Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 30
Thierry Henry – sóknarmaður Henry ætti að vera flestum knatt- spyrnuunnendum að góðu kunnur. Mörgum þótti kaupverðið á Henry ekki hátt. Hann kom til Barcelona frá Arsenal fyrir tæpa tvo milljarða króna. Henry verður þrítugur 17. ágúst. En miðað við hraðann sem hann býr yfir í dag er ekki ólíklegt að hann eigi enn nokkur ár eftir á með- al þeirra bestu. Henry skrifaði undir fjögurra ára samning við Barcelona. Henry var sterklega orðaður við Barcelona fyrir ári. Hann sló á þær sögusagnir með því að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við Ars- enal og lýsti því yfir að það yrði hans síðasti samningur á knattspyrnuferl- inum. Henry sló í gegn hjá franska lið- inu Mónakó, þar sem hann lék meðal annars undir stjórn Arsene Wengers. Hann átti stóran þátt í að Mónakó komst í undanúrslit Meist- aradeildar Evrópu árið 1998. Hann skoraði sjö mörk í Meistaradeildinni það árið, 20 ára gamall. Í janúar 1999 fór Henry til Juventus þar sem hann náði sér aldrei á strik. Hálfu ári síðar keypti Arsene Wenger Henry til Arsenal fyrir 1,3 milljarða króna. Fram til þessa hafði Henry spilað sem kantmaður, bæði undir stjórn Wengers hjá Mónakó og hjá Juventus. Wenger hafði hins vegar aðrar hugmyndir og lét Henry spila sem sóknarmaður. Henry fór illa af stað hjá Arsen- al og átti erfitt með að finna net- möskvana í marki andstæðinganna í fyrstu leikjunum. Henry skoraði ekki mark í sex fyrstu leikjum sínum með Arsenal. 18. september skoraði Henry sitt fyrsta mark fyrir Arsenal í leik gegn Southampton og síðan þá hefur hann ekki hætt að skora. Henry spilaði átta leiktíðir í bún- ingi Arsenal, spilaði 364 leiki, skor- aði 226 mörk og gaf 82 stoðsending- ar. Hann var markahæsti leikmaður Arsenal á sjö af þeim átta leiktíðum sem hann lék þar. Henry er marka- hæsti leikmaður í sögu Arsenal. Hann hefur auk þess skorað 39 mörk í 91 landsleik fyrir Frakkland. Sóknarmenn Barcelona eru nú Ronaldinho, Samuel Eto‘o, Lionel Messi, Eiður Smári Guðjohnsen auk Henry. Það verður því á brattann að sækja hjá íslenska landsliðsfyrirlið- anum að komast í liðið. Eric Abidal – vinstri bakvörður Kom til Barcelona frá frönsku meisturunum í Lyon fyrir 1,2 millj- arða króna. Ef Barcelona vinn- ur Meistaradeild Evrópu á næstu fjórum árum, fær Lyon 40 milljón- ir aukalega. Abi- dal skrifaði und- ir fjögurra ára samning. Abidal fæddist í Lyon 11. júlí 1979 og hóf að æfa knattspyrnu með liði í úthverfi borgarinnar. Hann hóf hins vegar atvinnumannaferil sinn með Mónakó og lék sinn fyrsta leik með liðinu 16. september árið 2000. Þjálfari hans hjá Mónakó var Claude Puel. Puel fór síðar til Lille og keypti Abidal árið 2002. Árið 2004 fluttist Abidal aftur til heimaborgar sinn- ar og gekk í raðir Lyon. Abidal vann þrjá meist- aratitla með Lyon áður en hann fór fram á sölu síðastliðið vor. Abidal hótaði að mæta ekki á æfingar hjá Lyon ef félag- ið yrði ekki að ósk hans. Svo fór að Barcelona keypti kappann. Abidal hefur spilað 24 landsleiki fyrir hönd Frakklands og vakti athygli fyrir frammistöðu sína með landsliðinu á HM í fyrra. Gabriel Milito – miðvörður Hárprúður Argentínumaður sem gekk í rað- ir Barcelona frá Real Zaragoza. Liverpool gekk á eftir Milito með grasið í skónum áður en hann ákvað að semja við Börsunga. Kaupverðið var rétt tæplega 1,7 milljarðar króna og skrif- aði Milito undir fjögurra ára samn- ing. Milito hóf atvinnumannaferil sinn með argentínska liðinu Inde- pendiente árið 1997. Með Inde- pendiente spilaði hann gegn eldri bróður sínum, Diego Milito, sem þá lék með Racing Club. Þeir bræður áttu síðar eftir að vera samherjar hjá Real Zaragoza. Real Madrid hugðist kaupa Gabriel Milito árið 2003. Real sagði hins vegar að Milito væri ekki búinn að jafna sig nægilega af hnémeiðsl- um og hætti við að kaupa hann. Tal- ið er að ástæðan hafi hins vegar verið sú að Milito var ekki frægur leikmað- ur á alþjóðamælikvarða og hafi því ekki passað inn í stjörnum prýtt lið Real Madrid. Real Zaragoza sá sér þá leik á borði og festi kaup á Milito. Hann vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Real Zaragoza og hefur lengi verið orðaður við stærstu lið Evrópu. Milito fæddist í Bernal í Arg- entínu 7. september 1980. Hann er fastamaður í argentínska landsliðinu og hefur leikið 27 landsleiki. Yaya Toure – miðjumaður Yaya Toure fæddist í borginni Sok- oura Bouake á Fílabeinsströndinni 13. maí 1983 og yngri bróðir Kolo Toure, leikmanns Arsenal. Þeir eiga einn yngri bróður sem heitir Ibra- him Toure og leikur með Nice í Frakklandi. Þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára gamall hefur Yaya Toure víða komið við á knattspyrnu- ferli sínum. Hann hefur spilað með sex félögum í jafnmörgum löndum. Hann hefur leikið með ASEC Abidj- an á Fílabeinsströndinni, Beveren í Belgíu, Metalurh Donetsk í Úkraínu, Olympiakos í Grikklandi, Mónakó í Frakklandi og nú Barcelona á Spáni. Mikið hefur gengið á hjá Yaya Toure síðustu ár. Hann fór til Olympi- akos árið 2005 og vakti athygli liða eins og Manchester United, Lyon, Chelsea, Barcelona og AC Milan fyr- ir spilamennsku sína með gríska lið- inu. Mónakó klófesti kappann árið 2006 eftir að hann neitaði að mæta á æfingar hjá Olympiakos. Toure sak- aði Olympiakos um að standa ekki við launagreiðslur. Félagið sagði aft- ur á móti að Toure væri að ljúga til að vera settur á sölulista. Eftir eitt tímabil með Mónakó samþykkti franska liðið að selja Toure til Barcelona fyrir 817 milljón- ir króna. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við spænska stórveldið. Yaya Toure er stór og sterkur miðjumaður sem minnir um margt á Patrick Vieira, leikmann Juventus og fyrrverandi leikmann Arsenal. Kolo bróðir hans gaf honum gælunafnið Hinn nýi Patrick Vieira. Aðrir leikmenn: Maxi Lopez - var í láni hjá Real Mall- orca á síðustu leiktíð Giovanni Dos Santos - Mexíkómað- ur sem fær spænskt ríkisfang síðar í sumar Farnir: Giovanni van Bronckhorst – til Feyenoord Javier Saviola – til Real Madrid Ludovic Giuly – til Roma föstudagur 27. júlí 200730 Sport DV BARCA OG REAL FARA MIKINN Á MARKAÐNUM Barcelona Barcelona og Real Madrid hafa farið mikinn á leik- mannamarkaðnum í sumar og ljóst er að allt verður lagt í sölurnar á komandi leiktíð á Spáni. Þrátt fyrir að hafa leitt Real Madrid til sigurs í spænsku deild- inni á síðustu leiktíð var Fabio Capello látinn taka pokann sinn og Þjóðverjinn Bernd Schuster ráðinn í hans stað. Frank Rijkaard er enn við stjórnvölinn hjá Barcelona og verður að skila stórum titli í hús á næstu leiktíð ef hann ætlar að halda sínu starfi. Kraf- an hjá þessum liðum er ávallt sú að vinna eigi spænska meistaratitilinn og það er ekkert til sparað í leikmannakaupum til að ná því fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.