Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Page 24
Föstudagur 27. júlí 200724 Hin hliðin DV xxxxxx HIN HLIÐIN n Nafn og kyn „Katrín júlíusdóttir, kona.“ n atvinna „Ég er þingkona.“ n Hjúskaparstaða „Ég er einhleyp.“ n Fjöldi barna „Ég á einn 8 ára fótboltakappa sem heitir Júlíus.“ n Áttu gæludýr? „Ég hef fóstrað tvo páfagauka, annar flaug að heiman og hinn var étinn af ketti sem sat og sleikti á sér loppurnar í fjaðrabeði þegar ég kom heim einn daginn. Kattarkvikindið kom síðan aftur og aftur og hélt hann væri kominn í fæði hjá mér. Ég flutti og hef ekki lagt í að fóstra dýr síðan. Á þó yndislegan „bróður“ hjá pabba sem er íslenskur fjárhundur.“ n Ef þú værir bíll, hvaða bíltegund vildirðu þá vera og hvers vegna? „Úff, bíll segirðu... Helst vildi ég vera bíll sem hefði engin áhrif á umhverfið en væri samt kraftmik- ill, smart og öruggur!“ n Hefurðu komist í kast við lögin? „Nei, það held ég ekki. Hef frekar fengið kast út af einkennilegum lögum en komist í kast við þau.“ n Borðarðu þorramat? „Ég var brjáluð í hrútspunga og súrsaðan mat en eftir að ég hætti að borða kjöt er ekki mikið eftir af þorramatnum fyrir mig.“ n Hefurðu farið í megrun? „Já, og það var ekki skemmtilegt, varð fljótt svöng og sprakk því á kúrnum. Betra að hreyfa sig bara hraustlega og borða hollan mat.“ n græturðu yfir minningargreinum um ókunnuga? „Já.“ n Hefurðu tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Já, já, já og tekið þátt í skipulagn- ingu nokkurra mótmæla t.d. gegn komu Li Peng um árið.“ n lestu blogg? „Já, tek blogglesturinn í skorpum.“ n trúirðu á framhaldslíf? „Ég læt það koma mér skemmti- lega á óvart.“ n Er líf á öðrum hnöttum? „Vonandi!“ n Kanntu dónabrandara? „Já, já.“ n Kanntu þjóðsönginn? „Kann byrjunina en get raulað með t.d. á landsleikjum.“ n Kanntu trúarjátninguna? „Já, hana kann ég.“ n spilarðu á hljóðfæri? „Nei, því miður.“ n styðurðu ríkisstjórnina? „Já, að sjálfsögðu geri ég það og veit að hún á eftir að verða farsæl eftir doða undanfarinna ára.“ n Hvað er mikilvægast í lífinu? „Sonur minn er mikilvægastur í mínu lífi ásamt hlátri og heiðar- leika.“ n Hvaða fræga einstakling myndirðu helst vilja hitta og af hverju? „Ég myndi vilja hitta hina miklu og sterku baráttukonu frelsis og friðar frá Burma (Myanmar), Aung San Suu Kyi.“ n Hefurðu eytt peningum í vitleysu - þá hvaða? „Úff já, ég hef eytt allt of miklum peningum í allt of mikla vitleysu sem væri allt of átakanlegt að rifja upp hér.“ n Heldurðu með einhverju íþróttafélagi? „Við mæðgin erum miklir HK- ingar þar sem Júlíus æfir fótbolta af kappi. Ég held auk þess með Manchester United, Kaiserslaut- ern og Werder Bremen og þýska landsliðinu líka auðvitað!“ n Hefurðu ort ljóð? „Ég orti nokkur ævintýralega slæm ljóð á viðkvæmum unglingsárunum en hef látið það vera síðan.“ n Eru fatafellur að þínu mati listamenn? „Nei.“ n Eru briddsspilarar að þínu mati íþróttamenn? „Já.“ n af hverju stafar mannkyninu mest hætta? „Hroka og fordómum.“ n Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Nei, alls ekki.“ n stundarðu íþróttir? „Já, ég er alltaf á iði. Stunda rækt- ina af kappi, fer út að hjóla, er að læra reglurnar í skvassi, fer í göngur og ætla t.d. að ganga úr Landmannalaugum í Þórsmörk í næstu viku en toppurinn á allri hreyfingu finnst mér að komast á skíði. Í vetur ætla ég líka að dusta rykið af snjóbrettinu mínu og rifja upp gamla takta.“ n Hefurðu látið spá fyrir þér? „Já, þó nokkrum sinnum auk þess sem ég þóttist á tímabili vera nokkuð spúkí spákona sjálf - gríp jafnvel í stokkinn ennþá á góðum stundum.“ Katrín Júlíusdóttir þingKona

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.