Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 18
föstudagur 27. júlí 200718 Fréttir DV Særðum líknað Harðir bardagar geisuðu í borgum og bæjum 1948. 1948 SjálfStæðiSStríð íSraela deilur gyðinga og araba í Palestínu mögnuðust allt frá upphafi 20. aldar, þegar gyðingum tók að fjölga á svæðinu, fram til ársins 1948 þegar ísraelsríki var stofnað. Palestína var lengst af undir breskri stjórn en þegar þeir hurfu á braut leið ekki langur tími áður en ríkisstjórnir Egyptalands, líbanons, sýrlands, transjórdaníu (eins og jórdanía hét þá) og íraks lýstu yfir stríði gegn hinu nýstofnaða ríki. ísraelar virtust í fyrstu eiga við ofurefli að stríða. raunin varð þó önnur. Þeir fögnuðu sigri í þessu fyrsta stríði sem háð var milli ísraels og nágrannaríkja þess. sameinuðu þjóðirnar höfðu dregið upp landamæri ísraels og arabísks ríkis milli jórdanárinnar og Miðjarðar- hafsins. löndin tvö voru sundurslitin og erfið til varnar. Eftir að bardögum lauk leit landakortið allt öðruvísi út. ísraelar höfðu náð á vald sitt helmingi þess lands sem sameinuðu þjóðirnar höfðu úthlutað aröbum og réðu samfelldu landsvæði sem teygði sig frá strönd Miðjarðarhafs að Vesturbakkanum. 1956 Baráttan um SúeS ísraelar báru sigur úr býtum í stríðinu 1948 en það tryggði þeim ekki friðsæla framtíð. deilur einkenndu samskipti þess og arabaríkjanna þar til sauð upp úr árið 1956. Egyptar lokuðu þá tíransundi fyrir ísraelskri skipaumferð og lokuðu jafnframt fyrir siglingar þeirra um aqabaflóa þannig að skipasiglingar ísraela til umheimsins voru í mikil eyðilegging Bretar og Frakkar réðust á Port Said og ollu miklum skemmdum. uppnámi. Þegar Egyptar einkavæddu svo súesskurðinn og lokuðu honum fyrir ísraelskum siglingum brugðust ísraelar við með því að ráðast inn í Egyptaland. til þess nutu þeir stuðnings frakka og Breta. stríðið um súesskurðinn var framhald af deilum Egypta og Breta um yfirráð yfir skurðinum. Bretar höfðu lengi haft mikil áhrif á stjórn Egyptalands en þau áhrif voru að engu orðin þegar þarna var komið. Innrásin gekk vel og ísraelar náðu gaza og sínaískaga á sitt vald. Bretar og frakkar beittu flugher sínum og sendu þúsund hermenn til innrásar í Port said. sameinuðu þjóðirnar og Bandaríkin kröfðust þess hins vegar að vopnahléi yrði lýst yfir og að ísraelar hyrfu á braut af egypsku landsvæði. Á það var fallist. 1967 Sex daga Stríðið sínaískagi hafði verið lýstur herlaust svæði eftir lok súesstríðsins. spennan hélst samt áfram mikil og þegar Egyptar sendu 100 þúsund hermenn þangað um miðjan maí 1967 var ljóst að meira ætti eftir að gerast. undir lok mánaðarins gengu þeir svo í hernaðarbandalag með sýrlendingum og lýsti gamal adbel Nasser því yfir að markmiðið væri að eyða ísrael, arabar væru reiðubúnir að berjast. ísraelar urðu hins vegar fyrri til. 5. júní 1967 hófu þeir óvænt stríð þar sem þeir réðust gegn öllum helstu nágrönnum sínum. Þeir eyddu megninu af flugher Egypta á jörðu niðri og sendu hersveitir yfir landamæri Egyptalands, sýrlands og jórdaníu. Þessi óvænta árás kom óvinum þeirra í opna skjöldu. ísraelar stöðvuðu ekki sókn sína fyrr en Óvæntur stórsigur Ísraelar komu öllum á óvart og lögðu alla granna sína að velli. þeir voru búnir að ná gaza og sínaískaga á sitt vald frá Egyptalandi, Vesturbakkanum frá jórdaníu og gólanhæðum frá sýrlendingum. ísraelar náðu jafnframt allri jerúsalem á sitt vald. stríðinu lauk með algjörum sigri ísraela. 1973 Yom Kippur Þegar ísraelskir gyðingar héldu friðþægingarhátíð sína hátíðlega í október 1973 höfðu ísraelskir og egypskir hermenn átt í skærum við súesskurðinn árum saman. Þegar friðþægingarhátíðin hófst réðust hersveitir Egypta og sýrlendinga hins vegar af fullum mætti gegn ísraelum, bæði á sínaískaga og í gólanhæðum. Innrásin kom ísraelum í opna skjöldu. fyrsta sólarhringinn gekk innrásarherjunum allt í haginn og þeir náðu undir sig miklu landsvæði. Eftir það náðu ísraelar að skipuleggja varnir sínar. Þeir lögðu í fyrstu áherslu á að hrinda sókn ísraela á gólan. Það tókst og þegar fram liðu stundir náðu ísraelar að hrekja sýrlendinga burt í sókn sem bar þá inn í sýrland þaðan sem þeir gátu skotið úr fallbyssum sínum á sýrlensku höfuðborgina damaskus. sínaískagi var orðinn kunnuglegt umhverfi bardaga fyrir ísraelsher. Þar náðu þeir að stöðva framrás Egypta og hrekja þá á flótta. Á endanum sendu ísraelar hersveitir yfir súesskurð til að loka fyrir flótta egypskra hersveita á leið frá sínaískaga. Viðræður ísraelskra og arabískra ráðamanna og yfirlýsing ehuds olmert, forsætis- ráðherra Ísraels, um vilja til viðræðna um frið og stofnun palestínsks ríkis vekja vissar vonir um frið fyrir botni Miðjarðarhafs. magnús Þorkell Bernharðsson sagn- fræðingur segir gott að menn lýsi vilja til samninga en bendir á að margar umleitan- ir um frið hafi reynst þjófstart. NÝJAR VONIR OG ÞJÓFSTART Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagð- ist á dögunum reiðubúinn til viðræðna við ar- abaríki á grundvelli tillagna Arababandalags- ins. Þær tillögur gera meðal annars ráð fyrir að stofnað verði sjálfstætt ríki Palestínumanna. Þetta vekur vissar vonir um frið, ekki síst vegna þess að sama dag sagði Ismail Haniyeh, fyrr- verandi forsætisráðherra Palestínu, að Ham- assamtökin væru reiðubúin að lýsa yfir margra ára vopnahléi við Ísrael meðan unnið væri að stofnun palestínsks ríkis. Magnús Þorkell Bernharðsson, sagnfræð- ingur og sérfræðingur í málefnum Mið-Aust- urlanda, segir jákvætt að menn hittist og seg- ist reiðubúnir til viðræðna. Hins vegar sé ekki margt að gerast á jörðu niðri í samskiptum Ís- raela og Palestínumanna sem sé í samræmi við háfleygar yfirlýsingar um frið. „Það er ágætt að menn séu með yfirlýsingar og ég held að það sé ágætt skref að menn vilji hittast,“ segir Magnús Þorkell. Hann segir jafn- framt jákvætt að Tony Blair, fyrrverandi for- sætisráðherra Bretlands, sé byrjaður að vinna að friði í Mið-Austurlöndum og bendir á að George W. Bush sé kominn á seinna kjörtímabil sitt sem sé tíminn þegar Bandaríkjaforsetar fari að skipta sér af þessum málum. Magnús Þorkell er samt ekki sannfærður um að eitthvað gerist núna til að friður færist nær. „Þrátt fyrir að þetta sé jákvætt eru viðræður bún- ar að þjófstarfa mörgum sinnum. Ég er næstum hættur að taka svona mjög alvarlega fyrr en ég fer að sjá einhverjar aðgerðir áþreifanlegar á jörð- inni. Það hefur ekki svo margt gerst í samskiptum Palestínumanna og Ísraela sem gefur til kynna að nú sé nýtt tækifæri til að semja um frið.“ Magn- ús bendir á að stjórn Olmerts sé veik heima fyr- ir. „Hafa ber í huga að ríkisstjórn Olmerts stendur mjög höllum fæti. Ef til vill er þetta bara útspil til að styrkja stöðu hans og afla góðvilja.“ Helstu viðræður Segja má að helstu viðræður Ísraela og araba séu tvennar. Annars vegar eru viðræð- urnar við Egypta undir lok áttunda áratugar síðustu aldar þar sem Egyptaland varð fyrst ar- abaríkja til að viðurkenna Ísrael sem sjálfstætt ríki. Hins vegar er Óslóarsamkomulagið sem Ísraelar og Palestínumenn, undir forsæti PLO, náðu árið 1993. fyrstu samningar Viðræður Egypta og Ísraela hefðu þótt óhugsandi nokkrum árum áður. Anwar Sadat, forseti Egyptalands, sagði 1972 að markmiðið væri að eyða Ísraelsríki og ári síðar réðust Eg- yptar og Sýrlendingar á Ísrael. Sú innrás bar engan árangur og virðist sem upp úr því hafi Egyptum orðið ljóst að Ísrael yrði ekki afmáð af yfirborði jarðar. Anwar Sadat heimsótti Ísrael í nóvember 1977, fyrstur arabískra ráðamanna. Þessum forna fjanda Ísraela gafst tækifæri til að ávarpa Knessetið, ísraelska þingið, og lýsti þar von- um sínum um frið og hugmyndum sínum um hvernig skyldi fara með hernumdu svæðin og vanda palestínskra flóttamanna. Sendimenn ríkjanna settust að samninga- borðinu en samkomulag náðist ekki fyrr en all- nokkru síðar. Sadat og Menachem Begin, for- sætisráðherra Ísraels, komu til Camp David í Bandaríkjunum í september 1978. Þar leituðust þeir við að ná samkomulagi en voru oft við það að hætta. Jimmy Carter, þáverandi Bandaríkja- forseti, var milligöngumaður og fékk Sadat og Begin aftur að samningaborðinu þegar svo virt- ist sem viðræðurnar væru að renna út í sand- inn. Carter mátti hafa sig allan við og varð að bera boð á milli Begins og Sadats sem héldu sig hvor í sínu herberginu en ræddust helst ekki við sjálfir. Niðurstaðan varð samt sú að Egyptar við- urkenndu Ísraelsríki, Ísraelar skiluðu Egyptum Sínaískaga og samþykktu að Gazaströndin yrðu hluti af palestínsku ríki sem kynni að verða til í framtíðinni. palestínumenn fá stjórn Óslóarsamkomulagið kom flestum á óvart þegar það spurðist út. Ísraelar og Palestínu- menn höfðu staðið í samningum með milli- göngu Norðmanna. Niðurstaðan varð sú að Ísraelar myndu flytja her sinn frá vissum stöð- um á hernumdu svæðunum og að palestínskri heimastjórn yrði komið á. Ísrael samþykkti jafn- framt PLO sem viðsemjanda fyrir hönd Palest- ínumanna og PLO viðurkenndi tilvist Ísraels- ríkis. Palestínska heimastjórnin leit dagsins ljós í kjölfar samninganna. Hins vegar leið ekki langur tími áður en seinni uppreisn Palestínu- manna braust út. Þrír í Camp david Menachem Begin, jimmy Carter og anwar sadat ræddust við dögum saman áður en samkomulag náðist milli ísraels og Egyptalands. Skemmdir eftir árás á rafah Palestínumenn skoða ummerki eftir árás ísraela á flóttamannabúðirnar í rafah á gazaströndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.