Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 12
föstudagur 27. júlí 200712 Helgarblað DV xxxxxx „Einar Oddur Kristjánsson átti stóran hluta af Þjóðarsáttinni, jafn- vel svo stóran að ég þori ekki að slá því föstu að þetta hefði tekist án hans þótt hann hafi engan veginn verið einn,“ segir Jón Baldvin Hanni- balsson sem gegndi embætti utan- ríkisráðherra á þeim tíma sem þjóð- arsáttarsamningarnir voru gerðir. Jón Baldvin segir nýja aðferðar- fræði verkalýðs og atvinnurekenda til þess að vinna á verðbólgunni hafa orðið til þess að böndum var komið á ástandið þar sem verðbólguvænt- ingar stýrðu hugsunarhætti og at- höfnum fólks. Hann segir þríhliða samkomulag Alþýðusambandsins, Vinnuveitendasambandsins og rík- isvaldsins hafa þurft til þess að loka- atlagan að verðbólgusamfélaginu gamla tækist. Verðbólgan hafði fest sig í sessi í á milli þrjátíu og fjörutíu prósentum og var innbyggð í lífsstíl Íslendinga. Best var að binda pen- inga í steinsteypu eins fljótt og hægt var, lán voru gjöf og hvatti það ekki til sparnaðar. Jón Baldvin segir all- ar tilraunir fram að því til að vinna á ástandinu hafa mistekist nema verð- tryggingin. Verðtryggingin beit og var harkaleg aðgerð til þess að bjarga líf- eyrissjóðunum og draga úr lánaeftir- spurn. „Verðtryggingin dugði ekki ein og sér og markmiðið með Þjóðarsátt- inni var að semja um hófsamar kaup- hækkanir til lengri tíma en venjulega en með innbyggðum viðvörunarljós- um sem blikkuðu ef verðbólgan færi yfir viss mörk. Ef svo færi yrðu samn- ingar lausir sem var svipa á ríkisvald- ið,“ segir Jón Baldvin. Fengu sig fullsadda af ástandinu „Allir voru orðnir uppgefnir á ástandinu sem var að leggja efna- hagslífið í rúst. Fyrsti maðurinn sem ég man eftir að boðaði nýja hugsun í baráttunni var Þröstur Ólafsson, nánasti samstarfsmaður Guðmundar jaka, sem tók hugsanirnar upp á sína arma og talaði fyrir þeim. Mikilvægt er að það tókst náin og mikil vinátta með Guðmundi og Einari Oddi en þeir voru báðir kjarkmenn sem er óvenjulegt,“ segir Jón Baldvin. Hann segir Einar Odd einnig hafa tekið upp hugmyndirnar fullur af eldmóði, hann talaði fyrir þeim sem var mjög mikilvægt að mati Jóns. Einar var bú- inn að fá sig fullsaddan af ástand- inu sem hann þekkti vel í gegnum sjávarútvegsrekstur. Jón segir Einar Odd, Guðmund og Ásmund hafa tek- Jón Baldvin Hannibalsson, sem var utan- ríkisráðherra þegar þjóðarsáttarsamning- arnir voru gerðir, segir Einar Odd Krist- jánsson hafa staðið undir nafnbótinni Bjargvætturinn frá Flateyri. Hann segir Einar ekki hafa tekið þátt í stefnu sjálf- stæðismanna um að gera ekkert sem gæti gagnast vinstristjórn þar sem baráttan varðaði þjóðarhag. REIS UNDIR NAFNBÓTINNI Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur og lektor við Háskóla Íslands, segir verð- bólguna hafa verið svo rosalega að hún hafi verið við það að eyðileggja hagkerf- ið. Hætt var að innheimta mörg lán því það borgaði sig ekki að senda rukkun í pósti þar sem kostnaðurinn var jafnvel hærri en afborgunin. Hann segir Einar Odd Kristjánsson og Guðmund jaka hafa verið pólitíska arkitekta að Þjóðar- sáttinni sem breytti ástandinu. LÍFSSPARNAÐUR FÓLKS DUGÐI FYRIR KÓKFLÖSKU „Það var ekki hægt að skipu- leggja fjármál fram í tímann. Allt sparifé brann upp og þeir sem fengu lán borguðu til baka aðeins brot af því sem þeir fengu,“ segir Guðmundur Ólafsson þegar hann lýsir ástandinu fyrir Þjóðarsáttina. Verðbólga var mikil og í kringum árið 1982 var óðaverðbólga. Sveifl- urnar tengdust víxlverkun launa og verðlags sem þýddi að verðbólgan hljóp á tugum prósenta og fór á köflum yfir eitt hundrað prósent og engar áætlanir stóðust. „Afborgan- ir af námslánunum mínum sem ég tók í kringum árið 1972 urðu ótrú- legar eða um 27 krónur fyrir eins árs framfærslu. Afborganirnar voru orðnar svo litlar að það borgaði sig ekki að senda rukkun í pósti svo það var bara hætt að innheimta,“ segir Guðmundur. Það sama átti við óverðtryggð lán sem gufuðu hreinlega upp. Sparifé eldra fólks, sem sparað hafði nokkrar milljónir króna yfir ævina, urðu að engu eða um andvirði einnar kókflösku. Guðmundur segir Ólafslögin sem samþykkt voru árið 1979 hafa verið það fyrsta sem eitthvað beit á ástandið. Þau voru um verð- tryggingu og verðbólgureiknings- hald sem þýddi að verðbólgutap eða gróði var fært í bókhald og ef um gróða var að ræða var hann skattlagður. Halldór Ásgrímsson átti veg og vanda af þessum lög- um. „Ég álít þetta mjög mikilvægan þátt í því að verðbólgan var kveðin niður en þegar lögin voru sett var verðbólgan hvað mest. Síðan var líka farið að verðtryggja lán og mig minnir að námslánin hafi verið þau lán sem fyrst voru verðtryggð og voru bara með eins prósents vexti,“ segir Guðmundur og bætir við að verðbólgan hafi verið svo rosaleg að hún hafi verið við það að eyði- leggja efnhagskerfið. Pólitískir arkitektar að Þjóðarsáttinni Þrátt fyrir verðbólguaðhald var verðbólgan áfram mikil en skömmu fyrir árið 1990 komu þeir Einar Oddur Kristjánsson og Guðmund- ur Jóhann Guðmundsson til sög- unnar. „Það var fyrir forgöngu Ein- ars Odds sem fékk Guðmund jaka í slaginn með sér að menn fóru að finna leiðir til þess að draga endan- lega úr verðbólgunni svo hún yrði svipuð og í nágrannalöndum okk- ar. Það var samvinna þeirra sem leiddi Þjóðarsáttina en þeir unnu hugmyndunum fylgi í sínum hóp- um. Þeir voru pólitískir arkitektar hennar,“ segir Guðmundur. Eins segir hann nauðsynlegt að nefna forystumann bænda, Hauk Hall- dórsson, í þessu samhengi þar sem hann fór með mikilvægt hlutverk. Undir pólitískri forystu þeirra Einars Odds og Guðmundar jaka sættist verkalýðshreyfingin á að gera hóflegar launakröfur og á móti lofuðu stjórnvöld kjarabótum ef verðbólga færi yfir ákveðin mörk. Þá segir Guðmundur að bændur hafi tekið á sig vöruverðslækkun sem hafði mikil áhrif á markað- inn. Allir lögðust á eitt við að halda verðlagi í skefjum. Guðmundur segir tvennt hafa hjálpað til við að þjóðarsáttarsamn- ingarnir heppnuðust en það voru efnahagsleg lægð og samdráttur sem fylgdu í kjölfarið, eða alveg til ársins 1996, og skynsamleg hagstjórn. Álveri á Keilisnesi var slegið á frest vegna álútsölu Rauða hersins eftir hrun Sov- étríkjanna. Kostnaðarhækkunum var ekki ýtt út í verðlagið og það segir Guð- mundur hafa haft mikið að segja, verð- bólgan fór hratt niður og fólk trúði á Þjóðarsáttina. Til viðbótar þessu seg- ir Guðmundur að stjórnvöld hafi haft mjög skynsamlega fjármálastefnu. „Það sem gerðist var að íslenskum stjórnvöldum tókst í fyrsta skipti að spila vörn mjög vel. Áður fyrr höfðu menn alltaf lent í gengisfellingum, verðbólgu og verkfallsátökum á víxl,“ segir Guðmundur. Aðeins ein gengis- felling varð á þessum tíma, árið 1993, en hún fór ekki út í verðlagið heldur tók verslunin það á sig að mestu. „Þetta var ný pólitík sem Davíð Oddsson forsætisráðherra ástund- aði og var mjög ábyrg. Svo voru Geir H. Haarde og Friðrik Sophusson góð- ir fjármálaráðherrar.“ Þá skipti þátt- ur Jóhannesar Norðdal seðlabanka- stjóra líka máli að mati Guðmundar. Á honum var tekið mark og bankarnir í landinu gáfu yfirlýsingu um að vaxta- ákvarðanir yrðu miðaðar við fram- tíð en ekki fortíð. „Hann er sá seðla- bankastjóri sem notið hefur mestrar virðingar og það skipti miklu að hann talaði fyrir Þjóðarsáttinni. Í Þjóðar- sáttinni lögðu saman vitrir og öflugir stjórnmálamenn og afburða embætt- ismenn. Þetta var vinningslið.“ hrs@dv.is „Það var fyrir forgöngu Einars Odds sem fékk Guðmund jaka í slaginn með sér að menn fóru að finna leiðir til þess að draga endanlega úr verðbólgunni svo hún yrði svipuð og í ná- grannalöndum okkar.“ Guðmundur Ólafsson lektor við hagfræðideild Háskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.