Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 14
Föstudagur 27. júlí 200714 Helgarblað DV hinir nýju landvættir íslands Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir margvíslegar ógnir steðja að íslensku samfélagi. Hún segir sumar þeirra vera heimatilbúnar og innbyggðar í þjóðskipu- lagið. „Þá er ég að meina þá ógn sem stafar af löglegum og ólöglegum vímuefnum. Svo er það náttúruváin sem vofir yfir okkur þótt hún sé ekki þjóðfélagsleg og í þriðja lagi get- ur verið utanaðkomandi ógn sem stafar af óvinum í öðrum ríkjum,“ segir Kolbrún. Hún segir miklu máli skipta að forgangs- raða og setja þá peninga og orku sem til eru í að vinna gegn raunverulegum ógnum. Sú ógn að ekki hafi tekist að höndla áfengis- vandann standi okkur nær en þær ógnir sem stafa af öðrum þjóðum. Hún telur að byggja þurfi upp forvarnir og efla eftirfylgni svo hendinni sé ekki sleppt af áfengissjúkling- um, fíkniefnaneytendum og föngum áður en þeir ná að fóta sig í samfélaginu. „Staðreynd- in er sú að það deyr fjöldi fólks úr ofneyslu áfengis og fíkniefna á hverju ári en mér skilst að fáir og líklega enginn Íslendingur hafi lát- ið lífið vegna hryðjuverka,“ segir Kolbrún og bætir við að nær væri að berjast gegn hungri og eyða ójöfnuði í heiminum því það myndi draga úr ógninni af voðaverkum. Hvað varðar samskipti við aðrar þjóð- ir telur Kolbrún að Ísland eigi að halla sér frekar að Sameinuðu þjóðunum og Örygg- isstofnun Evrópu. Þær stofnanir hafi gert ákveðinn vegvísi um hvernig vinna skuli að alþjóðlegu öryggi og þjóðarheill. Telur Kol- brún rétt að nýta þá vinnu og þekkingu sem er til staðar hjá þessum stofnunum í stað þess að binda trúss sitt við Bandaríkjamenn sem fundu upp stríðið gegn hryðjuverkum. „NATO hefur látið Bandaríkin stjórna sér og er farið að fókusera á stríð gegn hryðju- verkum sem alþjóðastofnanir hafa gagnrýnt harðlega. Ég tel verkefnið að tryggja heims- frið betur komið hjá alþjóðastofnunum en hernaðarbandalaginu NATO og Bandaríkja- stjórn.“ Náttúruvána segir Kolbrún vera til stað- ar og þess vegna þurfi að leggja meira af mörkum til þess að efla rannsóknastofnan- ir og efla menntun vísindamanna sem muni hækka menntunarstig þjóðarinnar. Eins tel- ur hún það raunverulega ógn að við kunn- um ekki að fara með náttúrulegar auðlind- ir landsins og hættuna á að fiskistofnarnir verði ofveiddir. hrs@dv.is FJÖLDI DEYR ÚR OFNEYSLUKolbrún Halldórs-dóttir telur sam- vinnu við alþjóða- stofnanir skynsamlegri leið til þess að vinna að heimsfriði en að binda trúss sitt við Bandaríkin. Hún telur nær að eyða orkunni í að vinna gegn vímuefna- vanda og náttúruvá. Kolbrún Halldórsdóttir Kolbrún segir það raunverulega ógn að illa sé farið með náttúruauðlindir landsins og hætta sé á því að fiskistofnar verði ofveiddir. „Ég tel að við þurfum helst að beina sjón- um okkar að umferð skipa og báta við land- ið. Samkvæmt öllum spám mun skipaumferð margfaldast á næstu árum þegar siglingaleiðir á Norður-Atlantshafi opnast,“ segir Georg Lár- usson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Hann bendir á að því muni fylgja stórfelld aukning á olíu og gasi við Íslandsstrendur. Vill annað nýtt skip „Ég tel vera þörf á öðru varðskipi til viðbót- ar því sem er í smíðum. Dómsmálaráðherr- ann hefur nefnt þann möguleika,“ segir Georg. Ástæðurnar segir hann vera aukna umferð skipa og meiri kröfur sem gerðar eru til öryggis á landgrunni okkar. Að sama skapi segir Georg skipaumferð og öryggismál henni tengd ekki einkamál Íslendinga heldur allra þeirra landa sem eru við Norður-Atlantshafið. Ný eftirlits- flugvél sem er í smíðum fyrir Landhelgisgæsl- una verður á ábyrgð Íslendinga en hugsanlega munu nágrannalönd okkar koma að rekstri og notkun vélarinnar. „Nýir tímar kalla á breytt skipulag og nýja tækni og hefur verið brugðist við því með endurbyggingu núverandi varð- skipa og smíði nýs skips sem áætlað er að verði tilbúið árið 2009. Ég tel að við sinnum okkar skyldum ágætlega en við verðum töluvert betur búin með tilkomu nýrra tækja,“ segir Georg og bætir við að stöðugt þurfi að vera á vaktinni og fylgjast með framvindu mála. Hætturnar vegna aukinnar skipaumferðar segir Georg vera mesta í kringum olíu og gas- flutninga sem ógnað geti umhverfinu því hætt- an á að skip strandi eða lendi á ísjaka sé alltaf fyrir hendi. Skemmtiferðaskipunum er oftast siglt á nóttunni, yfirleitt á mikilli ferð og þá geta orðið slys. Við slysum þarf að vera hægt að bregðast hvort sem það er til að bjarga um- hverfinu eða mannslífum. Unnið að sameiginlegri strandgæslu Strandlengja Íslands er 4.970 kílómetra löng og hefur eftirlit í kringum landið verið stóraukið og er nú unnið að frekari tækjakosti til að bæta það enn frekar. Nýtt fjareftirlitskerfi er í uppbyggingu auk þess sem öll starfsemi Landhelgisgæslunnar hefur verið endurskipulögð. Georg segir það ekki bara breyttan raunveruleika sem hafi hrint þessum framkvæmdum af stað því einnig fylgi auknar alþjóðlegar kröfur sem meðal annars jukust við brotthvarf varnarliðsins. „Nú er til dæmis unnið að uppbyggingu þyrlubjörgunar- sveitar í sam- starfi við nágranna okkar og þá helst Norðmenn.“ Mesta samstarfið er við Dani sem stendur en þeir eru yfirleitt með skip, með þyrlum inn- anborðs, beggja vegna Íslands. Þá segir Georg að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vinni að því að koma á björgunarsamstarfi við Kan- ada, Bretland og Bandaríkin. Til stendur að næsta haust verði komin sameiginleg strand- gæsla í Norður-Atlantshafi. Hafa þurft að taka yfir stjórn skipa Eftirlit með bátum og skipum er mikið en Georg segir hugsanlegt að skip geti komist óséð að landinu. Komið hefur fyrir að allt í einu uppgötvast að skip hefur farið ótrúlega nærri landinu og er það þá kannað strax. Athugað er hverjir eru á ferðinni og hvaða erindi þeir eiga. Dæmi eru um að skipstjórar hafa verið í annar- legu ástandi og villtir fyrir vikið eða verið með hættulegan farm þar sem umferð með slíkan farm er ekki æskileg. „Við höfum þurft að yfir- taka stjórn skipa. Við höfum heimild til þess í nýju lögunum og hefur það verið gert nokkrum sinnum,“ segir Georg en þá þarf að beina skip- stjórnendum til hafnar. Það næst yfirleitt með samkomulagi við áhöfnina þó samstarfsvilji sé ekki alltaf í upphafi. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, telur mestu ógnina sem steðjar að land- inu vera sífellt vaxandi skipaflutninga í Norður-Atlantshafi. Eitt varðskip er í smíðum og telur Georg vera þörf á öðru til viðbótar þar sem spáð er fyrir um opnun siglingaleiða. Unnið er að sameiginlegri strandgæslu í Norður-Atlantshafi með Kanadamönnum, Bret- um og Bandaríkjamönnum. vill FlEiri varÐsKiP Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæsl- unnar alþjóðalegar kröfur eiga þátt í því að landhelgisgæslan þarf að vera betur búin en áður, umferð skipa fer sífellt vaxandi. alla mætti Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, Georg Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslunnar, Jóhann R. Benediktsson, lög- reglustjóra á Suðurnesjum, og Harald Johannessen ríkislögreglustjóra hina nýju landvætti Íslands. Þeir eru helstu yfirmenn örygg- ismála Íslands og hafa það verkefni að gæta þess að öryggi þjóðarinnar sé tryggt. Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til þess að verið sé að undirbúa árás á Ísland frekar en nokkurt annað land í okkar heimshluta. Hann telur mikilvægt að tryggja öryggi borgaranna gegn alþjóðlegum glæpum og tekur lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Jóhann R. Bene- diktsson, undir það og bætir við að halda þurfi vökunni gagnvart öfgahópum sem sífellt verða meira áberandi í nágrannalöndum okkar, hvort sem um er að ræða trúarofstækismenn eða umhverfisöfgamenn. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, hefur yfirum- sjón með stóru hafsvæði en lögsaga Íslendinga er 760 þúsund ferkílómetrar og björgunarsvæðið sem þarf að sinna er 1,8 milljónir ferkílómetra. Hann telur helstu ógnina felast í sífelldri aukningu umferðar skipa og báta við landið og er búist við að hún muni auk- ast til muna ef spár um opnun siglingaleiða í Norður-Atlantshafi ganga eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.