Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Page 42
föstudagur 6. júlí 200742 Helgarblað DV Sumarlegt kús-kús 180 gr. kús-kús 300 ml. grænmetiskraftur eða kjúklingakraftur 350 gr. krukka grilluð paprika, olíunni hellt af 1 þroskað avókadó 1 búnt vorlaukur ½ gúrka 100gr. kirsuberjatómatar 1 poki klettasalat 2 msk. sítrónusafi 2 msk. balsamik Aðferð: setjið kús-kúsið í skál og hellið kraftinum yfir. látið standa í 5 mínútur og hrærið því næst í með gaffli. látið kólna alveg. skerið paprikur, avókadó, vorlauk og gúrku í bita og skerið tómatana í tvennt. Blandið öllu saman við kús-kúsið um leið og þið eruð tilbúin að bera fram. Hrærið sítrónusafa og balsamik saman með smávegis af salti og pipar og setjið yfir salatið. Blandið saman og berið fram. U m s j ó n : Þ ó r u n n S t e f á n s d ó t t i r . N e t f a n g t h o r u n n @ d v . i s &Matur vín Svalandi sumardrykkur fátt er jafn svalandi og ískalt sódavatn í sumarhitanum. lítið mál er að búa til hinn sparilegasta sumardrykk fyrir gesti og gangandi (eða jafnvel bara fyrir sjálfan sig) úr sódavatni og hinum ýmsu ávöxtum. Einstaklega ljúffengt og líka fallegt í glasi er að setja sódavatn og klaka í stóra könnu og skera niður fersk jarðarber og myntu og bæta út í. annað tilbrigði af sódavatni er með rifinni, ferskri engiferrót og lime. Þá má ef til vill bæta örlitlum sykri út í. svo er hægt að setja alls kyns ber, svo sem hindber og bláber í sódavatnið og jafnvel myntu líka. Kaffir lime lauf frostþurrkuð Kaffir lime lauf er hægt að finna í kryddhillum betri stórverslana. Kaffir lime tré vex í suð-austur asíu og lauf þess og aldin ásamt aldinberki eru notuð í eldamennsku. laufin ilma eins og lime og gefa milt sítrusbragð í rétti sem þau eru notuð í. Þau henta einstaklega vel í kjúklingarétti og fiskrétti. Þá má setja nokkur lauf í svaladrykki til að fá gott limebragð. laufin eru notuð á sama hátt og lárviðarlauf - setjið þau út í rétti við upphaf eldamennskunnar og fjarlægið þau rétt áður en maturinn er borinn fram. Öðruvísi berjasulta 250 gr. hindber 250 gr. brómber 250 gr. bláber 750 gr. sykur aðferð: setjið berin í stóran pott og hitið rólega. Kremjið berin varlega með sleifarbaki. sjóðið í tíu mínútur. Bætið sykrinum við og hrærið í við vægan hita þar til hann leysist upp. látið suðuna koma upp og sjóðið í 10-15 mínútur. Hrærið við og við. Hellið í þrjár til fjórar sótthreinsaðar krukkur. geymist í mánuð. „Þetta er einn af þeim réttum sem alltaf gera lukku,“ segir Sigríð- ur Harðardóttir, ritstjóri og matgæð- ingurinn að þessu sinni, sem býður upp á grillaða lúðu. „Ég man ekki betur en ég hafi kokkað upp þessa uppskrift með sjálfri mér. Hins vegar held ég að ég hafi fengið uppskriftina að sósunni hjá Ragnheiði Hlynsdótt- ur, vinkonu minni.“ Sigríður segist ekki elda lúðuna oft. „Lúðan er svo dýr þannig að þetta er svona sparimatur, en hún er mjög drjúg. Og það er svolítil kúnst að grilla hana rétt. Það má ekki of- steikja hana því það er mikið atriði að hún sé safarík.“ Aðspurð hvort hún sé meistara- kokkur spyr Sigríður hlæjandi á móti hvort blaðamaður haldi að hún segi slíkt um sjálfa sig. „En það er alla vega ekki kvartað svo ég held að ég búi til hinn sæmilegasta mat,“ segir Sigríður en tekur fram að eiginmað- urinn sé einnig liðtækur í eldhús- inu. „Hann tekur fullan þátt í þessu með mér og sér til dæmis alltaf um að grilla. En ekki bara það heldur er hann líka prýðiskokkur.“ Grilluð lúða með paprikusósu l 1 kg. þverskorin lúða (lúðusteikur) – helst 3 cm. þykkar sneiðar, jafnvel þykkari l 3 hvítlauksrif l 1-2 límónur l grófmalaður pipar l maldonsalt Sósa l 3 rauðar paprikur l 1 msk. balsamedik l ½ dós sýrður rjómi l ½ dl. majónes l salt l pipar l 1. Paprikurnar eru kjarnhreinsaðar og skornar í fernt. Bátunum er raðað á ofngrind með álpappír og þeir grillaðir við 220°C þar til húðin er orðin svört. teknir út úr ofninum og látnir kólna nóg til að hægt sé að fletta húðinni af. skornir í grófa bita. l 2. lúðusneiðarnar eru lagðar á fat og safinn úr límónunum kreistur yfir. Hvítlauksrifin marin og smurð á sneiðarnar. saltað vel og piprað. sneiðarnar látnar marinerast um stund. l 3. Paprikubitarnir settir í matvinnsluvél ásamt balsamediki og maukaðir. Maukið er sett í ílát og blandað saman við sýrðan rjóma og majónes. Kryddað með salti og pipar. l 4. lúðan grilluð á útigrilli – um fimm mínútur á hvorri hlið. gæta þarf þess mjög vel að ofsteikja hana ekki. Rétturinn er borinn fram með nýj- um, soðnum kartöflum og fersku sal- ati. Kartöflurnar eru settar í skál og velt upp úr jómfrúarolíu ásamt maldon- salti og ferskri steinselju. Salatið má vera af þeirri gerð sem hverjum og einum þykir best. Með þessum rétti nota ég oftast blandaðar tegundir af salati, tómata sem fengið hafa að þroskast vel í glugga (ég geymi tómata aldrei í ísskáp) og mozzarella- ost. Ég dreifi salatinu á fat og dreifi tómötunum og ostbitunum yfir. Yfir salatið set ég vinaigrette sem búið er til úr 3 msk. jómfrúarolíu, 1 msk. rauð- vínsediki/balsamediki og 1 tsk. dijons- innepi ásamt nýmöluðum pipar. Ég ætla að skora á systur mína, Auði Harðardóttur fjár- málastjóra, að vera næsti mat- gæðingur. Lúðan geriralltaf lukku Sigríður Harðardóttir Matgæðingurinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.