Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Qupperneq 20
Í gömlum útgerðarbæ á Norðaust- urlandi er rekin umfangsmikil ferða- þjónusta sem sífellt sækir í sig veðr- ið. Á Húsavík eru nú þrjár útgerðir í hvalaskoðun á Skjálfandaflóa. Þar eru þrír veitingastaðir, hótel og nokk- ur gistiheimili auk hvalasafns, reður- safns og kaffihúsa. „Þetta er dæmi um það hvað hægt er að gera ef fólk hefur þolin- mæði, kraft og þorir að láta vaða,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, safn- stjóri Hvalasafnsins á Húsavík. Hann segir að jafnvel þótt stærri skip hafi flust frá Húsavík, þá sæki smábátaútgerðin í sig veðrið og fisk- vinnslan standi nú nokkuð sterk- um fótum. Húsvíkingar sækjast eft- ir sem áður eftir álveri og vilja með því skapa fjölbreyttara atvinnulíf. Á Húsavík bjuggu 2.300 manns um síðustu áramót. Fjörutíu þúsund á ári Ásókn í hvalaskoðun hefur aukist mikið á undanförnum árum. Fyrir tíu árum fóru nærri þrjú þúsund farþeg- ar í hvalaskoðun frá Húsavík. „Á síð- asta ári voru þetta hátt í 40 þúsund farþegar hjá fyrirtækjunum þremur á Húsavík,“ segir Stefán Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Gentle Gi- ants hvalaskoðunar á Húsavík. Fyrir- tæki Stefáns hefur nú verið starfrækt í sex ár en hann hefur komið nálægt hvalaskoðun mun lengur. „Upphaf- ið má rekja til ársins 1982 þegar ég fór í mína fyrstu hvalaskoðunarsigl- ingu. Það eru orðin 25 ár síðan,“ seg- ir hann. Hvalaskoðunarfyrirtækið Norð- ursigling gerir nú út fjóra báta og hefur verið í rekstri síðan árið 1995. Allir eru bátarnir gamlir, endur- smíðaðir eikarbátar, sem útgerð- armennirnir eru sammála um að henti einkar vel til hvalaskoðunar, ekki síst vegna þess hve hljóðlátir þeir eru. „Við erum síðan með einn plast- bát frá árinu 2000. Hann er helmingi hraðskreiðari en gömlu bátarnir og við notum hann í Flateyjarferðir og í sjóstangaveiðina,“ segir Stefán. Keikur með Hvalasafnið Hvalasafnið á Húsavík heldur upp á tíu ára afmæli næstkomandi fimmtudag. „Við fórum í fyrsta skipti yfir tuttugu þúsund gesti í fyrra. Ég hef verið að ferðast um Skandinavíu að skoða söfn og held að ég geti alveg staðið keikur undir þessu sem ég er búinn að byggja upp þarna heima,“ segir Ásbjörn Björgvinsson safn- stjóri. Safnið er hugarfóstur hans. „Upphaflega var þetta pínulítið safn með upplýsingum um nokkr- ar tegundir. Núna tökum við fyrir alla þá hvali sem sést hafa við landið og reynum að gera þetta eins mikla upplifun fyrir gestina og hægt er,“ segir Ásbjörn. Safnið fór af stað sem lítil sýning í eitt hundrað fermetra sal á Fosshó- tel Húsavík. Þaðan færðist leikurinn í gamla beitningarskúra við höfnina. „Þaðan færðum við okkur í gamla sláturhúsið þar sem við erum núna til húsa.“ Dapurleg umfjöllun „Sú heldur dapurlega umfjöllun sem hefur verið upp á síðkastið um sjávarbyggðirnar á í rauninni ekki við um Húsavík. Smábátaútgerðin hefur verið að styrkja sig upp á síð- kastið jafnvel þó að stærri skipin hafi verið að hverfa frá okkur. Ferðaþjón- ustan hefur hins vegar blómstrað á svæðinu og það hefur skapað okkur gríðarlegar tekjur og búið til mikla jákvæðni innan samfélagsins,“ segir Ásbjörn. Hann segist hafa byggt Hvala- safnið upp í litlum áföngum eftir því sem fjármagn hefur leyft. „Þetta er gott dæmi um eitthvað annað en sjávarútveg sem hægt er að byggja upp án þess að leggja út í allt of mikl- ar skuldbindingar,“ segir Ásbjörn. Hann er rafvirki að mennt en vann sem leiðsögumaður við hvalaskoðun sumrin 1992 og 1993. „Ég sá strax að þarna var mikill fjársjóður sem við gætum gert heilmikið úr.“ Hann segir að vituskuld hafi hann notið dyggrar aðstoðar fjölda fólks við að byggja upp Hvalasafnið. Náttúrufræðistofn- un hefur til að mynda staðið þétt við bakið á okkur þegar komið hefur að því að setja upp beinagrindurnar.“ Ánafna reðursafni tólin „Mér voru að bætast eistu úr föstudagur 6. júlí 200720 Helgarblað DV FJÖRUTÍU ÞÚSUND SKOÐA HVALI OG REÐRA Hvalaskoðun á Húsavík þjónar nú fjörutíu þúsund gestum á sumri. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í ferðaþjónustu í Þing- eyjarsýslu undanfarin tíu ár. Ferða- mennskan er hrein viðbót við sjávarútveg sem nú er sterkari en áður. Á Húsavík er að finna hvalasafn og yfirgripsmikið reð- ursafn sem nýlega bætti við sig merkileg- um safngripum. Sigtryggur Ari jóHAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is „Mér voru að bætast eistu úr fimmtugum karlmanni í safnið. Nú á ég bæði eistu og forhúð og vantar bara það sem þar er á milli.“ reðursafnið sigurður Hjartarson heldur úti reðursafni sínu á Húsavík. safnið hefur talsvert aðdráttarafl og þangað koma 30 til 60 gestir á hverjum degi. Hvalaskoðunarbátar Knörrin og Bjössi sör eru tveir af fjórum hvalaskoðunarbátum Norðursigling- ar. Mest er notast við gamla, uppgerða eikarbáta. gert klárt útgerð á Húsavík stendur núorðið sterkum fótum. Þar starfa nú fiskvinnslufyrirtæk- in Vísir og g.P.g. fiskverkun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.