Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 23
Samkoma að Saurbæ Í tilefni af útgáfu Bjarts á Svartfugli eftir Gunnar Gunnarsson verður boðið upp á menningardagskrá að Saurbæ á Rauðasandi annað kvöld kl. 20. Gunnar Björn Gunnarsson flytur meðal annars erindi um bókina og leikararnir Jón Hjartarson, Þorsteinn Gunnarsson og Valgerður Dan lesa valda kafla úr bókinni. Boðið verður upp á léttar veitingar. DV Menning föstudagur 27. júlí 2007 23 Næstsíðasta tónleikahelgi Næstsíðasta tónleikahelgi Sumartónleikanna í Skálholti verður um helgina. Á efnisskrá verða fyrirlestur og tónleikar tileinkuð barokk- tónskáld- inu Philipp Heinrich Erle- bach sem gleymst hefur í tímans rás sökum aðeins örfárra verka hans sem hafa geymst. Að auki heldur Bachsveitin tvenna tónleika, á laugardag og sunnudag, þar sem fjórir meðlimir Bach-fjöl- skyldunnar eru á efnisskrá. Að þessu sinni verður boðið upp á leiklistarsmiðju fyrir börnin á laugardeginum en hefðbundin guðsþjónusta fer fram kl. 17 á sunnudeginum. Í fótspor munka Söguganga frá miðalda- kaupstaðnum Gásum að Möðruvöllum í Hörgárdal fer fram á morgun kl. 11. Gangan hefst með leiðsögn Kristínar Sóleyjar Björnsdóttur, verk- efnisstjóra Gásaverkefnisins, um Gásakaupstað. Séra Gylfi Jónsson tekur síðan við leið- sögninni og mun á leiðinni til Möðruvalla draga fram há- punkta úr hinu magnaða verki Davíðs Stefánssonar, Munk- arnir á Möðruvöllum. Þátttöku- gjald er 1000 kr. en innifalið í því er rúta aftur að Gásum og kaffi og vöfflur eftir gönguna. Þjóðbúningur- inn í brennidepli Sýning á vettlingum og handverki sem tengist íslensk- um þjóðbúningi kvenna verður opnuð í Norska húsinu svokall- aða í Stykkishólmi, Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla, á morgun kl. 14. Hinn árlegi þjóðbúningadagur verður einn- ig haldinn hátíðlegur í þriðja sinn og af því tilefni verða konur frá Þjóðbúningastofu og Heimilisiðnaðarfélagi Íslands með kynningu og sýningu á þjóðbúningahandverki. Í tilefni dagsins er ókeypis inn á safnið og er öllum konum sem koma í íslenskum þjóðbúningi boðið í kaffi í betri stofunni. Sýningin stendur til 4. september. Að ferðast Erla Stefánsdóttir ljósmyndari sýnir nú í Skotinu hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur myndir sem hún tók á ferðalagi um austurhluta Rúmeníu í maí síðastliðnum. Myndirnar eru ekki hefðbundnar ferðalagsmyndir heldur sýna ferlið „að ferðast“. Sýningin stendur til 29. ágúst. Bandaríski rithöfundurinn Bill Holm spilar á Gljúfrasteini á sunnudaginn: Rithöfundur við flygilinn Á stofutónleikum Gljúfrasteins á sunnudaginn ætlar bandaríski rit- höfundurinn Bill Holm að setjast við flygilinn. Hann hefur löngum verið vinsæll sem ræðumaður og lesari og krydd- ar gjarnan uppákom- urnar með því að spila inn á milli á píanó. Á sunnudaginn snýst þetta við og píanóið leikur aðalhlutverk- ið. Flest verkin sem hann spilar eru samin eða útsett fyrir vinstri hönd- ina eina, en Bill hefur yndi af því að safna og æfa slík verk. Bill Holm fæddist árið 1943 í Minneota í Minnesota þar sem ís- lenskir vesturfarar settust snemma að en afar hans og ömmur fæddust öll á Íslandi. Tónlist hefur ávallt ver- ið hans mesta ástríða en ævistarfi sínu og sköpun hefur hann fundið farveg á sviði bókmenntanna. Hann hefur kennt bókmenntir í deild við Minnesotaháskóla sem staðsett er nærri Minneota, þar sem hann hefur búið síðustu áratugi. Bill er bæði ljóðskáld og „esseyisti“ og hefur gefið út tólf bækur í bundnu og óbundnu máli. Í skrifum sínum kemur hann gjarnan inn á sögu for- feðranna í Vesturheimi eða lýsir eig- in reynslu af Íslandi, sem hann hef- ur oft heimsótt. Síðastliðin sumur hefur Bill búið á Hofsósi og fengist við skriftir í Brimnesi, litlu húsi sínu við höfnina. Tónleikarnir á sunnudaginn hefjast klukkan 16. Tónleikar fyrir, má líklega ætla að sam- anlagður fjöldi seldra bóka verði nærri 150 þúsund ein- tökum. „Það sem mér finnst hins vegar skemmtilegast við þetta er hvað bækurnar gleðja marga,“ segir Guðrún. „En að sjálfsögðu kemur það sér vel að selja mörg eintök.“ Hvaða þýðingu hefur það fyrir Bjart nú þegar þessi gullgæs ykkar er hætt að verpa? Sjáið þið fram á að þurfa jafnvel að minnka um- svif ykkar að einhverju leyti? „Nei, alls ekki. Það virkar ekki þannig. Við erum nátt- úrlega með fleiri stóra höf- unda og sölupósta þannig að þetta hefur ekki þannig áhrif á rekstur forlagsins.“ En hafið þið fundið ein- hvern hugsanlegan arftaka Potters? „Það hafa margir verið að leita að arftakanum lengi og forlögin fylgjast svolítið með manni að nafni Barry Cunningham sem er mjög þekktur í bókabransanum. Hann var nefnilega einn af þeim fyrstu til að uppgötva Harry Potter og þegar verið er að spá í hvað sé að koma út hjá stóru forlögunum fylgist fólk spennt með hon- um. Hann veðjaði á bók sem heitir Tunnels og er nýkom- in út á Englandi og er í mik- illi metsölu þar. Höfundarn- ir eru tveir Bretar sem heita Roderick Gordon og Brian Williams. Við erum búin að festa okkur réttinn á henni og hvort sem það verður annað eins „fenómen“ þá er maður náttúrlega alltaf að leita að bestu bókunum. Og við vonum að sjálfsögðu að það hefjist nýtt æði í fram- haldinu, þó ekki væri nema til þess að fullnægja þörfum þeirra lesenda sem hafa ekki lengur Potterinn sinn,“ segir Guðrún. Tunnels fjallar um tvo stráka sem grafa neð- anjarðargöng og uppgötva töfraheim þar sem þeir lenda í miklum ævintýrum. Von er á fleiri bókum í kjölfarið en þýðing þeirrar fyrstu er væntanleg á næsta ári að sögn Guðrúnar. Gunnar Gunnarsson í raðir Bjarts En þá aðeins að íslenskum verk- um. Tilkynnt var í vikunni að Bjart- ur hefði náð samningum um end- urútgáfu á tveimur af verkum eins mikilmetnasta rithöfundar íslensku þjóðarinnar, Gunnars Gunnarsson- ar. Það hlýtur að vera ánægjulegt? „Það er afskaplega ánægjulegt,“ segir Guðrún. „Þetta kom þannig til að rétturinn á verkum Gunnars færðist tiltölulega nýlega úr hönd- um erfingja hans til Gunnarsstofn- unar á Skriðuklaustri og við náðum svo samkomulagi um hvernig við héldum að væri hægt að gera þessa útgáfu sem best úr garði. Við erum að sjálfsögðu stolt af því að fá ann- an eins höfund á okkar lista,“ seg- ir Guðrún en verkin sem um ræðir eru kiljuútgáfa af Svartfugli og Að- ventu. Hún segir útgáfurnar mjög aðgengilegar með formála eftir Jón Yngva Jóhannsson og Jón Kalman Stefánsson. „Það er gaman að gera þessi verk aðgengileg upp á nýtt, bæði fyrir almenna lesendur og svo er spurning hvort það skapi ekki nýtt tækifæri fyrir skólana til að setja Gunnar á leslista, þótt hann hafi reyndar verið víða á leslistum.“ Föluðust fleiri forlög eftir réttin- um á Gunnari? „Ég vil þannig séð ekkert fara nánar út í það, enda komumst við að fínu samkomulagi.“ Er í burðarliðnum að þið gefið jafnvel út fleiri verk eftir Gunnar á næstu misserum? „Það eru uppi áform um frekara samstarf já, en við byrjum á þess- um verkum og gerum þau eins vel úr garði og við getum.“ Að haustvertíðinni; hvernig lítur hún út? „Hún lítur mjög vel út. Það er auðvitað ýmis- legt ennþá að verða til, ef svo má segja, en ég get til dæmis nefnt nýja sögulega skáldsögu eftir Jón Kalm- an Stefánsson sem heitir Himnaríki og helvíti. Svo verður Jón Hallur Stefáns- son, sem skrifaði Kross- tré, með nýjan reyfara sem hafði þegar verið seldur til Þýskalands áður en hann hóf að skrifa hann. Það er mikil eftirvænting eftir þeirri bók því Krosstré er nýkomin út í Þýskalandi og gerir það feikilega gott. Svo verðum við með nýja höf- unda, til dæmis Kristínu Svövu sem er ljóðskáld og hefur eitthvað starfað með Nýhil. Hún gefur út sína fyrstu ljóðabók hjá okk- ur í haust. Þórdís Björns- dóttir, sem áður hefur gef- ið út ljóðabækur, er síðan að koma með sína fyrstu skáldsögu,“ segir Guðrún og bætir við að hún vilji kannski ekki segja allt of mikið núna, auk þess sem eðlilegra sé að höfundarn- ir sjálfir kynni verkin betur þegar þau eru endanlega tilbúin. „En síðan er náttúrlega fullt af nýjum frábærum þýðingum. Ég get til dæm- is nefnt bókina Mæling heimsins sem er eftir Dani- el Kehlmann en hann er ungur Þjóðverji og er vænt- anlegur á Bókmenntahátíð- ina í Reykjavík í september. Þetta er ótrúlega skemmti- leg saga, söguleg að vissu leyti þar sem hann notar þekkta sögulega karektara og notar svona „hvað ef“ að- ferðafræði. Þessi bók er mik- il metsölubók í Þýskalandi og er nú verið að þýða hana út um allan heim. Það kem- ur þýðing á bók eftir Cörlu Guelfenbein sem er met- söluhöfundur frá Chile en hún er líka væntanleg á bók- menntahátíðina. Svo er ein af stóru þýðingunum okkar bók sem heitir á ensku What is the What. Hún er eftir amerískt skáld sem heitir Dave Eggers og er í ungri skáldaklíku sem er að gera það mjög gott í Bandaríkj- unum. Þetta er stórkostleg bók sem er byggð á samtölum hans við ungan flóttamann frá Súdan sem flúði stríð- ið þar ásamt hópi ungra manna og lenti í sannkallaðri eyðimerkurgöngu til að bjarga lífi sínu, barðist til dæm- is við tígrisdýr og hafði hrægamm- ana sveimandi yfir sér,“ segir Guðrún, augljóslega spennt fyrir vertíðinni sem brátt fer á fullt skrið. kristjanh@dv.is Fjölhæft skáld Bill Holm er bandarískur en afar hans og ömmur fæddust öll á íslandi. Arftaka Harry Potter leitað „Þetta er náttúrlega búið að vera alveg ótrúlegt ævintýri og það er sjaldgæft að þau verði svona stór og mikil.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.