Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 24
Föstudagur 27. júlí 200724 Hin hliðin DV xxxxxx HIN HLIÐIN n Nafn og kyn „Katrín júlíusdóttir, kona.“ n atvinna „Ég er þingkona.“ n Hjúskaparstaða „Ég er einhleyp.“ n Fjöldi barna „Ég á einn 8 ára fótboltakappa sem heitir Júlíus.“ n Áttu gæludýr? „Ég hef fóstrað tvo páfagauka, annar flaug að heiman og hinn var étinn af ketti sem sat og sleikti á sér loppurnar í fjaðrabeði þegar ég kom heim einn daginn. Kattarkvikindið kom síðan aftur og aftur og hélt hann væri kominn í fæði hjá mér. Ég flutti og hef ekki lagt í að fóstra dýr síðan. Á þó yndislegan „bróður“ hjá pabba sem er íslenskur fjárhundur.“ n Ef þú værir bíll, hvaða bíltegund vildirðu þá vera og hvers vegna? „Úff, bíll segirðu... Helst vildi ég vera bíll sem hefði engin áhrif á umhverfið en væri samt kraftmik- ill, smart og öruggur!“ n Hefurðu komist í kast við lögin? „Nei, það held ég ekki. Hef frekar fengið kast út af einkennilegum lögum en komist í kast við þau.“ n Borðarðu þorramat? „Ég var brjáluð í hrútspunga og súrsaðan mat en eftir að ég hætti að borða kjöt er ekki mikið eftir af þorramatnum fyrir mig.“ n Hefurðu farið í megrun? „Já, og það var ekki skemmtilegt, varð fljótt svöng og sprakk því á kúrnum. Betra að hreyfa sig bara hraustlega og borða hollan mat.“ n græturðu yfir minningargreinum um ókunnuga? „Já.“ n Hefurðu tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Já, já, já og tekið þátt í skipulagn- ingu nokkurra mótmæla t.d. gegn komu Li Peng um árið.“ n lestu blogg? „Já, tek blogglesturinn í skorpum.“ n trúirðu á framhaldslíf? „Ég læt það koma mér skemmti- lega á óvart.“ n Er líf á öðrum hnöttum? „Vonandi!“ n Kanntu dónabrandara? „Já, já.“ n Kanntu þjóðsönginn? „Kann byrjunina en get raulað með t.d. á landsleikjum.“ n Kanntu trúarjátninguna? „Já, hana kann ég.“ n spilarðu á hljóðfæri? „Nei, því miður.“ n styðurðu ríkisstjórnina? „Já, að sjálfsögðu geri ég það og veit að hún á eftir að verða farsæl eftir doða undanfarinna ára.“ n Hvað er mikilvægast í lífinu? „Sonur minn er mikilvægastur í mínu lífi ásamt hlátri og heiðar- leika.“ n Hvaða fræga einstakling myndirðu helst vilja hitta og af hverju? „Ég myndi vilja hitta hina miklu og sterku baráttukonu frelsis og friðar frá Burma (Myanmar), Aung San Suu Kyi.“ n Hefurðu eytt peningum í vitleysu - þá hvaða? „Úff já, ég hef eytt allt of miklum peningum í allt of mikla vitleysu sem væri allt of átakanlegt að rifja upp hér.“ n Heldurðu með einhverju íþróttafélagi? „Við mæðgin erum miklir HK- ingar þar sem Júlíus æfir fótbolta af kappi. Ég held auk þess með Manchester United, Kaiserslaut- ern og Werder Bremen og þýska landsliðinu líka auðvitað!“ n Hefurðu ort ljóð? „Ég orti nokkur ævintýralega slæm ljóð á viðkvæmum unglingsárunum en hef látið það vera síðan.“ n Eru fatafellur að þínu mati listamenn? „Nei.“ n Eru briddsspilarar að þínu mati íþróttamenn? „Já.“ n af hverju stafar mannkyninu mest hætta? „Hroka og fordómum.“ n Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Nei, alls ekki.“ n stundarðu íþróttir? „Já, ég er alltaf á iði. Stunda rækt- ina af kappi, fer út að hjóla, er að læra reglurnar í skvassi, fer í göngur og ætla t.d. að ganga úr Landmannalaugum í Þórsmörk í næstu viku en toppurinn á allri hreyfingu finnst mér að komast á skíði. Í vetur ætla ég líka að dusta rykið af snjóbrettinu mínu og rifja upp gamla takta.“ n Hefurðu látið spá fyrir þér? „Já, þó nokkrum sinnum auk þess sem ég þóttist á tímabili vera nokkuð spúkí spákona sjálf - gríp jafnvel í stokkinn ennþá á góðum stundum.“ Katrín Júlíusdóttir þingKona
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.