Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 41
Starfsferill Össur fæddist í Reykjavík 19.6. 1953. Hann lauk landsprófi frá Hlíð- ardalsskóla í Ölfusi 1968, stúdents- prófi frá MR 1973, BS-prófi í líffræði frá HÍ 1979,doktorsprófi í líffræði með fiskeldi sem sérgrein frá Háskólanum í East Anglia í Englandi 1983 og var styrkþegi British Council við fram- haldsrannsóknir 1983-84. Össur kenndi við Gagnfræðaskól- ann á Ísafirði 1974-75, var blaðamað- ur og síðan ritstjóri við Þjóðviljann 1984-87, lektor við HÍ 1987-88, var aðstoðarforstjóri Reykvískrar endur- tryggingar 1989-91, var ritstjóri Al- þýðublaðsins 1996-97 og ritstjóri DV 1997-98. Össur var alþm. Reykvíkinga fyr- ir Alþýðuflokkinn, Jafnaðarmenn og Samfylkinguna 1991-2003 og er alþm. Reykjavíkur Norðurkjördæmis fyr- ir Samfylkinguna frá 2003. Hann var umhverfisráðherra 1993-95 og var skipaður iðnaðarráðherra og sam- starfsráðherra Norðurlanda 24.5. sl. Össur var forseti Listafélags MR 1972-73, varaformaður Stúdentaráðs 1975-76, og formaður þess 1976-77, átti sæti í miðstjórn Alþýðubanda- lagsins 1985-87, í framkvæmdastjórn þess 1985-86, var varaborgarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Reykjavík 1986- 90, sat í umhverfismálaráði 1986-88 og atvinnumálanefnd 1986-88, sat í flokksstjórn Alþýðuflokksins 1991- 93, var formaður þingflokks Alþýðu- flokksins 1991-93, formaður þing- flokks Samfylkingarinnar 2006-2007 og var formaður Samfylkingarinnar frá stofnun í maí 2000-2005. Össur sat í allsherjarnefnd Alþing- is 1991-92, í sjávarútvegsnefnd 1991- 93, var formaður iðnaðarmálnefnd- ar 1991-93, sat í landbúnaðarnefnd 1992-93, í utanríkismálanefnd 1995- 99 og 2005-2007, og var varaformað- ur hennar 1998-99, var formaður heil- brigðis- og trygginganefndar 1995-99, sat í umhverfisnefnd 1999-2000, í fjár- laganefnd 1999-2001, kjörbréfanefnd 1999-2003, og efnahags- og við- skiptanefnd 2001-2005. Hann sat í Ís- landsdeild þingmannanefndar EFTA 1991-93 og 1999-2004, í Íslandsdeild VES-þingsins 1995-99, Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2004-2005 og var formaður Íslandsdeildar NATO- þingsins 2005-2007. Hann hefur setið í Þingvallanefnd frá 1995 og í stjórnar- skrárnefnd frá 2005. Fjölskylda Össur kvæntist 26.2. 1975 Árnýju Erlu Sveinbjörnsdóttur, f. 20.6. 1953, doktor í jarðfræði og deildarstjóra á Raunvísindastofnun HÍ. Hún er dótt- ir Sveinbjörns Einarssonar kennara, og k.h., Huldu Hjörleifsdóttur hús- móður. Dætur Össurar og Árnýjar Erlu eru Birta Marsilía, f. 18.9. 1994; og Ingveldur Esperansa, f. 21.10 1998. Systkini Össurar eru Magnús Hall, f. 2.7. 1955, skólastjóri og formaður Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur, Sigurður Valgeir, f. 7.2. 1958, rafvirki í Reykjavík; Jófríður Ágústa, f. 18.7. 1959, búsett í Þorlákshöfn; Halldóra, f .10.6. 1968, líffræðingur við Stokk- hólmsháskóla. Foreldrar Össurar voru Skarphéð- inn Össurarson, f. 30.7. 1916, d. 5.4. 2004, búfræðingur, framkvæmda- stjóri og kjötiðnaðarmaður, k.h., Val- gerður Magnúsdóttir, f. 16.8. 1928, d. 21.5. 2005, húsmóðir og deildarfor- ingi í skátahreyfingunni. Ætt Skarphéðinn var sonur Össur- ar, búfræðings á Hóli í Bolungarvík, bróður Guðmundar, skipamiðlara í Reykjavík. Össur var sonur Kristj- áns, verslunarstjóra á Flateyri Öss- urarsonar, b. á Sveinseyri í Dýrafirði Magnússonar, b. á Hóli Ingimund- arsonar. Móðir Össurar á Sveinseyri var Ingigerður Össurardóttir. Móð- ir Kristjáns var Kristín Jónsdóttir, b. á Hrauni Jónssonar, og Ingibjargar Jónsdóttur vinnukonu. Móðir Öss- urar á Hóli var Ragnheiður, systir Petrínu, móður Péturs, skipstjóra hjá Eimskip, Þorvarðar hafsögumanns Björnssonar, og Kristínar, móður Kristjáns Aðalsteinssonar, skipstjóra hjá Eimskip. Ragnheiður var dóttir Péturs, b. á Hofi Ólafssonar, b. á Mýr- um í Dýrafirði Hákonarsonar. Móðir Ragnheiðar var Marsibil Ólafsdóttir, b. í Mosdal Jónssonar. Móðir Skarphéðins var Jófríður Ágústa, systir Ólafs húsasmiðs, föð- ur Gunnars, arkitekts og fyrrv. skipu- lagsstjóra Reykjavíkur og Andrésar, fyrrv. prófasts í Hólmavík. Jófríður var dóttir Gests, b. í Skálmá í Keldu- dal í Dýrafirði, bróður Skarphéðins, föður Friðjóns, fyrrv. dómsmála- ráðherra. Gestur var sonur Jóns, b. í Stóra-Galtardal Þorgeirssonar. Móð- ir Gests var Halldóra, systir Hólm- fríðar, langömmu Ingibjargar, ömmu Ingibjargar Haraldsdóttur, rithöf- undar og þýðanda. Bróðir Halldóru var Þórður, langafi Gests, föður Svav- ars sendiherra, og langafi Friðjóns Þórðarsonar, fyrrv. dómsmálaráð- herra, föður Þórðar, forstöðumanns Kauphallarinnar. Halldóra var dóttir Jóns, b. á Breiðabólstað á Fellsströnd Jónssonar, og Halldóru Þórðardótt- ur. Móðir Jófríðar var Ingibjörg Ein- arsdóttir, frá Litlu-Tungu Ólafssonar, b. á Stóru-Tungu Jónssonar. Valgerður var dóttir Magnúsar, bifreiðastjóra í Reykjavík Halldórs- sonar, trésmiðs í Reykjavík Þorsteins- sonar. Móðir Magnúsar var Gíslína, systir Símoníu Kristjönu, ömmu Þrá- ins Bertelssonar, kvikmyndagerðar- manns og rithöfundar. Gíslína var dóttir Péturs, b. á Bala á Kjalarnesi Kristjánssonar, og Rannveigar Gísla- dóttur, b. í Þúfukoti Þorsteinssonar, hálfbróður Guðrúnar, langömmu Guðlaugs, afa Guðrúnar Helgadótt- ur rithöfundar. Guðrún var einnig langamma Jóns, afa Smára Geirs- sonar bæjarfulltrúa í Fjarðabyggð, og langalangamma Ragnheiðar, ömmu Marðar Árnasonar, fyrrv. alþm. Móð- ir Gísla var Rannveig, systir Álfheið- ar, langömmu Árna Eiríkssonar, kaupmanna og leikara, afa Styrm- is Gunnarssonar ritstjóra. Önnur systir Rannveigar var Helga, lang- amma Kristjóns, afa Braga bóksala og Jóhönnu rithöfundar, móður rit- höfundanna Illuga, Hrafns og Elísa- betar. Móðir Rannveigar var Helga Jónsdóttir, ættföður Fremra-Háls- ættar Árnasonar. Móðir Valgerðar var Jóna Krist- ín Sigurðardóttir, b. í Götuhúsum á Stokkseyri Sigurðssonar, og Valgerð- ar Jónsdóttur frá Skúmsstöðum á Eyrarbakka. DV Ættfræði föstudagur 27. júlí 2007 41 Merkir Íslendingar: MaÐUr VikUnnar Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra Haraldur Björnsson f. 27. júlí 1891, d. 9. desember 1967 Haraldur Björnsson leikari var sonur Björns Jónssonar, hreppstjóra á Veðramóti í Skagafirði, og k.h. Þor- bjargar Stefánsdóttur, systur Stefáns skólameistara, föður Valtýs, ritstjóra Morgunblaðsins, föður Helgu leik- konu. Haraldur lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1911, kennaraprófi 1914 og síðan verslunarprófi í Danmörku 1915. Hann var kennari á árunum 1914-1917 og síðan sölustjóri hjá KEA til 1924. Haraldur var einn af stofnend- um Leikfélags Akureyrar 1917 og var leikstjóri hjá félaginu um skeið.. Áhugi hans á leiklist varð til þess að hann sagði lausu góðu starfi á Ak- ureyri, fór félítill til Kaupmannahafnar með fjölskyldu sína og hóf þar nám í leiklist, fyrstur Íslendinga. Hann út- skrifaðist frá Konunglega leikskólan- um í Kaupmannahöfn og debuteraði í Konunglega leikhúsinu þar 1927 sem Kári í Fjalla-Eyvindi eftir Jóhann Sig- urjónsson. Haraldur hefur almennt verið talinn einn mikilhæfasti leikari síð- ustu aldar og var óneitanlega mikill frumkvöðull í íslenskri leiklist. Hann var fyrsti íslenski atvinnuleikarinn, ferðaðist um landið með leiksýning- ar í stærstu kaupstöðum á árunum 1927-1929, stóð fyrir og leikstýrði sögusýningunni á Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930, leikstýrði flestum stærstu leiksýningum í Reykjavík um árabil, var formaður Leikfélags Ak- ureyrar um skeið og síðar formaður Leikfélags Reykjavíkur 1930-1933, sat í Þjóðleikhúsráði, kenndi framsögn við Kennaraskólann og Austurbæj- arskólann, starfrækti einkaleiklistar- skóla á árunum 1930-1950 og kenndi við Leiklistarskóla Þjóðleikhússins frá 1950. Þá skrifaði hann fjölda greina um íslenska leiklist í íslensk og erlend blöð og tímarit. Haraldur var stórbrotin persóna og listamaður, hispurslaus, hressi- legur í viðmóti og mikill húmoristi. Hann lést að nóttu til eftir að hafa far- ið á kostum á sviði Þjóðleikhússins sem Jón bóndi í Fjalla-Eyvindi kvöld- ið áður. Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra, er ekki alveg á því að gefa út yfirlýsingar eftir pöntun, um mögulega afstöðu sína til hugsanlegs eignarnáms á jörðum á bökkum Þjórsár vegna fyrirhugaðrar virkjun- ar þar. Hann segist þar fylgja reglu Margrétar Thatcher sem jafnan neitaði að svara spurn- ingum í viðtengingarhætti. Þetta kom fram í þriðjudags- blaði DV. Össur hefði líka getað sagt að fæst orð hefðu minnsta ábyrgð. En þá væri hann að firra sig ábyrgð og Össur er ekki ábyrgðarlaus þótt hann kunni að slá á létta strengi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.