Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 22
Menning föstudagur 27. júlí 200722 Menning DV Silkiverk Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson opnar sýningu á verkum sínum í DaLí Gallery að Brekkugötu 9 á Akureyri á morgun kl. 17. Hildur sýnir bæði teikningar og myndir ofnar úr silki en þar tekst hún á við landslag á mörk- um abstrakt og raunsæis sem skapar aukna spennu í mynd- um hennar, samkvæmt því sem segir í tilkynningu. Hildur er fædd í Reykjavík en býr og starf- ar í Cleveland, Ohio, í Banda- ríkjunum. Sýningin stendur til 12. ágúst en DaLí Gallery er opið laugardaga og sunnudaga kl.14-17 á meðan sýningar eru. Galdrabók Skinnastaðarkirkja fékk afhenta nokkuð sérstaka gjöf á dögunum: Galdrabók komin heim „Bókin er mjög merkileg. Þar eru allar hugsanlegar rúnir og margt fleira. Og allt er handskrifað og málað. Þetta er hreint listaverk,“ segir Kristj- án Bene- diktsson bóndi sem um síðustu helgi afhenti Skinnastað- arkirkju í Öxarfirði ljósprentað afrit af galdrabók Einars Nikulássonar sem að sögn Kristjáns var galdrameistari á Skinnastað á seinni hluta 17. aldar. „Hann er eini maðurinn á Ís- landi sem var nefndur galdrameist- ari því sagan segir að hann hafi kennt galdur. Þessi bók slapp samt við það að vera dæmd galdrabók, kannski vegna þess að það er svo mikill fróð- leikur í henni. Hún er nefnilega dálít- ið torlesin. Ég er ekki búinn að lesa hana enda nýbúinn að fá hana. Það tók nokkur ár,“ segir Kristján. Frumrit galdrabókarinnar varð eldi að bráð á sínum tíma en maður að nafni Pétur Pétursson afritaði um miðja 19. öld það eintak sem til er og kallast Hákonarstaðarbók. Hún er varðveitt hjá Landsbókasafni og eins og Kristján segir var ekki hlaupið að því að fá ljósrit af henni. Spurður hvað hafi orðið til þess að hann fékk loks af- ritið segir Kristján það vera gott sam- komulag við starfsmenn bókasafns- ins. „Já, já, þeir greiddu fyrir þessu svo ég fékk þessa bók,“ segir Kristján og viðurkennir að hafa þurft að punga út nokkrum krónum fyrir vikið. „En það er aukaatriði. Mér fannst það alveg þess virði því bókin er upprunnin á Skinnastöðum og þangað fannst mér að hún ætti að fara.“ Að sögn Kristjáns þótti prestinum í Skinnastaðarkirkju, Jóni Ármanni Gíslasyni, afar vænt um gjöfina. kristjanh@dv.is Síðustu tónleikarnir Fimmtu og jafnframt síðustu tónleikarnir í tónleikaröðinni Sumartónleikar í Akureyrar- kirkju verða haldnir á sunnu- daginn. Flytjendur eru Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona og Elísabet Waage hörpuleikari. Dagskráin er fjölbreytt, spannar íslensk og erlend sönglög og fjölmargar aríur. Einnig munu þær stöllur flytja skemmtilegar útsetningar af nokkrum negra- sálmum. Tónleikarnir, sem hefjast kl. 17, standa í klukku- stund án hlés og er aðgangur ókeypis. KAL snýr aftur Serbneska sígaunasveitin KAL er væntanleg til landsins á nýjan leik í haust. Sveitin er oft kölluð „heitasta sígaunahljóm- sveit heims“ og átti víst stórleik á tónlistarhátíðinni Vorblót í fyrra þar sem hún vann sér fjölda aðdáenda með rokkabill- ískreyttri útgáfu sinni af sígildri sígaunatónlist. KAL var stofn- uð snemma á þessari öld af bræðrunum Dushan og Dragan Ristic, að þeirra sögn til þess að hjálpa þeim að streitast móti þeim fordómum og hindrun- um sem Roma-fólk (sígaunar) mætir hvarvetna.Tónleikar KAL fara fram á NASA laugardags- kvöldið 22. september en miða- sala verður auglýst síðar. Boogablú á Jómfrúnni Kvartettinn Boogablú spilar á níundu tónleikum sumartónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu á morgun. Hljómsveitin spilar boogaloo og groove-djass af taumlausri gleði. Tónleikarnir hefjast kl. 15 og verður leikið utandyra á Jómfrúartorginu ef veður leyfir. Aðgangur er ókeypis. Harry Potter er allur. Sú fullyrð- ing á alla vega við um bókaflokkinn sem ber nafn galdrastráksins heims- fræga, burtséð frá því hvort hún eigi einnig við um Harry sjálfan. Milljón- ir manna um víða veröld, háir sem lágir, hafa keppst við undanfarna daga að komast að örlögum Harrys í sjöundu og síðustu bók sagnabálks- ins, Harry Potter and the Deathly Hallows, sem kom í búðir fyrir viku. En hvað sem því líður – og hvort sem höfundurinn, J.K. Rowling, ákveð- ur að taka upp þráðinn einhvern tímann í framtíðinni – þá má lík- lega segja að mörg þau bókaforlög sem hafa haft mæðginin Rowling og Harry á sínum snærum síðastliðinn áratug standi á ákveðnum tímamót- um. Hér á landi er það bókaforlagið Bjartur sem hefur gefið sögurnar út á íslensku frá því fyrsta bókin kom út árið 1997. Blaðamaður DV ræddi við útgáfustjóra Bjarts í vikunni um Harry, hugsanlegan arftaka og vænt- anleg verk. Seld eintök nálgast 150 þúsund „Þetta er náttúrlega búið að vera alveg ótrúlegt ævintýri og það er sjaldgæft að þau verði svona stór og mikil,“ segir Guðrún Vilmundar- dóttir, útgáfustjóri Bjarts, um Harry Potter-ævintýrið síðastliðin ár. „Það er samt kannski ekki rétt að tala um Potter eins og hann sé liðin tíð því síðasta bókin er eftir,“ segir Guðrún en þýðingin á lokabókinni er vænt- anleg í nóvember. Hvað hafið þið selt margar bæk- ur af Harry Potter í gegnum tíðina? „Tugir þúsunda. Fyrsta bókin fór til dæmis í 25 þúsund eintökum og vinsældirnar hafa alltaf verið gífur- legar. Og um leið og það kemur út ný bók eins og núna fara þær eldri aftur inn á metsölulistana,“ seg- ir Guðrún. Að því gefnu að þýð- ing síðustu bókarinnar seljist vel í haust, eins og gera má fastlega ráð Bókin afhent f.v.: gunnar Björnsson sóknarfor- maður, séra jón Ármann gíslason og Kristján Benediktsson. Arftaka Harry Potter leitað Bókaforlagið Bjartur hefur haft breskan galdrastrák að nafni Harry Potter í fóstri undanfarinn áratug. En nú virðist ævin- týrið senn á enda því sjöunda og síðasta bókin er komin út og íslenska þýðingin er væntanleg í haust. Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts „Það hafa margir verið að leita að arftakanum lengi og forlögin fylgjast svolítið með manni að nafni Barry Cunningham sem er mjög þekktur í bókabransan- um. Hann var nefnilega einn af þeim fyrstu til að uppgötva Harry Potter.“ Arftaki Harry Potter? Bókin tunnels er nýkomin út í Bretlandi og selst grimmt. Margir binda vonir við að hún, og þá væntanlegar framhaldsbækur, verði kveikjan að nýju „Potter-æði“. Dvmynd Ásgeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.