Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 62
föstudagur 27. júlí 200762 Síðast en ekki síst DV Sandkorn n Það eru ekki margir sem ganga undir nafninu Megas líkt og tónlistarmaðurinn Magn- ús Þór Jónsson. En Megas á sér þó nafna og er sá japanskt vélmenni. Hinn jap- anski Megas er teikni- myndafígura sem ferðast aftur í tím- ann ásamt rauðhærðu hörkukvendi og reynir að breyta örlögum jarðarinnar eftir að illar geim- verur hafa tekið þar öll völd. Eins og sjá má á myndinni er Megas með lítinn bíl í stað höf- uðs og hlýtur það að koma sér sérlega vel í baráttunni við ill- menni. n Á blaðamannafundi sem fram fór á Kjarvalsstöðum í gær minntist útvarpsmaður- inn Ólafur Páll Gunnarsson á einn ástsælasta tónlistarmann þjóðarinar síðastliðin þrjátíu ár, Magnús Eiríksson, en hann kemur fram á stórtónleikum á Menningarnótt ásamt hljóm- sveit sinni Mannakornum. Ólaf- ur Páll talaði þá um það að í öllu sínu starfi í sambandi við tónlist á Íslandi væri Maggi Eiríks eini mað- urinn sem hann hefði ekki heyrt neinn segja eitthvað ljótt um og að hann væri væntanlega sá eini sem íslenska þjóðin sé bara sam- mála um að sé dásamlegur og það væri eins og íslenska þjóðin hreinlega elskaði Magga Eiríks. n Á laugardaginn fer fram strandhandboltamótið 2007. Að venju verður leikið í Naut- hólsvík og spilað frá morgni til kvölds á sér gerðum strand- handboltavelli. Þetta er fjórða árið í röð sem mótið er haldið og hafa vinsældir meðal kepp- enda sem og áhorfenda ekki staðið á sér. 10 karlalið og 6 kvennalið hafa skráð þátttöku í ár og sagan segir að von sé á að einn og einn atvinnumaður muni láta sjá sig. Hver er maðurinn? „Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og alþingismaður.“ Hvað drífur þig áfram? „Mér er áhugi á umhverfi mínu í blóð borinn og hef ég reynt að beina honum í skipulegan farveg á vett- vangi verkalýðshreyfingar og stjórn- mála.“ Er mikilvægt að hafa skoðanir og þora að segja þær? „Það er grundvallaratriði enda koðnar samfélagið ella niður í geð- leysi þar sem formleg völd og pen- ingar ráða öllu.“ Hvernig er íslensk pólitík í dag? „Ráðandi öfl í þjóðfélaginu eru í einni sæng með peningavaldinu. Það hefði þurft að fá inn í Stjórnar- ráðið aðila sem hefðu sett því valdi skorður.“ Ertu alltaf á móti? „Nei, ég er alltaf með góðum mál- stað.“ Hvað gerirðu þegar þú ert ekki að vinna? „Markalína á milli vinnu og tóm- stunda er ekki mjög skýr. Ég nefni lestur, ferðlaög, útreiðar endrum og eins en best líður mér heima í garði með fjölskyldu og vinum.“ Hvað skiptir þig máli? „Fjölskyldan og samfélagið. Að þar sé heilsufar gott og allir ham- ingjusamir.“ Ef þú mættir velja, hvaða ráðuneyti myndirðu vilja stýra? „Fjármálaráðuneyti.“ Eitthvað að lokum? „Ég óska öllum gleðilegs sum- ars og minni á að við eigum að njóta hverrrar einustu mínutu.“ Í DAG Á MORGUN HINN DAGINN Veðrið +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx xxxx +11 1 xx xx +11 7 xx xxxx xx xx xx xx xx +9 1 xx +9 7 +10 4 xx xx xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx xxxx xx +104 xx xx +12 4 +8 4 xxxx +12 4 xx +9 4 +9 1 xx +12 1 xx xx +12 1 xx xx xx +12 1 xx xx +114 -xx -xx MAÐUR DAGSINS AlltAf með góðum málstAð Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna, hefur um árabil látið til sín taka í íslenskum stjórnmálum. Hann hleður nú batteríin fyrir komandi kjörtímabil. Breytingar í vændum „Á sunnudag er því spáð að úrkomuskil komi að landinu úr vestri og þá fari að rigna nærri miðjum degi vestan til á landinu. um leið og vindáttin verður suðlæg er von á því að hlýr þeyrinn leiki um íbúa og ferðalanga á Norður- og austurlandi,“ segir Einar sveinbjörnsson veðurfræðingur. „í kjölfarið eða upp úr helginni er síðan að vænta fyrstu lægðarinnur úr suðvestri hér við við land allt frá 10. júní ! fram að þessum breytingum á sunnudag er reiknað með norðlægri vindátt og að fremur svalt verði á landinu. úrkoma norðan- og norðaustantil á föstudag og eitthvað fram á laugardaginn. syðra verður öllu bjartara veður, en þar munu staðbundn- ar síðdegisdemburnar hrella suma en kæta aðra. Á föstudag verða skúrirnar líklegastar á suður- og suðvesturlandi, en frekar suðaustanlands á laugardag. Þá má reikna með björtu veðri víða vestanlands og jafnvel einnig sums staðar inn til landsins norðan til og á hálendinu, þó svo að dumbungur og úrkoma verði út við sjóinn. fremur svalt loft er yfir landinu þessa dagana og hitinn því ekki eins vænlegur og verið hefur og að sama skapi má gera ráð fyrir frekar köldu að næturlagi, sérstaklega þar sem stillt verður og lítið um ský. DaGbÓkin Mín Emilía í Nylon Vá, hvað það er skrítið að vera allt í einu hætt að vera fræg. Eða þannig. Ég er náttúrlega ennþá fræg þótt ég sé hætt í Nylon, en ég er allavega hætt að reyna að verða enn frægari og syngja úti um allan heim og svoleiðis. Og ég vona að áreitið verði minna núna. Fjöl- miðlarnir og þetta allt. Blaðamenn, papparassar og einhverjir kreisí aðdáendur. Maður er nú einu sinni manneskja, skiljiði, og á sitt líf. Það var náttúrlega óóógeðslega gaman í Nylon, stelpurnar auðvitað frá- bærar og það allt, en maður vill líka stundum smáfrið fyrir sjálfan sig. En ég á bókað eftir að sakna stelpn- anna. Klöru örugglega mest. Einsi er náttúrlega frábær líka. Mér finnst nánast eins og hann sé pabbi númer tvö. Svo er hann svo geggj- aður plögger og umbi. Þú veist, að hita upp fyrir Westlife! Ertu ekki í gríninu?! Geri aðrir betur. Ókei, Björk er náttúrlega frægasti íslenski tónlistarmaðurinn, svo kemur eiginlega Sigur Rós og síðan við að mínu mati. Garðar Thor (eða Gassi eins og ég kalla hann) á kannski eft- ir að meika það líka ef hann heldur rétt á spilunum. Og hann er auðvit- að í góðum höndum hjá Einsa. Nú ætla ég að einbeita mér að því að vera góð eiginkona, og vonandi seinna meir góð mamma. Hann Pálmi minn, þessi dúlla, verður líka örugglega ógeðslega góður pabbi. Ég sé hann alveg fyrir mér. Og mið- að við myndir af okkur báðum þeg- ar við vorum lítil eignumst við ör- ugglega geeeðveikt sætt barn! Ohh mússí mússí! Ég fæ bara tár í augun við að hugsa um litlu krúsídúlluna okkar :-) Svo get ég örugglega alltaf byrjað aftur í Nylon ef ég vil. Að minnsta kosti ef stelpan sem tekur við af mér er ekkert sérstök Maður á kannski ekki að segja svona en ég vona það eiginlega smá ... :-/. Ég meina, það væri náttúrlega sjúkt gaman að eiga klikkað kombakk einhvern tímann í framtíðinni. Eða á ég kannski bara að verða sólóart- ist? Robbie Williams meikaði það allavega alveg eftir Take That. Kæra dagbók Tímamót séð með augum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.