Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 59
Óttast svefninn Leikarinn Matthew Perry þjáist af gríðarlegu svefnleysi því hann óttast að sofna. Fyrrum Friends-leikarinn segist hafa reynt allt sem honum detti í hug en samt nái hann engan veginn að slaka á á kvöldin og það komi alltaf eitthvað upp í huga hans sem veldur honum áhyggjum og hræðslu. „Ég hef keypt mjög þægileg rúmföt, á gott rúm, kveiki á kertum áður en ég fer að sofa til að skapa afslappandi andrúmsloft og skelli róandi tónlist á fóninn meðan ég bursta tennurnar en ekkert virkar. Ég get bara ekki losnað við þennan ótta við að sofna,“ segir þreytti leikarinn. Fær stjörnu Matt Damon segist hafa verið yfir sig ánægður þegar hann fékk stjörnu í stéttina á Hollywood Boulevard síðastliðinn miðvikudag en óttast hins vegar að gleðin sé úti standi hann einhvern að því að pissa á stjörnuna hans. „Ég trúi ekki að ég standi á stjörnu með nafninu mínu á, ég ætla að sýna börnunum mínum þetta. Þegar ég og Ben Affleck vorum yngri bjuggum við í algjöru hreysi aðeins fimm götum héðan og hefðum aldrei getað ímyndað okkur að nafnið okkar myndi vera áletrað hér einhvern daginn. Sjarminn mun þó hverfa ef ég sé einhvern míga á stjörnuna,“ segir leikarinn. Skýtur til baka Leikstjórinn Michael Bay hefur nú skotið til baka á Bruce Willis eftir að leikarinn skrifaði á internetblogginu sínu að hann myndi aldrei vinna með Bay aftur því öskrandi leikstjóri sé ekki neitt sem fólk sækist eftir en tvíeykið starfaði saman við Armageddon. Bay, sem nýlega leikstýrði kvikmyndinni Transfor- mers sem kom í kvikmyndahús á svipuðum tíma og nýjasta Die Hard- myndin sem Willis fer með aðalhlutverkið í, segir að Willis hafi gert þetta til að draga athyglina frá Transformers og til sín. „Willis skrifaði þetta klukkan hálffjögur um nótt, það er ekkert viturlegt sem kemur út úr því,“ segir Bay. föstudagur 27. júlí 2007DV Bíó 59 Leitar til Ronnie Ofurmódelið Kate Moss hefur leitað ráðlegginga varðandi ástarlífið hjá gamla Rolling Stones-rokkaranum Ronnie Wood. Moss hætti nýlega með sjúskaða fíkniefnaneyt- andanum Pete Doherty og ganga þær sögur fjöllunum hærra að Pete hafi haldið framhjá Moss. Í kjölfarið leitaði hún til Ronnie og eiginkonu hans Jo en Ronnie og Moss eru gamlir vinir. Nú býr Moss meira að segja heima hjá þeim hjónum og gera þau allt sem þau geta til að hjálpa henni að gleyma vandræða- gemlingnum Pete. Fyrirfram ákveðið Kryddpían Melanie Brown segir í nýlegu viðtali að hún og Eddie Murphy hafi planað að hún yrði ólétt en þau eiga nú þriggja mánaða gamla dóttur, angel Iris. Murphy reyndi þó að þræta fyrir það að hann væri faðirinn en eftir dNa- rannsókn kom í ljós að hann ætti stúlkuna. „Mig klígjar ennþá við því að hann hafi reynt að þræta og að hafa þóst vera svona hissa þegar niðurstöðurnar komu í ljós því við ákváðum í sameiningu að eignast þetta barn, það gerðist kannski hraðar en við áttum von á en var samt alveg frábært,“ segir kryddið. Mulroney snillingur dermot Mulroney kemur til með að leika í kvikmyndinni flash Of genius ásamt greg Kinnear. Mulroney leikur þar gil Privick, besta vin roberts Kearns, sem leikinn er af greg Kinnear. undirbúningsvinna er þegar hafin fyrir myndina en hún verður kvikmynduð í toronto. Marc abraham leikstýrir myndinni en handritið er skrifað af honum sjálfum ásamt þeim Philip railsback og scott frank. ANDLITIN Á BAK VIÐ RADDIRNAR Dan Castellaneta raddlistamaðurinn dan Castellaneta er alveg ótrúlegur þegar kemur að því að tala mismunandi röddum. Ekki nóg með að dan tali fyrir eina ástsælustu sjónvarpspersónu allra tíma heldur talar hann fyrir 20 aðrar persónur í spring- field. Þar af eru til dæmis Barney, grampa, Krusty the Clown, Mayor Quimby og hundurinn santas little Helper. dan sem er fæddur 1958 hefur hlotið Emmy-verðlaun fyrir snilli sína en hann hefur talað inn á mikið af öðru efni en simpsons. Hann hefur ljáð rödd sína í nálægt 150 kvikmyndir og þætti. Nancy Cartwright Það kemur þeim sem vita ekki betur alltaf jafnmikið á óvart að það sé kona sem talar fyrir Bart simpson. Nancy talar þó fyrir nokkrar lykilpersónur í viðbót og sjö alls. Hún talar til dæmis fyrir Maggie simpson, ralph, Nelson og todd flanders. Nancy sem er fædd 1957 hefur líkt og dan talað inn á og leikið í fjölmörgun kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Þá hefur Nancy einnig hlotið Emmy-verðlaun fyrir störf sín. Harry Shearer gamalreyndi grínistinn og leikarinn Harry shearer er lítið síðri en dan í persónusköpun sinni. alls talar Harry fyrir 15 persónur í the simpsons. Þar ber helst að nefna scratchy, Mr. Burns, rev. lovejoy, Ned flanders, lenny, President arnold schwarzenegger, Kent Brockman, Principal skinner, dr. Hibbert, smithers og Otto. Harry sem er fæddur 1943 hóf ungur að leika í kvikmyndum og lék í myndinni the robe árið 1950. Harry hefur leikið í fjölmörgum myndum og lék meðal annars í og átti part af handriti myndarinnar this Is spinal tap. Hank Azaria Það kannast margir við leikarann Hank azira sem hefur meðal annars leikið í þáttunum friends og kvikmyndum eins og Mystery Men, godzilla og grosse Pointe Blank. Hank talar fyrir heilar 18 persónur í myndinni. Þekktustu persónurnar eru frink prófessor, Comic Book guy, Moe, Chief Wiggum, lou, Carl, apu, drederick tatum og dr. Nick. Julie Kavner leikkonan julie Kavner talar fyrir hina góðlegu Marge simpson. Marge er eina persónan sem julie talar fyrir en hún gerir það vel. julie er þó einnig þekkt sem leikkona og hefur til dæmis leikið í þó nokkrum Woody allen- myndum. Yeardley Smith líkt og julie talar Yeardley smith bara fyrir eina persónu og það er lisa simpson. Yeardley hefur leikið í fjölmörg- um myndum svo sem toys ásamt robin Williams og City slickers með Billy Crystal. The Simpsons Mov- ie sem beðið hefur verið eftir í 18 ár er loksins komin í kvik- myndahús. Myndin er frumsýnd í dag í flestum bíóhúsum landsins. Ótrúlegt en satt eru það fjór- ir leikarar sem tala fyrir yfir 80 persón- ur í myndinni. Þar af talar Dan Castella- neta sem er rödd Homers fyrir 20 þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.