Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 32
föstudagur 27. júlí 200732 Sport DV Hugmyndasmiður Haukamanna Aron Kristjánsson er kominn heim til Íslands aftur eftir farsælan feril í Dan- mörku sem þjálfari og leikmaður. Hann hefur ráðið sig sem þjálfari meistara- flokks Hauka og einnig sem fram- kvæmdastjóri deild- arinnar. Hann ræddi við Kára Garðarsson um ferilinn í Dan- mörku, starfið hjá Haukum, stöðu hand- boltans og væntingar til næsta vetrar. a ron Kristjánsson er fluttur aftur heim til Íslands eftir fer- il í Danmörku bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann hefur ráðið sig til Hauka í Hafnarfirði sem er hans uppeldisfé- lag. Þar mun hann þjálfa meistaraflokk félagsins næstu þrjú árin auk þess starfar hann sem framkvæmdastjóri handknattleiks- deildar Hauka. Aron, sem er 35 ára í dag, hefur verið gríðarlega sigursæll sem leikmaður bæði með sínum fé- lagsliðum og landsliði Íslands. Hann hefur einnig getið sér gott orð sem þjálfari hjá einu fremsta handknatt- leiksliði Danmerkur, Skjern, og þjálf- að þar marga góða handboltamenn. Aron byrjaði á því að ræða um tímann sem hann var í Danmörku. Hann fór fyrst út árið 1998 og gerð- ist leikmaður með Skjern. Þaðan fór hann aftur heim til Íslands og átti stóran þátt í frábærum árangri Hauka árin 2001-2003. Þaðan fór hann aftur út til Danmerkur og lék stutta stund með Team Tvis Holste- bro áður en hann flutti sig aftur yfir til Skjern og gerðist þar þjálfari liðs- ins. „Árin í Danmörku voru alveg frábær. Ég fór fyrst út 1998 sem leik- maður, það er eiginlega á þeim tíma sem uppgangur handboltans í Dan- mörku hófst. Þá gerðu forsvarsmenn dönsku deildarinnar stóran sjón- varpssamning við TV2. Sjónvarps- stöðin ákvað þá að hætta með enska boltann og veðja á handboltann. Við það jukust möguleikar danskra liða til að ná stórum auglýsingasamning- um til muna. Allt í einu var handbolt- inn orðinn söluvara og var nýtanleg sem slík. Við þetta komu auknir pen- ingar inn í félögin og þetta var í raun upphafið að uppgangi handboltans í Danmörku. Við bættist að stjórn- un félaganna breyttist til batnaðar á þessum tíma en þá ákváðu félögin að setja peninga í þann þátt. Þannig að peningarnir fóru ekki bara í að kaupa leikmenn eins og oft er heldur fóru þeir líka í skipulagið á klúbbun- um,“ segir Aron. Þurfti að taka ákvörðun Aron talar um að eftir þrjú ár í Skjern hafi hann ákveðið að koma með fjölskylduna sína heim. „Þeg- ar ég kom til Skjern náðum við þeim ótrúlega árangri að komast upp úr annarri deildinni og verða meistar- ar árið á eftir. Tímabilið sem fylgdi í kjölfarið urðum við svo bikarmeist- arar og síðan þetta var um aldamót- in hefur liðið verið í toppbaráttunni í dönsku deildinni. Ég var í Skjern í þrjú ár sem leikmaður á þessum tíma og kom svo heim í tvö ár. Við ákváð- um að koma heim á þessum tíma vegna þess að við vorum nýbúin að eignast barn auk þess sem ég glímdi við erfið hnémeiðsli. Þess vegna ákvað ég að koma heim og ganga til liðs við Hauka sem voru með mjög gott lið á þessum tíma. Ég var heima í tvö ár en fann samt alltaf að ég vildi fara út aftur. Það var bara allt of mik- ið að kenna í rúmlega fullri stöðu, þjálfa tvo flokka, æfa með meistara- flokki og spila með landsliðinu. Ég var aldrei heima hjá mér. Ég fékk svo tilboð að utan eftir að hafa leikið með landsliðinu á EM 2002 og ákvað að skella mér út aft- ur ári seinna og gekk þá til liðs við Team Tvis Holstebro i Danmörku. Ég ákvað að fara aftur til Danmerk- ur vegna reynslunnar sem ég hafði af landinu, ég taldi þetta gott fyr- ir mig sem leikmann og einnig fyrir fjölskyldu mína. Hjá Holstebro var meiningin að ég menntaði mig sem þjálfari og tæki við meistaraflokks- liði félagsins í kjölfarið. Ég lék ein- ungis einn og hálfan leik með lið- inu og lenti svo í hnémeiðslum sem bundu enda á feril minn. Strax í kjöl- far þessa hringdi formaður Skjern í mig og bauð mér þjálfarastöðuna hjá félaginu. Þá varð ég í raun að velja hvort ég vildi fara í endurhæfinguna og taka sénsinn hvort ég gæti kom- ið til baka sem leikmaður eða hvort ég vidi hella mér út í þjálfun strax. Ég ákvað að taka þjálfarastöðuna hjá Skjern og sé alls ekki eftir því.“ Hjá danska félaginu fann Aron fyrir Danann Anders Dahl-Nielsen sem var gamalreyndur handbolta- kappi á árum áður. Hann hóf þjálf- araferil sinn hér á Íslandi og þjálf- aði KR árið 1982. Anders Dahl hafði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.