Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 28
föstudagur 27. júlí 200728 Helgarblað DV líka að þekkja þessa furðufugla sem gengu um og skrifuðu ljóð í nútímanum.“ Megas hefur líka lesið rímur, sem hann segir ótrú- lega mikið til af. „Maður þekkir náttúrulega bara brot af því sem er til. Magnið af rímum er svo mikið. Það er til tíu binda safn af rím- um þar sem hvert bindi er þúsund síður. Þar eru bara fleyttar ofan af feitustu rímurnar. Rímnaflokkur eftir Sigurð Breiðfjörð getur til dæmis verið tvö bindi. Maður komst svo í skáld sem ekki höfðu verið gefin mikið út, eins og Æri Tobbi, Leirulækja Fúsi og fleiri. Eitt þessara bútlegga sem ég náði í var eftir Tryggva Magnússon listmálara og hét Jesúr- ímur, sem er dauðfyndin frásaga um Krist. Þegar Passíusálmarnir voru svo fluttir fyrir páskana í útvarpinu þá mátti ekki slökkva á þeim. Það gilti um þá sama regla og um þjóðsönginn og ég var dálítið fúll yfir þessu. En svo tók ég fyrsta sálminn fyrir og ákvað að gera við hann rokklag, guði til ergelsis. Þessir textar hafa alltaf verið fluttir rólega, en ég áttaði mig á því að þeir smellpössuðu við hröð lög. Ég byrjaði á fyrsta sálminum með háð í huga, en svo 1973 dreif ég í því að klára alla sálamana, sem ég hef flutt megnið af á tónleikum.“ Hefðin og bragfræði Megas er að mörgu leyti hefbundið skáld, því hann fylgir bragfræðireglum – að miklu leyti. „Bragfræði er ekki heilag- ur bókstafur, en í góðum erlendum skáld- skap eru til dæmis stuðlar. Þetta er svosem ekki niðurneglt og reglubundið, en þeg- ar menn vilja séreffekt, þá er beitt stuðl- um. Egill Skallagrímsson kom svo hingað með nýjasta poppið frá Bretlandi á sínum tíma, sem er endarím – alveg rosalegt trix. Þannig að endarímið er innflutt og óþjóð- legt. Hið ekta íslenska form er stuðlar, höf- uðstafir og innrím. Mér fannst auðveldara að gera lag við texta sem hafði einhverja bindingu. Það verður líka meira áhugavert fyrir þá sem hlýða á. Rímið yrkir svolítið fyrir mann og maður fær hugmyndir út frá rími sem mann myndi aldrei geta dreymt um ef maður hefði ekki þessar hendingar. Það er hending hvaða orð ríma saman og þau eru ekkert endilega skyld, en þá býr maður til einhver tengsl. Maður er kannski þrotinn að rímhljóðum og verður bókstaf- lega að nota eitthvað, þá er að finna eitt- hvert samhengi og síðan að leika sér að því að búa til einhver orð sem standa saman. Til dæmis er lína í laginu Freyjufár á nýju plötunni sem er svona: ferðalanga fargagn / fró og lostatól / kynntu mér þinn hvar vagn /keyrir að sestri sól. Það er oft svolítið skemmtileg pæling að finna út hvar mað- ur getur raðað orðunum niður þannig að þau rími saman og stundum þarf maður að snúa dálítið upp á orðaröðina til að rímið haldist. Ósamrímanlegt rím En er það þá ef til vill listin; að búa til samhengið? Öfugt við menn sem ríma og ríma en skortir samhengið? „Jú, það er list- in. Poppbankinn á Íslandi er rýr, hinsvegar er nóg til að hefðbundnum frösum og hægt að sækja þá eftir hendinni. En það myndi ekki ganga í poppinu. Þeir sem eru hag- yrtir en litlir hugmyndafræðingar eru með stanslausar klisjur, sem eiga að heita alvar- legar en eru bara hlálegar. En auðvitað er maður alltaf með einhverjar klisjur – enda gaman að taka á þeim og snúa út úr þeim. Það er alveg hægt að ríma saman eitthvað sem á að heita ósamrímanlegt, með sér- stökum hnikunum á orðaröð og slíku ef orðið sem á að fá rímorð, á sér ekkert rím- orð. Fats Domino leysti þetta mál með öðr- um hætti; þegar lagið krafðist þess að það væri rím, þá gat hann látið allt ríma sam- an með þessum kreólaframburði sínum. Eftir því sem maður hefur aðgang að meiri tungumálafrösum, þá er maður betur í stakk búinn að geta gert textana fjölbreytta og skemmtilega. Ef maður þekkir til dæm- is Grím, þá er maður með ótrúlega mik- inn banka. Maður hleypur ekki þangað og sækir setningar, en aðferðafræðin hans er flott og töff. Þegar maður er alinn upp með James Joyce og Arthur Rimbaud, þá er það mjög stórt atriði að textinn sé töff og hristi upp í mönnum.“ Verðlaun Jónasar Tungumálið er helsta verkfæri Megasar og árið 2000 fékk hann verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu, fyrir notkun þessa verkfæris. „Mér þótti það mjög skemmtilegt. En ég athugaði fyrst hverjir aðrir hefður fengið þau. Þegar ég sá í hvaða félagsskap ég var þá þótt mér þetta mjög gaman. Það sama gildir um listamannalaun. Ég þáði þau þegar ég komst að því að verið væri að veita þau yngri listamönnum líka.“ Þó Megas ætti orðið mikið af lögum í kringum árið 1970, var útgáfa ekki beint á dagskrá. „Ég var með konu sem var formað- ur Reykjavíkurdeildar Fylkingarinnar og þeir voru því nokkuð margir heimilisvinirn- ir sem maður spilaði þessi lög fyrir. En það „Ég man eftir því haustið ´65, þeg- ar ég var að byrja í menntaskóla, þá hafði Megas orðið stúdent vorið áður,“ segir Þórarinn Eldjárn rithöfundur. „Þá sá maður auðvitað eldri skóla- blöð og þar var að finna ljóð, smásög- ur, tónverk og myndlist eftir þennan mann. Og ég sá einhvers staðar í einu af þessum blöðum að hann var kall- aður „Leonardo da Vinci-ið“ Magnús Þór Jónsson. Ég hef fylgst með hon- um allar götur síðan og finnst eigin- lega að þessi orð lýsi honum betur en allt annað. Hann er einhvers konar renessans-maður. Hann á engan sinn líka.“ Þórarinn kveðst ekki hafa beinlínis unnið með Megasi en hins vegar les- ið upp um leið og hann. „Ég hef tekið eftir að allt sem hann gerir einkennist af gríðarlegri fagmennsku, samvisku- semi og nákvæmni.“ Spurður hver staða og mikilvægi Megasar í íslensku tónlistarlífi í gegnum tíðina sé að mati Þórarins segist hann ekkert vita um það. „Fyrir mér er hann allistamað- ur. Hann er til að mynda klárlega einn besti, ef ekki besti, söngtextahöfund- ur sem við höfum átt. Annars er erf- itt að flokka hann svona niður. Ég get eiginlega ekki kallað hann tónlistar- mann, ég get ekki kallað hann rithöf- und og ég get heldur ekki kallað hann myndlistarmann. Hann er þetta allt saman og það er einhvern veginn svo samtengt að það er ekki hægt að að- skilja það.“ Þórarinn Eldjárn rithöfundur „Leonardo da Vinci-ið“ Magnús Þór Jónsson Fyrsta og nýjasta platan Megas kom fyrst út 1972 - 35 árum seinna kemur frágangur út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.