Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Page 25
DV Helgarblað föstudagur 6. júlí 2007 25 fyrir n Heilablóðfall eða heilaslag er afleiðing skyndilegrar og varanlegrar truflunar á blóðflæði til heilasvæða af völdum æðasjúkdóma. Blóðflæði- truflunin getur orsakast af stíflu í heilaslagæð af völdum blóðtappa (heiladrep) eða því að æð brestur og blæðir í heilavefinn (heilablæðing). í báðum tilvikum líða heilafrumur, sem æðin nærir súrefnisskort, auk skorts á öðrum nauðsynlegum næringarefn- um. Hluti heilafrumanna deyr, en starfsemi annarra raskast. stundum koma einkenni um heilablóðfall einungis fram í stuttan tíma og er þá talað um skammvinna blóðþurrð í heila. Ýmsir sjúkdómar geta stuðlað að heilablóðfalli. Einkennin sem koma fram eru háð staðsetningu og stærð skemmdarinnar í heilanum árlega fá Um 600 einstakl- ingar heilablóðfall n tíðni heilablóðfalla er mjög háð aldri. rannsóknir Hjartaverndar benda til að árleg tíðni um 50 ára aldur sé um 3 af hverju þúsundi en um áttrætt er tíðnin komin upp í 12 af þúsundi. Heilablóðfall er þriðja algengasta dánarorsökin á íslandi. líkurnar aukast með hækkandi aldri. Meðalaldur þeirra sem fá heilablóð- fall hérlendis er tæplega 70 ár. Meirihluti sjúklinga er yfir 65 ára aldri n Heilablóðfall er fjórðungi algengara hjá körlum en konum n Vert er að láta fylgjast með blóðþrýstingi og öðrum þekktum áhættuþáttum ef fjölskyldusaga er um heilablóðfall og / eða hjarta- og æðasjúkdóma áhættUþættir sem hægt er að breyta: n Háþrýstingur n Reykingar n Kyrrseta n Offita n Sumir hjartasjúkdómar (t.d. óreglulegur hjartsláttur/ gáttaflökt) n Sykursýki n Hækkað kólesteról n Áfengismisnotkun n Getnaðarvarnapilla (á það einkum við ef konan reykir og er eldri en 35 ára) (af HeimaSíðu HeilaHeill.iS) „Það verður enginn samur eft- ir reynslu sem þessa. Þegar ég fékk heilablóðfall í annað sinn varð ég reið vegna þess að mér hafði verið sagt að slíkt myndi ekki gerast. Reiðin er löngu horfin. Það eina sem ég hugsa um er hversu heppin ég er. Skilaboð mín til þeirra sem lesa þetta viðtal eru þau að enginn er óhultur. Við verðum að tryggja okkur fyrir þeim áföllum sem á geta dunið. Þegar Aron Björns- son, yfirlæknir á heila- og taugaskurð- deild Landspítalans útskrifaði mig bað hann mig að njóta lífsins. Eftir þeim orðum fer ég og nýt hvers dags.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.