekúnd-
ur að fara af
fæti Bjarni í
netið. Sparkið
var ekki hægt
að taka til baka,
þannig er með
alla fortíð. Hún
verður ekki tekin til baka. Ef það væri
hægt þá væri allt öðru vísi en það er.
Þannig er það.
Bjarni, Guðjón pabbi hans, Þórður bróðir, allir aðrir Skagamenn og allir Keflvík-
ingar horfðu á boltann kljúfa loftið af
hraða og af öryggi. Tilfinningin var
ámóta því að horfa á flugvél hrapa.
Skelfingaratburður
og ekkert hægt
að gera. Ekkert
til að afstýra
gerðum hlut.
Þegar búið
er að innræta
fótboltamönn-
um frá blautu
barnsbeini að þeir
eigi að skora mörk, um það snýst jú
leikurinn, verðum við að skilja að
markagræðgin er ekki bara til staðar
stundum, hún er það alltaf hjá þeim
sem vilja sigra. Þannig var að sigur-
viljinn dró Bjarna til að skora mark
sem hann ætlaði ekki að skora en
ætlaði samt svo sannarlega að skora.
Það vill til að fótbolti er bara leikur.
Bjarni
markaskorari
DagFari - og sigurviljinn
Ég hef ekki mikla skoðun á þessu máli.
Ég á enga íbúð og bý hjá foreldrum
mínum, þar af leiðandi tengist þetta
mér ekki sterkum böndum. Ég er bara
á framhaldsskólaaldri.
Þorsteinn Vilhjálmsson,19 ára,
nemi.
Ég er ekki alveg búinn að mynda mér
skoðun um þetta. Við fyrstu sýn virðist
þetta vera gott fyrir mig sem á ekki
íbúð, en ef ég ætti ein slíka þá myndi
ég eflaust mótmæla þessu. En ef þetta
slær á verðbólgu þá gæti þetta orðið
hið besta mál.
Skapti Þóroddson, 25 ára,
tæknimaður.
Mér finnst það hið besta mál að
félagsmálaráðherra hafi lækkað
lánahlutfall íbúðalánasjóðs. Ég get ekki
beinlínis sagt að ég sé aðdáandi
verðbólgunnar og ef þetta slær á hana
þá er ég sáttur við þetta.
Stefnir gunnarsson, 21 árs,
tónlistarmaður.
Fórna bæjargarðinum
fyrir blokkir
Hrafnhildur Anna skrifar:
Það var svartur dagur í sögu
Selfoss á miðvikudaginn. Meiri-
hluti V, S og B lista í bæjarstjórn
Árborgar samþykkti þá deiliskipu-
lag af miðbæ Selfoss sem er stór-
slys. Það er hreint ótrúlegt hvern-
ig þessir sömu bæjarfulltrúar og
var hafnað í síðust bæjarstjórn-
arkosningum ætla að ná að eyði-
leggja fyrir okkur Selfyssingum
miðbæinn. Það er ekki á hverjum
degi sem bæjarfélög fá tækifæri til
þess að byggja upp nýjan miðbæ
og maður skildi halda að til þess
væri vandað ef tækifæri gæfist en
það er ekki að sjá á þessum tillög-
um.
Byggingamagnið er allt of mik-
ið og svo er verið að reyna að villa
um fyrir manni svo enginn skil-
ur neitt í neinu og fáir geta áttað
sig á því hvernig málið er í raun.
Tillögurnar eru afgreiddar í hver
í sínu lagi, svæðinu er skipt upp
og byggingamagn flutt til eins og
skákmenn á taflborði. Það sem
er í raun og veru að gerast er að
meirihluti V, S og B lista er að
eyðileggja bæjargarðinn okkar!
Ég var ánægð með það sem
fram kom hjá Eyþóri Arnalds,
oddvita sjálfstæðismanna í Ár-
borg, á þessum annars sorglega
bæjarstjórnarfundi. Central Park
í New York er manngerður garður
sem er í miklum metum hjá borg-
arbúunum og gestum borgarinn-
ar. Aldrei hefur yfirvöldum í New
York dottið það til hugar að fórna
Miðgarði fyrir blokkir þó að pláss-
leysi og fjárhagsvandræði borgar-
innar hafi verið margfalt meiri en
Árborgar.
lesenDur