Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 28
Jóhannes Felixson, oftast nefndur
Jói Fel, hefur ekið á jeppum síðustu
átta árin. „Ég ek á nýjum Nissan
Patrol með 35 tommu breytingu.
Ég er mjög ánægður með þennan
bíl. Þetta er stór og mikill bíll,“ seg-
ir Jói.
Hann segir það mikilvægast fyr-
ir sig að vita til þess að geta komist
alla leið, burtséð frá færð og veðri.
Þess vegna hafi hann valið sér að
keyra jeppa. „Ég vil vita að ég kom-
ist alla leið þegar ég fer í sumar-
bústaðinn að vetrarlagi, jafnvel þó
það sé snjór og ófærð. Sama gild-
ir um veiðina. Ég er mikið í veiði,
bæði stangveiði og skotveiði. Á
jeppanum kemst ég allra minna
ferða í veiðinni.“
Betri breytingar
Jói segir 35 tommu breyting-
una passa sér vel. „Ég var alltaf á
38 tommu dekkjum, en af því að
ég fer lítið á jökla þá skipti ég yfir í
35 tommu dekkin. Það verður líka
miklu sjaldnar erfiður snjór á vegi
manns í dag en áður. Niðurstað-
an er sú að maður kemst meira og
minna allra sinna ferða á 33 eða 35
tommu dekkjum,“ segir hann.
Hann segir breytingar á jeppum
vera mun betri og nákvæmari í dag
en þær voru fyrir nokkrum árum.
„Dekkin eru líka orðin það góð að
þau eru hætt að hristast og láta illa
eins og algengt var.“
Hálkan er hættan
Jói segir eina ókostinn sem orð
sé á gerandi við jeppa og stærri bíla
séu akstureiginleikar í hálku. „Það
er oft talað um það þegar maður er
á stórum bílum að það sé betra að
vera á negldum dekkjum. Ég finn að
þegar þeir byrja að renna þá kemur
meira skrið á stóru bílana.“
Hann ákvað samt að keyra á
góðum heilsársdekkjum. „Það er
bara svo örsjaldan sem maður
lendir í hálku núorðið. Ég hef dekk-
in míkróskorin í staðinn. Þá eru
skornar rákir í yfirborð dekkjanna
sem auka gripið til muna.“
Hummer eyddi miklu
„Ég var á Hummer áður en ég
keypti þennan. Hann er talsvert
breiðari og það er svolítið erfitt
að aka honum niður Laugaveg-
inn,“ segir Jói. Hann ákvað samt að
skipta því Hummerinn eyddi miklu
bensíni. „Að fara til Akureyrar og
heim aftur kostaði kannski svipað
og farmiði til útlanda.“ Hann segir
kostinn við Patrol jeppann líka vera
þann að hann sé þægileg blanda af
götubíl og torfærutæki. „Ef fólk á of
fína jeppa þá getur það farið svo að
það þori varla að nota þá,“ segir Jói
Fel.
Föstudagur 6. JÚLÍ 200728 Helgarblað DV
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
Jeppadekk
Alorka • Vagnhöfða 6 • Sími 577 3080
Heilsársdekk
31" kr. 12.900
(31x10.50R15)
33" kr. 15.900
(33x12.50R15)
Úrval annarra stærða upp í 38".
Felgustærð 15", 16" 17" og 18".
Sendum frítt um land allt!
Við mælum með míkróskurði
P
IPA
R
• S
ÍA
• 70
622
Nánar á jeppadekk.is
Óskar Erlingsson, varaformaður
Ferðaklúbbsins 4x4, segir að það sem
helst ber að varast í sumarferðalög-
um á hálendinu séu vatnsföllin. „Það
er betra að snúa við en að fara út í eitt-
hvað sem maður ræður ekki við. Fólk
á líka að vara sig sérstaklega á því að
vera einbíla, eins og kallað er. Það er
betra að bíða eftir því að einhver ann-
ar komi þannig að hægt sé að reiða
sig á hjálp ef eitthvað fer úrskeiðis.
Þetta er mesta hættan í hálendisferð-
um, svona að sumarlagi. Fólk má ekki
vanmeta kraftinn í jökulánum,“ segir
hann.
Hann bendir á að þó að vissulega
geti jökulárnar verið varasamar, þá
eigi það sama við um bergvatnsár.
„Bergvatnsárnar geta líka verið erfið-
ar í mikilli rigningartíð. Alvarlegustu
slysin í gegn um tíðina hafa orðið við
árnar. Þá er fólk að fara út í eitthvað
sem það hefði betur sleppt.“
Varlega á vaðið
Óskar segir að gamla reglan um
að reyna fyrst að vaða yfir ánna með
stiku með sér sé enn í fullu gildi. „Best
er að hafa með sér vöðlur og stiku.
Þá er hægt að vaða út í ána og kanna
botninn og dýpið. Stór grjót í árfar-
vegum geta farið illa með óbreytta
jeppa. Þessar ár eru kraftmiklar og
geta leikandi breytt sér á milli daga,
þannig að það er engin trygging þó að
bíll hafi farið á vaðið degi á undan,“
segir Óskar.
Hann bætir því við að vissulega
séu til þeir jeppar sem séu færir um
að komast yfir erfiðari fljót. Hins veg-
ar sé það aðeins á færi þeirra sem
hafa reynslu og þekkingu að fara yfir
slíkar hindranir. „Þeir sem eru reynd-
ir í þessum akstri vita nokkuð vel
hvað þeir geta leyft sér. Hinir sem eru
minna reyndir ættu að fara að þess-
um hlutum með gát.“
Lærum á bílinn
Óskar segir að þegar farið er yfir
erfiða og grýtta slóða þá sé aðalatriði
að fara nógu hægt yfir, beita þolin-
mæðinni og fylgjast vel með akstrin-
um. Leó M. Jónsson, vélatæknifræð-
ingur, tekur undir þetta hjá Óskari.
„Ef farið er nógu varlega þá er hægt
að komast ansi marga fjallvegi á lítið
breyttum bílum og jafnvel á fólksbíl-
um. Þar má nefna leiðina yfir Kjöl, þar
sem allar ár hafa verið brúaðar,“ seg-
ir Leó.
Leó segi jafnframt að í þessum að-
stæðum verði fólk að kunna að nota
þann drifbúnað sem bíllinn hefur
upp á að bjóða. „Einhverjum sést allt-
af yfir að snúa driflokum þegar búið er
að setja bílinn í fjórhjóladrifið. Þannig
getur fólk staðið í þeirri meiningu að
það sé að aka í fjórhjóladrifinu og veit
svo ekki fyrr en það er komið í ógöng-
ur,“ segir hann.
Að lina í dekkjunum
Óskar bendir á að þeir sem ferðast
á breyttum jeppum ættu skilyrðislaust
að útbúa sig með loftdælu. „Þannig
má lina aðeins í dekkjunum þegar
fólk er á ferðinni yfir grófa hálendis-
vegi. Þetta er smekksatriði en það er
venjulega allt í lagi að lækka þrýsting-
inn í 38 tommu dekkjum úr 25 pund-
um niður í svona 14. Þá verður ferða-
lagið allt miklu mýkra og þægilegra.“
Það eina sem fólk þarf að varast við
þetta, að mati Óskars, er að aksturs-
eiginleikar bílsins breytast við þetta.
„Ef menn þurfa að beygja snögglega
þá svarar bíllinn seinna og beygir
kannski fullmikið þegar hann tekur
við sér. Fólk þarf bara að finna þetta
sjálft og venjast þessu,“ segir Óskar.
Hann segir ennfremur að dekk
springi síður á grýttum vegum ef í
þeim er lint. „Dekkin gefa þá frekar
eftir en að springa. Það eru reyndar
ekki allir sammála um þetta en þetta
mín reynsla.“
Ekki of hratt
„Aðalatriðið er að ef þú ert að
keyra í óbyggðum, þá skipta stóru
dekkin talsverðu máli. Þessir breyttu
bílar ráða mun betur við snjóinn og
ekki síður eiga þeir auðveldara með
að komast upp úr árfarvegum og
þvíumlíku,“ segir Leó.
Hann segir að með því að taka
loft úr dekkjum megi koma sér út úr
margskonar ófærum. Hann varar hins
vegar við því að aka á of linum dekkj-
um í langan tíma. „Fólk hefur flask-
að á því að keyra mikið á dekkjunum
svona og jafnvel þeysast yfir snjó á lin-
um dekkjum. Þá belgist dekkið mikið
og hitnar, kanturinn byrjar að bráðna
í sundur og dekkið eyðileggst á mjög
skömmum tíma. Eftir að búið er að
hleypa úr er best að aka alveg lötur-
hægt og pumpa aftur í dekkið eins
fljótt og kostur er. Það er dýrt spaug
að eyðileggja jeppadekk sem kostar
kannski sextíu þúsund krónur stykk-
ið“ segir Leó.
Dekkjaviðgerðir
Leó og Óskar víkja báðir að dekkja-
viðgerðum. „Auk loftdælunnar, þá
ættu allir þeir sem aka á breyttum
jeppa með stórum dekkjum að læra
að nota sérstaka tappa til þess að gera
við dekk sem springur,“ segir Leó.
Á mörgum breyttum jeppum hefur
varadekkið hreinlega verið fjarlægt og
þá verður fólk að reiða sig alfarið á að
geta gert við dekkin á staðnum. Óskar
segir þó að ekki skaði að hafa með sér
varadekk, jafnvel þó að það sé minna
en hin dekkin. „Það er reyndar alltaf
gott að hafa varadekk ef maður getur
þó að bílliinn sé breyttur. Það er hægt
að setja minna dekk á framöxulinn og
keyra frekar í afturdrifinu. Það forðar
manni frá því að ofhita mismunadrif-
ið að aftan,“ segr Óskar.
Góður undirbúningur
Vel undirbúnir ferðalangar eru
alltaf betur í sveit settir en hinir. „Allir
sem ferðast í óbyggðum ættu að hafa
með sér kort og helst að hafa með sér
GPS-tæki,“ segir Óskar. Hann segir að
núorðið sé auðvelt að hlaða flestum
hálendisleiðum inn á GPS-tækið, og
það sé hjálp fyrir marga sem ekki eru
öruggir með að rata á fjöllum.
„Ef maður er með gott kort og veit
hvað fjöllin heita þá getur maður allt-
af staðsett sig, svona þegar skyggni
leyfir. Þegar farið er út í óbyggðir
þá þarf að hugsa ferðalagið aðeins
öðruvísi en þegar ferðast er í vernd-
uðu umhverfi. Það getur orðið löng
biðin ef maður þarf að bíða í hálf-
an eða heilan dag eftir næsta ferða-
langi,“ segir hann. „Þetta er bara
náttúran og þarna er engin vegagerð
sem tekur ábyrgð á yfirborðinu. Fólk
þarf að vera meðvitað um það.“
Til vara eigi svo fólk ávallt að gefa
upp ferðaáætlun með tímasetning-
um. Þá geti fólk byrjað að grennslast
fyir ef að áætlunin fer úr skorðum.
Að lokum ætti fólk aldrei að ferðast
eitt.
sigtryggur@dv.is
Jökulárnar eru
hættulegastar
VArAformAður 4x4
Óskar Erlingsson segir að fólk eigi
alltaf að hafa varann á sér þegar
farið er yfir jökulár. Hann leggur
áherslu á að fólk fari ekki einbíla í
hálendisferðir, eins og sagt er.
Ég VIl kOMast
alla leIÐ
Jói fEL Jói notar jeppann mikið bæði
í stangveiði á sumrin og í skotveiðina á
haustin og veturna. Hann segir það
mikilvægast að vita að hann komist á
leiðarenda, burtséð frá veðri og færð.
DV mynD GúnDi