Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Qupperneq 38
Föstudagur 27. júlí 200738 Helgarblað DV HVERNIG HEFUR ÞÚ NÝTT GÓÐA VEÐRIÐ? Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur Fjöll og firnindi fyrir mig „Ég geri mikið af því að ganga á fjöll. Ég var fyrir vestan um daginn og gekk þar gersamlega út um allt. Núna er ég staddur í Lóni á Hornafirði, ég er í sumarbústað þar. Ég er búinn að ganga hér allt í kring. Mér finnst alltaf langbest að ganga á fjöll þegar veðrið er svona gott. Sumir fara til útlanda á sumrin en ég vil það síður. Sumarið er svo stutt hérna heima og ég vil nýta það sem best. Það er frekar að maður skelli sér út á vorin eða haustin.“ Linda Ásgeirsdóttir leikkona Eltist ekki við sólina „Ég er búin að fara býsna mikið út á land í sumar. Ég fór með syni mínum í Töfragarð- inn á Stokkseyri og svo fór ég austur á firði. Ég var að skemmta á Húnavöku á Blönduósi eina helgi þar sem ég nýtti tímann með fjöl- skyldunni líka. Ég skellti mér líka í Nauthól- svíkina og sleikti sólina þar í sumar, þannig að ég er búin að gera margt í góða veðrinu. Ég reyni eins og ég get að draga fjölskylduna með mér þangað sem ég er að skemmta. Slá tvær flugur í einu höggi. Ég er samt ekkert að eltast við sólina, það er gott ef hún kemur en það er mér ekkert kappsmál.“ Sóley Tómasdóttir femínisti Þrumur og elding- ar í Hollandi „Ég skellti mér til Hollands í þrjár vikur og naut þess að vera í þrumum og eldingum þar. Ég er bara nýkomin heim aftur. Annars nýt ég þess að sitja í sólinni og góða veðr- inu á Austurvelli, þar sem ég er núna. Mér finnst best að vera þar. Ég hef ekki enn ferð- ast innanlands í sumar en um helgina er ég að fara í ferðalag um Suðurlandið. Það verð- ur frábært.“ Þorsteinn J. Vilhjálmsson fréttamaður Reyni að synda og veiða „Ég hef eftir fremsta megni reynt að vinna til að halda þjóðfélaginu gangandi en vinnu- dagarnir hafa margir hverjir verið fremur stutt- ir þannig að afköstin hafa ekki verið mikil. Ég hef reynt að búa til hæfilega blöndu af sundi og veiðiferðum í sumar. Rigningarleysi er reynd- ar ávísun á slæmar minningar úr veiðiferðum, bæði hjá lax- og silungsveiðimönnum og það hefur að sumu leyti verið raunin hjá mér í sum- ar. Á móti kemur að maður getur ekki verið mjög gramur yfir veðrinu loksins þegar tíðin er góð. Ég man ófá rigningarsumrin, slagveðrin og ótíð- ina þannig að ég get illa kvartað, loksins þegar góða veðrið kemur.“ Toshiki Toma, prestur innflytjenda Fellibylur og jarðskjálftar „Ég hef því miður ekki getað ferðast inn- anlands í sumar því ég fór til Japans þar sem ég var í þrjár vikur. Veðrið þar var ekkert sér- stakt, það rigndi mikið en hitinn var á bilinu 25 til 30 gráður. Sumarið var Japönum ekki nógu gott því það komu bæði jarðskjálftar og fellibylur. Ég slapp sjálfur við það engu að síður. Ég á ekki von á því að ferðast um Ís- land í sumar því allur minn frítími fór í Jap- an. Í góðu veðri eins og í dag nota ég tímann til að spila hafnabolta með dóttur minni. Það er íþrótt sem fáir Íslendingar þekkja vel og ég gæti alveg hugsað mér að kenna hana hér.“ Inga Lind Karlsdóttir sjónvarpskona Frábær ferð um Vestfirði „Ég er búin að ferðast víða um land í sum- ar. Við fjölskyldan fórum bæði um Norður- land og Suðurland. Hápunktur sumarsins var samt ferðin sem við fórum um Vestfirði. Það var alveg frábær upplifun og við vorum æð- islega heppin með veður. Ég fór um Vestfirði þegar ég var barn þannig að þetta var alveg æðislegt. Við gistum í gömlu kennslustofunni í Breiðavík, þar sem við fengum frábærar mót- tökur. Gestgjafarnir voru allir af vilja gerðir til að gera dvölina sem eftirminnilegasta og þetta var æðislegt í alla staði. Við skoðuðum líka Látrabjarg og alla þá stórbrotnu náttúru sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða. Nú erum við komin heim í bili en ætlum að fara í laxveiði, fyrst hann er farinn að láta á sér kræla. Þetta er búið að vera æðislegt frí það sem af er.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.