Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 38
„Það stendur upp á okkur að leita lausna á þeim vanda sem við blas- ir á íslenskum tónlistarmarkaði. Æ færri hljómsveitir sjá hag af tónleika- haldi á Íslandi, útgáfan og réttinda- samtökin eru í mikilli varnarbaráttu við ólöglegt niðurhal og umhverfið sem tónlistarfólk þarf að fóta sig í um þessar mundir er mun erfiðara en það var fyrir t.a.m. áratug“, segir Jak- ob Frímann Magnússon, nýkjörinn formaður Samtóns – samtaka rétthafa tónlistar á Íslandi. Hann er jafnframt varaformaður STEFs og formaður Fé- lags tónskálda og textahöfunda (FTT). „Það má hins vegar kannski segja að það séu líka ýmis jákvæð teikn á lofti, því eftir 20 ára þrautagöngu gengu nú loks í gegn hinar margumbeðnu leið- réttingar á virðisaukaskatti á tónlist á síðasta ári. Svo er útflutningsskrif- stofa tónlistarinnar loksins orðin að veruleika. Og við getum einnig sagt að í sjónmáli séu leiðir til að breyta sjó- ræningjaumhverfinu í löglegt, siðlegt umhverfi. Þar höfum við að sjálfsögðu miklar væntingar til símafyrirtækj- anna sem eru að hagnast á allri þessari notkun og svo þessara nýju spennandi símtækja sem eru þannig að þú hleður lögunum niður í símann þinn, nú er til dæmis i-phone að koma á markað. Þá geta menn hlustað á lag í útvarpi, ýtt á einn takka, sótt lagið í símann sinn og kostnaðurinn fer á kortið manns. Það er kannski ekki alveg jafnsjarme- randi og þegar maður var ungling- ur. Þá fór maður á stórkostlega bítlat- ónleika í Austurbæjarbíói og fylgdist með Jónasi R. og félögum velta mögn- urum um koll og kveikja jafnvel í. Svo fór maður í plötuverslun Fálkans dag- inn eftir þar sem hvorki datt af Jónasi R. né draup við afgreiðslustörfin og keypti af honum nýjustu Flowers-eða Stonesplötuna eftir að hafa skannað allar helstu plötur vikunnar. Forsend- ur og aðstæður til tónlistariðkunar á Íslandi eru svo gjörbreyttar frá því sem var. Það má segja að tónleikastöðum á landinu hafi fækkað á meðan stöðun- um hefur fjölgað erlendis sem Íslend- ingum býðst nú að máta sig við. Mark- aðurinn á Íslandi er einfaldlega orðinn þannig að nú þarf miklu markviss- ari og víðfeðmari markaðssetningu á hvert lag til að það nái máli. Þegar þú ert svo kominn með um tíu þekkt lög undir beltið þá er ef til grundvöllur til að fara í stutta tónleikaferð í kringum landið, ef mikils aðhalds er gætt við útgerðina. Það er áhyggjuefni að sjá frábæra sveit eins og Quarashi koma heim úr frægðarför til Bandaríkjanna og Japan eftir að hafa selt hundrað þúsund plötur og lenda svo í bullandi tapútgerð eftir eina Akureyrarferð og leggja hreinlega upp laupana. Það seg- ir allt sem segja þarf um ástandið og skýrir kannski afhverju svo fáar hljóm- sveitir eru starfandi á tónleikamarkaði hérlendis. Við eigum frábærar hljóm- sveitir eins og Trabant sem fellur mjög vel í kramið hjá til dæmis Bretum, en þau er teljandi á fingrum sér giggin sem þeir geta gert á ári hérlendis og sennilega teljandi á einum fingri eða tveimur þau sem þeir gætu efnt til af eigin rammleik utan borgarmark- anna, með öllum tilheyrandi kostnaði. Hér áður fyrr voru kannski 15 tónleik- ar í Reykjavík um hverja helgi og menn voru að hala inn sem nam íbúðarverði á sveitaböllum yfir eina helgi. Nú er svo margt í boði og þá þurfa menn að finna nýjar leiðir til að koma tónlist á framfæri,“ segir Jakob. Gjörbreyttar aðstæður „Það stefnir í að niðurhal á tón- list muni fari enn vaxandi og viðleitni hins langa arms laganna nær ekki að stemma stigu við þessu. Lausnin kann m.a. að felast í að bjóða tónlist á vef- síðum sem eru kostaðar af auglýsend- um. Netsíður framtíðarinnar verða e. t.v. hinar nýju útvarpsstöðvar. Það er mikilvægt að samtök eins og Samtónn, gæti þess að hlutur höfunda, flytjenda og útgefenda sé ekki fyrir borð borinn í þessari hröðu nútíma- og netvæð- ingu. Það verður að fjölga löglegum valkostum til að nálgast tónlistina net- og símleiðis.“ Félagsmálatröllabarn Jakob Frímann er fyrst og fremst tónlistarmaður, en hann hefur frá barnsaldri sinnt félagsmálum og í seinni tíð pólitík. Rennur það ef til vill saman í Samtóni, FTT og STEFi að hafa brennandi áhuga á þessu tvennu? „Ég er af félagsmálatröllum kom- inn, sannkallað tröllabarn í þeim skilningi. Afi minn, Guðmundur heit- inn á Hvítárbakka, var hreppstjóri í Andakílshreppi og oddviti sjálfstæð- ismanna þar. Hann var stjórnarmað- ur í Kaupfélaginu og Búnaðarsam- bandi Borgarfjarðar, þar sem hann lést á aðalfundi fyrir aldur fram. Hann var giftur ömmu Ragnheiði frá Gilsbakka , sem sjálf var af miklu sjálfstæðiskyni. Fyrstu æviárin ólst ég svo upp við fót- skör nafna míns Jakobs Frímanns- sonar á Akureyri – sem var eins konar holdtekja samvinnuhreyfingarinnar og einn farsælasti forystumaður henn- ar. Hann var kaupfélagsstjóri KEA í 40 ár og formaður SÍS á þeim tíma sem það var stærsta fyrirtæki landsins, með meiri veltu en sjálfur ríkissjóð- ur. Hann þurfti svo að lifa það í hárri elli að horfa á þessi afkvæmi sín leys- ast upp í frumeindir sínar og líða und- ir lok – eða því sem næst. Í reynd voru auðvitað heilmiklar eignir til staðar sem nokkrir valdir kaupfélagsstjóra- synir fengu að skipta á milli sín. Hefði ég verið einn af þeim, þyrfti ég senni- lega aldrei að vinna handtak framar. Ég held hinsvegar að það væri ekki sérlega eftirsóknarvert að þurfa ekki að vinna.“ Tónelskir foreldrar Jakob fékk tónlistarlegt uppeldi enda voru báðir foreldrar hans viðr- iðnir tónlist. „Móðir mín var klass- íkt menntaður píanóleikari. Hún var jafnvíg á myndlist, tónlist og ritlist og óvenjuhæfileikarík kona, en lést langt fyrir aldur fram – 54 ára. Faðir minn var alinn upp í Kátum félögum, kór séra Friðriks í KFUM. Hann fór barnung- ur á tónleika með þeim á Hvanneyri og hreifst svo að hann vissi að uppfrá því yrði söngur hans líf og yndi. Hann byrjaði að syngja með þessum kór, sem síðar varð Karlakórinn Fóstbræður og hann söng með alla tíð. Hann söng líka bakraddir hjá vinsælum söngvur- um eins og Ellý Vilhjálms. Hann var ágætlega menntaður í hljómfræðum, sem hann lagði sig fram um miðla til mín. Fullkomnun hljómsins var hon- um mjög hugleikin og það hefur snú- ist upp í það á seinni árum hjá mér að ég er stöðugt að slá á puttana á sjálfum mér til að fækka nótunum í hljómun- um þannig að þeir verði skýrir, hreinir og einfaldir. Við höfum reyndar báðir hljómborðsleikararnir í Stuðmönn- um, ég og Eyþór Gunnarsson verið að ströggla við þetta – ég þó nokkuð meira en Eyþór, enda er hann mun ag- aðri en ég að öllu leyti.“ Sami stjúpi Hljómborðsleikararnir í Stuð- mönnum eiga fleira sameiginlegt en að spila með Stuðmönnum því þeir ólust upp í sömu blokkinni, Eskihlíð 10 og örlögin leiddu þá saman á sér- stakan hátt. „Við erum báðir skilnaðar- börn, ég er tíu árum eldri en hann að vísu. Eftir skilnaðinn tók móðir mín saman við Jón Múla Árnason, sem reyndist mér hollur ráðgjafi og var ófeiminn við að spila tónlist mína á einu útvarpsstöð landsins sem þá var, gömlu Gufunni. Síðan höguðu örlög- in því þannig að móðir mín flutti norð- ur í land og giftist þar sínum gamla menntaskólakennara Gísla Jónssyni íslenskumeistara. Um það leyti sem foreldrar Eyþórs skildu, tók Jón Múli hinsvegar saman við móður Eyþórs í hinum enda blokkarinnar og veitti honum mun meira tónlistarlegt upp- eldi en mér, sem hann hafði tekið við hálffullorðnum. Það er gaman að segja frá því að hann hringdi einmitt í mig, gamla stjúpsoninn, til að leita ráða við kaup á rafmagnsorgeli fyrir nýja stjúps- oninn. Nú er svo komið að ég hringi orðið í Eyþór til að leita mér ráða þeg- ar ég kaupi mér nýtt hljómborð. Svona er lífið uppfullt af allskyns einkenni- legum tilviljunum,“ segir Jakob. Músíkalskt par Jakob lagði fyrir sig píanóleik eins og móðir sín og söng, eins og fað- ir sinn enda alinn upp af músíkölsku pari, eins og hann segir sjálfur. „Það var lögð mikil áhersla á að maður lærði á hljóðfæri. Ég var settur í píanó- nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og tók síðan allskyns aukatíma hjá fjölskylduvinum eins og Carli Bill- ich,Magnúsi Ingimarssyni og Magn- úsi Péturssyni sem lék undir í útvarps- leikfimi Valdimars Örnólfssonar árum saman. Magnús Ingimarsson var einn flinkasti tónlistarmaður síns tíma, ná- inn samstarfsmaður Jóns Múla og tón- listarstjóri hljómsveitar Svavars Gests. Gífurlega skipulagður og hæfur mað- ur. Ég lærði mikið af honum og mest af því að ræða við hann, en faðir minn og hann voru mjög nánir vinir.“ Addi Rokk í Vetrarklúbbnum „Í blokkinni í Eskihlíðinni var af- þreying af skornum skammti og við föstudagur 6. júlí 200738 Helgarblað DV Bít OG BROtNIR HLJÓMAR Jakob Frímann Magnússon var á dögunum kjörinn formaður Samtóns. Hann er jafnframt varaformaður STEFs og formaður FTT, sem eins og Samtónn eru hagsmunasamtök hljóm- listarmanna. Hann segist af félagsmálatröllum kominn og er sannfærður um sérstöðu Íslands og íslenskrar náttúru í heiminum:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.