Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 20
Hvað er að eiginlega að hon-um Ögmundi? Hvað er að því að forsetinn okkar, sjálfur Ólafur Ragnar Grímsson, breyti aðeins til á Bessastöðum og leyfi okkar bestu bissnessmönn- um að gera þar samninga? Það er ekki eins og nýjasti Bessastaða- samningurinn sé eitthvert slor, ó, nei, ekki aldeilis og það ætti Ögmundur að viðurkenna. Mig grunar að á Bessastöðum hafi verið sungið lagið; ég hef aldrei áður séð aðra eins frystikistu. Það skal Ögmundur taka til skoðunar að Íslendingar hafa tekið við rekstri rosafrystikistu í Kína. Geri aðrir betur. Það er algjör óþarfi af Ög-mundi að láta svona. Það er eitthvað svo svalt við þetta allt saman. Íslendingar taka yfir risafrystikistu í Kína og skrifa undir samninginn á forsetasetrinu. Vel má vera að hvunndagurinn hjá for- setanum sé ekki svo viðburðarríkur að hann hafi ekki tíma aflögu til að vera viðstaddur jafnmerka undir- skrift og frystikistusamningurinn örugglega er. Þó ekki væri nema þess vegna er vel skiljanlegt að for- setinn hafi viljað fá gesti til sín og boðið upp á snittur og með þeim. Deginum hefur eflaust verið bjargað hjá forsetanum og hann hefur vonandi sofn- að sáttur með dagsverkið. Þess vegna áttu allir að vera glaðir, Kínverjarnir að hafa skrif- að undir hjá forsetanum, Íslendingar að hafa tekið yfir frystikistu í Kína og forsetinn yfir að hafa feng- ið gesti. Allt er þetta svo já- kvætt og gott. Ekki brást þann dag að sólin skein og Bessastaðir voru baðaðir í sól og jákvæðni og framtíðardraumum tveggja þjóða. Fánar blöktu, fuglar sungu og snitt- ur gengu niður í maga Kínverja og Íslendinga og forsetans. Eitt gleymdist í gleð-inni. Það var Ög-mundur. Hann varð önugur og gerði allt sem hann gat til að Kínverj- um, Íslendingum og for- setanum yrði bumbult af snittunum, reyndi að þagga niður í fuglunum, fá fánana til að liggja kyrra niður með stöngunum og jafnvel fá þá til að ná aðeins í stöngina hálfa og draga fyrir sólu. Hvað vill Ögmund- ur? Að frystikistusamningar séu gerðir í venjuleg- um húsum og með venjuleg- um vitund- arvottum? Nei, ágæti Ögmundur, ekkert svona. Svona samninga á að gera hjá forsetanum okkar. Ekki endilega samninganna vegna, ekki endilega vegna Kínverjanna eða Íslendinganna, nei, Ögmundur, vegna forsetans. Hann verður að hafa verðug verkefni. föstudagur 27. júlí 200720 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal ritStjóri og áByrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson aðStoðarritjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir auglýSingaStjóri: auður Húnfjörð Umbrot: dV. Prentvinnsla: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. aðalnúMer 512 7000, ritstjórn 512 7010, ÁskriftarsíMi 512 7005, auglýsingar 512 70 40. Fúllyndi ögmundar Daggeisli Sigurjón M. EgilSSon ritStjóri Skrifar Sérstaða hans var meiri en svo. Með virðingu leiðari Trúlega munu allir blaðamenn á Íslandi sakna Einars Odds Kristjánssonar. Hann var í hópi fárra þingmanna sem sýna fjöl- miðlum fullan skilning. Einar Oddur brást undantekningalaust vel við þeg- ar fjölmiðlar leituðu til hans. Hann var einstaklega vel að sér um flest mál, en sérstaklega um efnahagsmál og þjóðar- hag. Einar Oddur hafði þann hæfileika að geta orðað hugsanir sínar. Hann var óhræddur við að segja hug sinn og allt þetta varð til þess að fjölmiðlar leituðu oft til hans. Það er kannski þriðjungur þingmanna sem skilur hlutverk fjölmiðla, bregst vel við erindi þeirra og ætlast ekki til að frum- kvæði frétta komi frá stjórnmálamönnunum sjálfum. Þannig hugsandi þingmenn eru allt of fáir og það er söknuður að þeim manni sem stóð fremstur þeirra stjórnmálamanna. Einar Oddur Kristjánsson skilur eftir skarð sem verður vandfyllt. Eftir andlát hans hafa augnablik leitað á hugann, augnablik sem hann hef- ur gefið af sér til opinnar og nauðsynlegrar umræðu í samfélag- inu. Eins leita á hugann staðreyndir um hversu djúp spor hann setti á samtímann. Þjóðarsáttina ber hæst og framlag hans til þess samfélags sem við eigum í dag er verulegt. Áður en Einar Oddur var kjörinn á þing hafði hann meiri áhrif á sitt samfélag en flestir þingmenn og margir ráðherrar. Einar Oddur varð aldrei ráðherra. Hitt er vitað að áhrif hans voru meiri en flestra þingmanna. Þekking hans og hæfileikar urðu til þess að hann var kall- aður til ráðgjafar frekar en flestir aðrir. Samskipti Einars Odds Kristjánsson- ar við fjölmiðla bera honum gott vitni. Þar fór maður sem nálgaðist alla af virðingu og gerði ekki mannamun. Nýliðar í blaðamennsku gátu leitað til hans þótt þekking þeirra væri ekki ótakmörkuð og að loknu samtali við hann leið þeim oftast vel, fannst skilningur hafa auk- ist og vegur þeirra vera meiri. Það er ekki öllum gefið að tala þannig við fólk að því líði sérlega vel á eftir. Söknuður fjölskyldu Einars Odds Kristjánssonar og vina er ef- laust mikill. Ritstjórn DV sendir syrgjendum samúðarkveðjur og drúpir höfði í virðingu við genginn félaga. Einar Oddur lést um aldur fram og skilur eftir sig skarð sem ekki verður fyllt. Sérstaða hans var meiri en svo. Dómstóll götunnar Á að bora göng til Vestmannaeyja: „Þetta er mikill peningur fimmtíu milljarðar. Það er svolítið mikið á haus. Þetta er of mikill peningur á of fáa hausa.“ Daníel Hjörtur, 40 ára listamaður „Mér finnst fínt að setja göng til Vestmannaeyja. Ég hef aldrei komið þangað, kannski verður þetta til þess að maður fari þangað einhvern tímann. Það þarf bara að skoða alla kosti.“ Guðni Sigurðsson, 24 ára ráðgjafi „Það er ódýrara að toga Vestmannaeyj- ar til lands. Ég veit ekki hvort þetta er mjög skynsamt.“ Halldór Rúnar Magnússon, 48 ára verslunareigandi „Ég hef hreinlega enga skoðun á þessu. Ég hef ekkert kynnt mér málið þannig ég þori ekki að leggja dóm á það.“ Mörður Ingólfsson, 37 ára verslunareigandi sanDkorn n Fæstir femínistar gerðu sér grein fyrir að klámframleið- andinn Scott Hjorleifsson hefði komið í femínistap- artí þar til Stöð 2 færði landanum fimm mánaða gamla frétt. Þrátt fyr- ir að klámráðstefnunni hafi verið aflýst mætti Scott með félögum sínum og litu þeir við á Barnum á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars. Á efri hæðinni var árlegt partí femínistafélagsins Bríetar. Sól- ey Tómasdóttir gaf sig þar á tal við klálmkarlana sem sögðust vera ferðamenn og þeir könn- uðust ekki við að vera femín- istar. n Fylgst verður með baráttu eigenda rafvélaverkstæðis- ins Glitnis í Borgarnesi í bar- áttunni við Glitni banka, en bankinn kallar sig bara fyrra nafninu, það er Glitnir. Þetta segja rafvirkj- arnir að kalli á tóm vandræði hjá þeim. Þangað berst póstur sem á að fara til bankans og fólk hringir í raf- virkjana þegar það á erindi við bankann. Rafvirkjarnir í Borg- arnesi vilja að bankinn noti allt sitt nafn, hafin er barátta Davíðs við Golíat og eflaust verður fylgst með baráttunni. n Enn á ný er umræða á vefn- um um hvað hafi orðið af Geir Haarde forsætisráð- herra, en hann þykir hafa ein- stakt lag á að láta sig hverfa og vera utan við alla um- ræðu í þjóðfélaginu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem netverj- ar sakna Geirs, en nú er sagt undarlegt að hann skuli ekki taka þátt í umræðunni sem er vegna aflasamdráttar, sterkrar krónu, hárra vaxta og annars sem kallar á að æðsti mað- ur efnahagsmála þjóðarinnar skuli taka þátt. n Sigurjón Þórðarson fyrrum þingmaður hefur ekki mikla trú á aðgerðum ríkisstjórn- arinnar vegna byggðamála. Hann segir þetta um Geir H. Haarde á heimasíðu sinni. „Það er kaldhæðnislegt að um leið og ég sá forsætis- ráðherrann skarta ljósum bún- ingi sá ég fiskverkanda sem hafði starfrækt fiskverkun um áratugaskeið, en sagan segir að hann hafi verið knúinn í gjaldþrot af sjálfri Byggða- stofnun vegna 4 milljóna kr. skuldar við stofnunina. Það var skömmu áður en ríkisstjórn- in tilkynnti að Byggðastofnun ætti að gegna meginhlutverki í að bjarga landsbyggðinni. Ef maður þekkir stjórnarherrana rétt er ekki líklegt að mikið kjöt verði á beinunum í umtöluð- um mótvægisaðgerðum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.