Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Page 52
föstudagur 6. júlí 200752 Helgarblað DV MEÐ STÆRSTU TÓNLEIKUM SÖGUNNAR Um helgina fara fram sólarhringslangir tónleikar í átta borg- um víðsvegar um heiminn. Tilgangur tónleikanna er að vekja athygli á gróðurhúsaáhrifunum og slæmum afleiðingum þeirra. Tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Skjá einum frá morgni laugardags fram á sunnudagsmorgun. Um helgina fara fram einir stærstu tónleikar sem fram hafa farið á jörðinni. Tónleikarnir sem um ræðir heita Live Earth og fara þeir fram í átta stórum borgum víðsvegar um heiminn. Tilgangur tónleik- anna er að vekja athygli á og sameina íbúa heimsins vegna gróðurhúsaáhrifanna sem nú þegar eru farin að valda miklum vandamálum víða um heim. Tón- leikarnir eru haldnir í New York, London, Jóhann- esarborg, Rio De Janeiro, Sjanghæ, Tokíó, Syndney og Hamburg. Ísland kom til greina Talið er að allt að tveir milljarðar manna muni koma saman til að sjá tónleikana sem verða sýndir í beinni útsendingu á Skjá Einum. Fjörið hefst klukk- an sjö á laugardagsmorgun og verður sýnt stanslaust frá tónleikunum í 24 klukkustundir eða til klukkan sjö á sunnudagsmorgun. Margar stórar hljómsveit- ir munu koma fram á tónleikunum og meðal þeirra eru Smashing Pumpkins, Red Hot Chili Peppers, Madonna, Foo Fighters, Snoop Dogg og Rihanna, auk fjölda annarra gesta. Það var fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna Al Gore sem tilkynnti það á blaðamannafundi þann 15. febrúar síðastliðinn að af tónleikunum yrði. Um tíma stóð til að Ísland fengi að vera meðal þeirra þjóða sem héldu tónleikana en ekkert varð þó úr þeim fyrirætlunum. Innblásturinn af tónleikunum var meðal annars fenginn af hinum vinsælu Live 8 tónleikum sem haldnir hafa verið í gegnum tíðina, nú síðast árið 2005. Allir geta tekið þátt Meðan á tónleikunum stendur verður fólk beð- ið um að leggja hönd á plóginn og aðstoða á marg- víslegan hátt. Meðal þess sem fólk getur gert til að leggja málstaðnum lið er að krefjast þess að landið sem það býr í minnki útblástur gróðurhúsaloftteg- unda um allt að helming fyrir komandi kynslóðir. Einnig er hægt að krefjast aukinnar notkunar end- urnýtanlegra orkugjafa og gróðursetja tré. Aðstand- endur tónleikanna hvetja fólk til að leggja hönd á plóginn og sameinast í baráttunni gegn gróðurhúsa- lofttegundunum, því margt smátt gerir eitt stórt. Eins og áður segir verða tónleikarnir haldnir í átta borgum um allan heim. Skipuleggjendur tón- leikanna hafa gefið það út að til að útstreymi gróður- húsalofttegunda verði í lágmarki verði sparneytnir orkugjafar notaðir á tónleikunum. Segja má að Bob Geldof sé faðir þessarar stefnu en hann skipu- lagði Live Aid tónleikana árið 1985 sem síðan voru endurteknir árið 2005 undir nafninu Live 8. Kevin Wall sem aðstoðaði Geldof við seinni viðburðinn er skipuleggjandi Live Earth tónleikanna. Helstu hljómsveitir og tónlistarmenn sem taka þátt: Copaca- bana Það má búast við því að bekkurinn verði þétt setinn á Copaca- bana ströndinni í Brasilíu um helgina. Rihanna Hin unga rihanna mun stíga á stokk um helgina í japan. Foo Fighters Verða meðal gesta á Wembley vellinum í london. Sting gamli refurinn úr the Police verður í fantaformi um helgina ásamt hljómsveit sinni. Pussycat Dolls Munu leggja baráttunni lið og verða á Wembley um helgina. James Hedfield og félagar í Metallica Munu líklega taka vel á því um helgina. England, Wembley: Black Eyed Peas Bloc Party damien rice david gray duran duran foo fighters Keane Madonna Metallica Pussycat dolls razorlight red Hot Chili Peppers snow Patrol Brasilía, Copacabana ströndinni: lenny Kravitz Pharrell Williams Macy gray Xuxa O rappa Marcelo d2 jorge Ben jor jota Quest Vanessa da Mata MV Bill Bandaríkin, New York Giants vellinum: akon alicia Keys Bon jovi dave Matthews Band fall Out Boy john Mayer Kanye West Keith urban Kelly Clarkson ludacris roger Waters smashing Pumpkins the Police

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.