Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 4
föstudagur 27. júlí 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Ungur ökufantur Ungur ökumaður, sem var búinn að hafa ökuréttindi í þrjá mánuði, var gripinn við hraða- kastur á Garðvegi á Suðurnesj- um á miðvikudagskvöldið. Hann mældist á 130 kílómetra hraða og fór þar með fimmtíu kílómetrum yfir leyfilegan hámarkshraða. Þetta var þó ekki það eina sem hann gerði af sér því áður en pilturinn gaf í ók hann á móti akstursstefnu í hringtorginu við Mánagrund. Hann má eiga von á sjötíu þúsund króna sekt fyrir hraðaksturinn auk 5.000 króna sektar fyrir aksturinn í hring- torginu. Foreldrum býðst fæðingarþjálfun frá meðgöngu og fram yfir fæðingu: Fæðing með aðferðum Navajo-indjána Verðandi foreldrum er nú boð- ið upp á svokallaða fæðingarþjálf- un og mæðrablessun. „Með fæð- ingarþjálfun er fjölskyldunni veitt samfelld þjónusta í öllu barneign- arferlinu, frá meðgöngu, í gegnum fæðinguna og fyrstu vikurnar eft- ir fæðingu,“ útskýrir Eydís Hentze fæðingarþjálfari. Eydís segir þjónustuna vera skipulagða í samráði við hvern og einn og markmiðið sé að mæta til- finningalegum þörfum móður, barns og aðstandenda. „Ég bý svo vel að þegar kemur að fæðingunni þekki ég fjöskylduna nægilega vel til þess að geta metið hvar þarf að sýna meiri alúð og hvernig best er að hjálpa við- komandi fjölskyldu út frá hennar eig- in þörfum. Ég rek ekki áróður með eða gegn ákveðnum hlutum heldur styð ég foreldrana í þeirri ákvarðana- töku sem þeir standa frammi fyrir,“ útskýrir Eydís. Mæðrablessunin sem Eydís stundar byggist á fornri athöfn Na- vajo-indjána í Norður-Ameríku. Ey- dís segir að í mæðrablessuninni sé smalað saman vinum og ættingjum, kvenfólki einvörðungu, og móður- inni gefnar gjafir og hún heiðruð með ýmsu móti. Hún segir gjafir þess- ar vera táknrænar fyrir þann stuðn- ing sem móðirin eigi hjá konum sem standa henni nærri. „Mæðrabless- un hefur átt vaxandi vinsældum að fagna á undanförnum árum, bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum, en þetta er í fyrsta skipti, að ég tel, sem boðið er upp á mæðrablessun á Ís- landi,“ segir Eydís. Sjálf er Eydís 28 ára gömul þriggja barna móðir. Hún segist lengi hafa verið heilluð af móðurhlutverkinu og því að vera kona. Hún er einnig heilluð af andlegum málum. Fæð- ingarþjálfun lærði hún hjá Mia Jiya Gilling Borgman í Danmörku. „Þetta á skylt við Doula-aðferðina, sem eitthvað hefur verið stunduð hérna á Íslandi, en er engu að síður umfangsmeira, ekki síst vegna þess að námið er lengra og ítarlegra,“ segir Eydís. sigtryggur@dv.is Mæðrablessun á Íslandi Mæðrablessun byggist á athöfn Navajo-indjána. í athöfninni gefa vinkonur móðurinni gjafir. Sigurður Helgi Guðjónsson, for- maður Húseigendafélagsins, segir bæjarfélög bera siðferðislega skyldu gagnvart íbúunum. Húskaupandi í Vogunum líkir ítökum Snorra Hjalta- sonar, verktaka í bæjarfélaginu, við áhrif ítölsku mafíunnar á byggingar- starfsemi á Ítalíu. Hann undrast að sveitarstjórnarmenn láti eins og þeir viti ekki af göllum á afhentum íbúð- um á svæðinu. Birgir Örn Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Voga, segist ekki kannast við almenna óánægju íbúa með viðskipti sín við Trésmiðju Snorra Hjaltasonar. Hann segir að mál sem þessi séu ekki á ábyrgð sveitarfélagsins. Sveitarstjórnir ábyrgar Sigurður Helgi Guðjónsson seg- ir að þótt bæjarfélög beri ekki nauð- synlega lagalega skyldu til úrbóta þegar kemur að málum verktaka og húskaupenda sé siðferðisleg skylda vissulega fyrir hendi. „Góður bóndi hleypir ekki ref inn í fjárhúsið sitt. Sveitarfélagi ber að hafa hag og heill íbúa að leiðarljósi og gera ekkert vísvitandi sem getur sett hagsmuni þeirra í hættu.“ Hann bendir þó á að í grófum tilfellum geti mál endað fyr- ir dómstólum. „Ábyrgt sveitarfélag myndi ekki selja Steingrími Njálssyni íbúð við hliðina á barnahemili.“ Í DV á miðvikudag sagði Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Voga, að það kæmi sér ekki á óvart ef eitthvað væri athugavert við frágang fasteigna við skil til kaupenda. Hann telur eðlilegt að eitthvað þurfi að klára eftir á þeg- ar mikil uppbygging á sér stað. Viðmælandi DV, sem keypti hús- næði í Vogunum af Trésmiðjunni, segist afar ósáttur við frágang húss- ins og að dómskvaddur matsmaður hafi staðfest stórkostlega bygging- argalla. Hann bendir á að frágangur á lögnum með neysluvatni sé með öllu óviðunandi, lagnir fyrir heita og kalda vatnið liggja saman og að alla einangrun skorti. Einnig segir hann að illa hafi ver- ið skilið við frárennsliskerfið. Eft- ir um árs notkun fór að flæða upp úr niðurföllum og klósettum og þá hafi þessi mál verið skoðuð. Nú sé til myndbandsupptaka þar sem sést að frárennslið hafi verið fullt af drullu sem hafi verið óeðlilegt eftir um árs notkun. Viðmælandi blaðsins vill ekki láta nafns síns getið af ótta við að eign hans verði óseljanleg. Hann telur að það hljóti að vera ábyrgð sveitarfélagisins að fylgjast með því að vandað sé til verks þegar byggt er upp á svæðinu. Orðrómur um óánægju íbúa Birgir Örn Ólafsson segir aðeins eitt formlegt erindi vegna athuga- semda við frágang Trésmiðju Snorra Hjaltasonar hafi komið inn á borð sveitarstjórnarinnar frá því að hann tók við í fyrra. „Til að bæjarfulltrúar geti metið hversu alvarleg mál eru þurfum við að hafa einhver gögn í höndunum. Annars getum við ekki tekið málin til skoðunar.“ Hann seg- ir það leitt ef mistök hafi orðið við byggingu íbúða í bænum en það hljóti að vera verktakans að lagfæra þau. „Þetta er fyrst og fremst á milli kaupanda og seljanda.“ Í síðustu viku sagði DV frá sex manna fjölskyldu Oddfríðar Helga- dóttur sem er á hrakhólum eftir viðskipti sín við Trésmiðju Snorra Hjaltasonar. Í gær sagði húskaup- andi þar frá því í DV að þegar hann flutti inn í íbúð sína í Vogunum hafi verið þar megn klóakfnykur sem lagðist í fataskápa og rúmföt. Birgir bendir á að þau mál sem DV hefur fjallað um í tengslum við vanefndir Trésmiðjunnar séu af ólík- um toga. Annars vegar sé það mál sem snýst um drátt á afhendingu og hins vegar byggingargalla. „Fyrir- tækið hefur staðið við skuldbinding- ar sínar gagnvart sveitarfélaginu.“ Aðspurður segist hann ekki kann- ast við óánægju íbúa í Vogum nema þetta eina erindi sem var lagt form- lega fram. „Annað er meira í formi orðróms og það get ég ekki staðfest.“ Erla hlynSdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Flæddi úr klósettUm Sigurður helgi Guðjónsson formaður Húseigendafélagsins segir sveitarfélög bera siðferðislega skyldu gagnvart íbúunum. Sigurður helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, undrast hversu létt sveitar- stjórnarmenn taka göllum í húsum í uppbyggingu í sveitarfélagi sínu. Forseti bæjarstjórn- ar í Vogum segir mál er varða galla á húsnæði vera einkamál kaupanda og seljanda. „til að bæjarfulltrúar geti metið hversu alvarleg mál eru þurfum við að hafa einhver gögn í höndunum. annars getum við ekki tekið málin til skoðunar.“ nýbyggingar í Vogum á Vatnsleysu- strönd Húskaupandi í Vogunum líkir ítökum snorra Hjaltasonar, verktaka í bæjarfélaginu, við áhrif ítölsku mafíunnar á byggingarstarfsemi á ítalíu. Hann undrast að sveitarstjórnarmenn láti eins og þeir viti ekki af göllum á afhentum íbúðum á svæðinu. Níu kærðir Níu aðgerðasinnar voru handteknir þegar þeir stöðvuðu umferð og aðgang að Hellis- heiðarvirkjun í gærmorgun. Þeir hlekkjuðu sig við bifreið og komu þannig í veg fyrir umferð að og frá svæðinu. Lögreglan þurfti að klippa keðjurnar í sundur. Einn mótmælandi klifraði upp í krana þar sem hann festi borða með slagorðum Saving Iceland. Með þessum aðgerðum vilja aðgerðasinnar mótmæla meint- um óheiðarlegum viðskiptahátt- um Orkuveitu Reykjavíkur og tengslum hennar við stríðsrekst- ur. Aðgerðasinnarnir verða kærð- ir fyrir athæfið, að sögn lögreglu- manna á Selfossi. Kærður fyrir reykspól Lögreglan á Suðurnesj- um þurfti að hafa afskipti af einstaklingi sem reykspólaði í hringi. Hann var staddur á bif- reiðaplani við nýja Njarðvík- urvöllinn í Móahverfi. Mikill hávaði barst frá honum ásamt reyk. Lögreglan kom á svæðið og greip hann glóðvolgan við að spæna upp dekkinn hjá sér sem getur orðið ansi dýrt. Hann var kærður fyrir athæfið og þarf að greiða sekt ásamt því að endurnýja dekkin. Því er ljóst að um nokkuð dýrt sport er að ræða. Göngumaður á batavegi Göngumaður sem féll ofan í Laxárgil, ofan byggða í Hruna- mannahreppi í Árnessýslu, á miðvikudagskvöldið er á bata- vegi. Maðurinn fór í aðgerð og er kominn úr öndunarvél. Hann var stórslasaður þegar hann var færð- ur undir læknishendur. Hann var meðvitundarlaus þegar björgunar- sveitin hífði hann upp úr gljúfrinu auk þess sem úr honum blæddi. Maðurinn er 24 ára gamall og var á ferð með tveimur göngufélögum. Nokkur þoka var á svæðinu við björgun en hún gekk vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.