Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 49
DV Helgarblað 49 Sleikt og Stíft hár Hártíska er mjög mismunandi og fer í hringi eins og fatatískan. Það er mjög mismunandi hvernir hár, förðun og fleira fatahönnuðirnir velja. Að þessu sinni er áber- andi fyrir sumarið 2007 hjá Versace, Donnu Karan og Gucci að greiða hárið í tagl eða taka það vel frá andlitinu en annað er uppi á teningnum hjá öðrum hönnuðum. Smá heimatrix Þetta láta þær frægu mixa fyrir sig og skella á andlitið reglulega. Þú notar hálft avókadó, 1 egg, 1 matskeið hreint jógúrt, 1 teskeið af matarsóda og 1 matskeið eða meira eftir þörfum af kókoshnetuolíu. Öllu blandað vel saman og haft á andlitinu í 5–10 mínútur. Verum sætar og fínar með heimamölluðum maska. Persónan Nike er komið í samstarf við New York graffitílistamanninn og fatahönnuðinn CLAW Money. Samstarfið felst í nokkrum vel skreyttum Blazer-skóm sem eru komnir í sölu í sérvöldum búðum úti um allan heim. Skórnir eru til í nokkrum litum og eru svo sannarlega hressandi fyrir alla. Þetta samstarf lofar góðu því hér blandast Nike í „undir- heimana“ og götulistina, en einnig er hér verið að ræða um samstarf við konu, sem eru tíðindi í heimi Nike. Heimasíða CLAW Money er clawmoney.com og þar má sjá fötin, graffið og margt, margt fleira. Nike lokSiNS í góðu Sam- ÆviNtýri líkaSt Japanski hönnuðurinn Tsumori Chisato vakti þvílíka lukku með nýjustu línunni sinni. Litirnir, munstrin og sniðin voru ótrúlega falleg með ævintýralegum blæ. Fötin sögðu ævintýri enda mátti sjá hin ýmsu furðudýr prýða kjóla sem og pils. Jói kjartans Nafn? „Jóhannes Kjartansson.“ Aldur? „24 ára.“ Starf? „Grafískur hönnuður hjá auglýsinga- stofunni Jónsson & Le‘macks. Ljósmyndari öllum öðrum stundum.“ Stíllinn þinn? „Svolítið kornóttur, hæfilega litríkur og algjörlega flaumrænn.“ Allir ættu að...? „...henda stafrænu myndavélunum og dusta rykið af filmuvélunum.“ Hvað er möst að eiga? „Casio-gullúr. Gull er hið nýja silfur.“ Hvað keyptir þú þér síðast? „Æskan/ABC bol í Hjálpræðishernum. 200 kall er ekki mikið fyrir antík.“ Hverju færð þú ekki nóg af? „Ódýrum myndavélum og rándýrum strigaskóm.“ Hvert fórstu síðast í ferðalag og af hverju? „Fór í góðra vina hópi á Sónar-tónlistarhátíð- ina í Barcelona til að kynna mér stöðu teknósins í dag.“ Hvað langar þig í akkúrat núna? „Mig langar í nýtt der. Helst litað og glært pókerder. Góð vörn gegn gróðurhúsaáhrif- um.“ Perlur hér heima? „Hrísey er perla Eyjafjarðar... og Manhattan Akureyrar.“ Hvenær fórstu að sofa í nótt? „Fór að sofa kl. 2.30 eftir að hafa horft á heimildarmynd um stríðsljósmyndarann Robert Capa.“ Hvenær hefur þú það best? „Á kafi í spennandi verkefni með nóg af sterkum brjóstsykri og filmum í vasanum.“ Afrek vikunnar? „Að hafa selt meira en helming myndanna á ljósmyndasýningunni minni sem stendur yfir í Nakta apanum og að hafa bætt inn fimm nýjum myndaflokk- um á heimasíðuna mína, joi.is.“ Ótrúlega flott gella. Klóin fræga. Föt bæði fyrir stráka og stelpur. FÖSTuDAGuR 27. JúLí 2007 Trílógía, 6.900 kr. DV mynd Ásgeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.