Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 35
DV Sport föstudagur 27. júlí 2007 35 H elga Margrét Þorsteinsdóttir er 15 ára gömul frjálsíþróttakona sem vakið hefur mikla athygli í sumar fyrir fræk- in afrek á frjáls- íþróttamótum erlendis. Helga Margrét, sem verður 16 ára í haust, er uppalin í Hrútafirði og hefur æft frjálsar íþróttir við mjög slakar að- stæður fyrir norðan. Aðstæður sem frjálsíþróttafólk í Reykjavík þarf ekki að búa við. Hún hefur þrátt fyrir það sýnt það og sannað að hún er efni- legasta frjálsíþróttakona landsins en hún keppir í sjöþraut. Í sjöþraut er keppt í 100 metra grindahlaupi, há- stökki, kúluvarpi, 200 metra hlaupi, langstökki, spjótkasti og 800 metra hlaupi. Það er því ljóst að til að ná ár- angri í sjöþraut þarf gríðarlega mikla hæfileika en Helga hefur sýnt að hún hefur alla burði til þess að verða af- bragðs sjöþrautarkona. Hún hefur verið á faraldsfæti í sumar og tekið þátt í þremur stórum mótum erlend- is á stuttum tíma, þar hefur hún náð frábærum árangri þrátt fyrir að vera yngri en flestir keppenda á mótun- um. Fyrsta mót Helgu Margrétar var í Noregi um miðjan júní en það var Norðurlandamót unglinga 17 ára og yngri. Á mótinu lenti hún í 2. sæti en var samt ekkert sérstaklega ánægð með frammistöðu sína á mótinu. „NM var eiginlega ekkert mjög gott mót hjá mér vegna þess að dag- inn áður fékk ég kvef og höfuðverk. Ég var því dálítið slöpp á mótinu sjálfu en var ánægð með kúluvarpið. Reyndar var það með þriggja kílóa kúlu, sem er léttari en venjulega. Það voru að öðru leyti engar stórbæting- ar hjá mér á mótinu og ég ætlaði mér alveg klárlega að gera betur en ég gerði,“ sagði Helga aðspurð hvernig gekk á NM í Noregi. Næsta mót Helgu var í Tékklandi um miðjan júlí en það var Heims- meistaramót unglinga 17 ára og yngri. Helga segir að á HM hafi hún náð jöfnustu þraut sinni á ferlin- um. „Ég er hrikalega ánægð með það HM. Það var jafnasta þraut sem ég hef farið í gegnum. Það var ekk- ert stórkostlegt klúður á því móti. Ég náði besta árangri ársins hjá mér í mörgum greinum á HM, svo ég er mjög ánægð með það. HM var miklu betra mót hjá mér en NM.“ Helga er nýkomin frá Hollandi þar sem hún keppti á Evrópumeist- aramóti 20 ára og yngri. Þar var hún yngst allra keppenda í sjöþrautinni og vildi nota mótið til að sjá hvar hún stæði gegn eldri og reyndari kepp- endum. „Ég fór ekki með neinar væntingar inn á EM. Ég vissi ekkert hvar ég stæði eða neitt og ætlaði bara að reyna að bæta mig frá því á HM. Ég var samt rosalega ánægð með 10. sætið á mótinu ég vissi ekki að ég myndi ná svo langt. Ég sé á árangri mínum á þessu móti að þessar stelp- ur eru ekkert svo langt á undan mér.“ Af hverju stend ég í þessu? Aðspurð hvort álagið í sumar hafi ekki verið gríðarlegt sagði Helga að svo hafi verið. Hún sagði að líkamlegt og ekki síst andlegt álag væri mik- ið á mótunum „Þegar það gekk sem verst á EM fór ég að hugsa af hverju ég væri að standa í þessu. Svo þegar mér gekk vel hugsaði ég að þetta væri það besta í heimi. Þannig að þetta er gríðarlegt andlegt álag fyrir utan það líkamlega. Mér finnst erfiðast að gíra mig upp eftir lélegar greinar og reyna að gleyma þeirri grein sem maður var að klára.“ Helga er eins og áður sagði ein- ungis 15 ára gömul. Hún á því mörg ár eftir í íþróttinni og segist eiga margt eftir ólært „Ég þarf að fara að vinna í tækni í öllum greinum í raun en kannski þó sérstaklega í spjót- kasti, langstökki og hástökki. Ég hef alveg ágætan styrk allavega miðað við að vera bara 15 ára gömul. Þannig að það er bara tæknin sem ég þarf að fara yfir enda ekkert verið að æfa við allt of góðar aðstæður til þess að vinna í henni. Aðstaðan fyrir norðan er í raun engin. Ég æfði í íþróttahúsi á veturna þar sem er engin aðstaða til að vera í gaddaskóm eða neitt og á sumrin æfði ég alltaf á grasvelli sem voru reyndar með tartan í spjótkasti og langstökki. Ég gat til dæmis ekk- ert æft hástökk á sumrin. Þetta er ábyggilega aðalástæðan fyrir því að tæknin mín er ekki nógu góð í dag. Svo kem ég hingað til Reykjavík- ur og þar er aðstaðan mikið mun betri sérstaklega inniaðstaðan. Ég hélt reyndar að þetta væri frábær að- staða sem frjálsíþróttafólk hefur hér en ég heimsótti Þóreyju Eddu (Elís- dóttur) í Þýskalandi. Aðstaðan þar var svoleiðis þúsund sinnum betri en hér heima. Þannig að við eigum enn dálítið langt í land. Það er miklu meira en bara æfingarnar sem þarf að laga hér. Allt fyrir utan þær mætti laga svo að árangur Íslendinga verði betri. Til dæmis má nefna aðgang að sjúkraþjálfurum og nuddurum. Úti hjá Þóreyju Eddu voru þeir á hverju strái. Það er í raun fullt af litlum ein- földum atriðum sem finnast ekki hér. Það mætti nefna teygjuæfingar, æfingatæki og fleira. Það væri mjög auðvelt fyrir íslenska frjálsíþrótta- menn að bæta þessi atriði hjá sér.“ Tilviljun að ég fékk þjálfara Eins og áður sagði er Helga Mar- grét uppalin í Hrútafirði. Þar æfði hún með Ungmennasambandi Vest- ur-Húnvetninga (USVH) á sínum yngri árum. Helga segir það ein- skæra tilviljun að hún hafi farið að æfa frjálsar íþróttir skipulega þegar hún var 10 ára gömul. „Ég var hrika- lega heppin með það að þegar ég var i 10 ára gömul kom strákur norður sem heitir Guðmundur Hólmar Jóns- son en hann hafði verið að æfa frjáls- ar lengi. Hann fór að þjálfa mig og í raun er þetta bara tilviljun að hann skyldi koma norður og fara að þjálfa mig. Ég byrjaði ekkert að æfa skipu- lega fyrr en Guðmundur flutti norður en hann hefur verið þjálfarinn minn síðan þá og ég á honum þetta allt að þakka, hann er mjög góður þjálfari. Ég var alltaf að leika mér í frjáls- um með krökkunum fyrir norðan áður en Guðmundur kom. Það var hópur af krökkum sem kom saman á sumrin og við lékum okkur í frjálsum íþróttum án þess að gera það eitthvað skipulega. Í dag er ekkert svoleið- is í gangi fyrir norðan sem er frekar sorglegt. Það er reyndar héraðsmót í kvöld (þriðjudag) hjá mínum mönn- um í USVH og ég hefði alveg viljað vera með. Mig langar dálítið að vera áfram í USVH því það er náttúrulega mitt lið. En það er bara svo erfitt að vera alltaf ein að æfa.“ Það er þekkt í íþróttahreyfingunni að ungmenni sem stunda afreksí- þróttir þurfa að greiða háar fjárhæð- ir fyrir keppnisferðir. Helga segist ekki hafa fundið fyrir þessum mikla kostnaði sem ferðirnar hafa í för með sér. „Ég hef ekki fundið mikið fyrir kostnaðinum á ferðalögunum inn- anlands. En ég hef sótt æfingar suð- ur sérstaklega síðasta vetur auk þess bætast við ferðalög á mót. Það eru kannski frekar foreldrar mínir sem finna fyrir þessum kostnaði en ekki ég. Ég fæ líka styrki sem hjálpa mér rosalega mikið. En ég þarf ekkert að borga fyrir utanlandsferðirnar á veg- um FRÍ (Frjálsíþróttasambands Ís- lands) þeir borga það alveg. Það er annað en til dæmis í körfuboltan- um og handboltanum en þar þurfa krakkarnir að borga allar utanlands- ferðir sjálfir. Umgjörðin hjá FRÍ er bara nokkuð góð þeir eru að reyna að gera sitt besta með það fjármagn sem þeir eru með í höndunum. Það mættu samt alveg sumir hlutir vera betri eins og til dæmis búningamál. En ég ætla ekki að kvarta.“ Var engin fitubolla Þegar Helga var spurð hvort hún væri með meðfædda hæfileika í frjálsum íþróttum eða hvort árang- urinn væri vegna þrotlausra æfinga kom eilítið fát á hana. Hún svaraði því til að hún hefði ábyggilega sitt lít- ið af hvoru. „Ég held að ég hafi alveg verið ágætt talent í frjálsar íþróttir. Ég var alveg snögg, hröð og létt og hafði allt til að bera til að verða góð í frjáls- um íþróttum. Ég var allavega engin fitubolla, svo ég þurfti ekkert að byrja á því að vinna á því. En að sjálfsögðu hef ég bætt mig mikið með æfingum þannig að það eru ekkert bara hæfi- leikarnir sem hafa skilað mér þess- um árangri.“ Helga segir að hún hefði ekkert endilega orðið betri frjálsíþróttakona ef hún hefði alist upp í Reykjavík og notið þeirra æfingaaðstæðna sem reykvískt frjálsíþróttafólk býr við. Hún segir að hugsanlega væri hún ekki að æfa frjálsar íþróttir ef hún hefði búið í Reykjavík allt sitt líf. „Ég er ekkert viss hvort ég væri eitthvað betri ef ég hefði alist upp í Reykja- vík og æft þar frá 10 ára aldri. Ætli ég væri nokkuð að æfa frjálsar íþróttir í dag. Það er allt eitthvað svo afslapp- að í sveitinni og svona sem hjálp- ar held ég til að einbeita sér. Auk þess sem það að æfa á grasi, sem ég gerði fyrir norðan, minnkar líkurnar á beinhimnubólgu. Ég finn fyrir því strax og ég fer að hlaupa á malbiki eins og ég geri í Reykjavík þá kemur beinhimnubólgan strax upp. Þannig að ég held að það hafi bara verið gott að byggja sig upp þarna í sveitinni.“ Helga lauk grunnskólanámi í vor og hefur framhaldsskólanám í Menntaskólanum við Hamrahlíð nú í haust. Hún segir það mikilvægt að skipuleggja sig vel þegar æft er á fullu og nám stundað samhliða því. „Mað- ur verður að mennta sig, það er bara þannig. En ég ætla ekkert að hætta í frjálsum til að einbeita mér að skól- anum né öfugt. Þannig að ég ætla mér að reyna að tvinna þetta sam- an, námið og íþróttina. Þetta er bara spurning um að vera skipulagður og þá næst þetta alveg.“ Helga er flutt til Reykjavíkur og hefur hafið æfingar á fullu í höfuð- borginni. Hún segist hafa fulla trú á því að hún nái þeim framförum sem nauðsynlegar eru hjá sínu nýja félagi. „Ég fer í Ármann/Fjölni hér í Reykja- vík og þar hef ég trú á því að ég nái þeim framförum sem ég þarf að ná. Þetta tekur náttúrulega dálítinn tíma allt saman og ég laga ekkert tæknina á einu ári. Ég þarf bara að vera þolin- móð. En það kemur þegar það kem- ur og ég fæ góðan þjálfara hjá mínu nýja félagi sem er Stefán Jóhannsson til að vinna að þessu með mér,“ segir hin geðþekka Helga Margrét að lok- um og heldur til æfinga með félögum sínum í Ármann/Fjölni. kari@dv.is SveitaStelpa í Sjöþraut þjálfarinn„Helga hefur mikið keppnisskap og hefur líka mikla líkamlega hæfileika. En hún fer mjög langt á keppnisskapinu. Ég sá strax að Helga gæti orðið góð frjálsíþróttakona en systir Helgu Margrétar var mjög góð í frjálsum íþróttum og hún fylgdi í raun bara í fótspor hennar. Helga þarf að bæta tæknina hjá sér í stökkgreinum aðallega. Hún er sterk og hefur þokkalega tækni í kastgreinum, sérstaklega kúluvarpi. Það var nefnilega hægt að æfa það mest þarna fyrir norðan. Það var erfiðara að æfa lang- og hástökk við þær aðstæður sem við höfð- um í Hrútafirði. Hún á mikið inni í öllum stökkgreinum,“ segir Guðmundur Hólmar. HelgA MArgréT Helga er nýkomin frá Hollandi þar sem hún keppti á Evrópumeistara- móti 20 ára og yngri. Þar var hún yngst allra keppenda í sjöþraut- inni og vildi nota mótið til að sjá hvar hún stæði gegn eldri og reyndari keppendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.