Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 31
DV Sport föstudagur 27. júlí 2007 31 BARCA OG REAL FARA MIKINN Á MARKAÐNUM Pepe – miðvörður Marga rak í rogastans þegar Real Madrid ákvað að borga Porto tæpa 2,5 milljarða fyrir Pepe. Pepe fæddist 26. febrúar 1983 borginni Maceio í Brasilíu. Hann fékk portúgalskt ríkis- fang í fyrra en hefur engan landsleik leikið á sínum ferli. Hann heitir réttu nafni Kepler Laveran Lima Ferreira og skrifaði undir fimm ára samning við Real Madrid. Ljóst er að Pepes bíður erfitt verk- efni hjá Real Madrid. Varnarleikur hefur sjaldan verið aðalsmerki liðs- ins og margir forverar hans í mið- verðinum hafa hrökklast frá. Nægir þar að nefna Walter Samuel og Jon- athan Woodgate, sem báðir voru keyptir á 1,6 milljarða króna til Real Madrid, 900 milljónum minna en Pepe. Pepe þykir ógnarsterkur, hraður og mjög góður maður á móti manni. Kraftinn í fótunum á honum má rekja til uppeldisins. Faðir hans þótti harður í horn að taka og þjálfaði Pepe reglulega á ströndinni í Maceio. Þar hljóp Pepe í sandinum og æfði sig í að stökkva úr sjónum og yfir öldur sem komu að landi til að efla stökk- kraftinn. Faðir hans átti það til að gera hlutina erfiðari með því að festa lóð við fætur hans. Christoph Metzelder – miðvörður Metzelder fæddist 5. nóvember 1980 í bænum Haltern í Þýskalandi. Hann er fasta- maður í þýska landsliðinu og Ramon Calder- on, forseti Real Madrid, lýsir hon- um sem sterk- um og greindum varnarmanni. Metzelder er 1,94 metrar á hæð og er feikilega öflugur skallamaður. Ungur að árum fór Mezelder til Schalke. Þar náði hann ekki að heilla þjálfara liðsins og ári síðar fór hann til Preussen Münster. Þar vakti hann eftirtekt og var valinn í þýska lands- liðið skipað leikmönnum átján ára og yngri. Borussia Dortmund heillaðist af Metzelder og fékk hann til liðsins árið 2000. Upphaflega átti Metzelder að spila með varaliði liðsins en vegna meiðsla Christian Wörns og Stefan Reuter fékk Metzelder tækifæri með aðalliðinu sem hann nýtti vel. Metzelder lék nítján leiki á sínu fyrsta tímabili hjá Dortmund. Á næsta tímabili þar á eftir (2001–2002) var Metzelder búinn að vinna sér fast sæti í liðinu og var kallaður í lands- liðið í fyrsta sinn fyrir æfingaleik gegn Ungverjum. Hann var í þýska landsliðinu sem tók þátt í HM 2002. Tímabilin 2002–2003 og 2003– 2004 voru meiðslum stráð hjá Metz- elder. Hann meiddist á ökkla og þurfti að fara í aðgerð í október 2002 sem hélt honum frá keppni allt tímabilið. Hann sneri aftur í upphafi tímabils- ins 2003–2004 og meiðslin tóku sig upp á nýjan leik. Önnur aðgerð var nauðsynleg. Eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í nær tvö ár sneri hann til baka árið 2004. Síðan þá hefur hann verið fyrsti valkostur í stöðu mið- varðar hjá þýska landsliðinu. Hann lýsti því yfir eftir síðasta tímabil að hann hygðist ekki endurnýja samn- ing sinn við Dortmund, sem leiddi til þess að hann fór til Real Madrid á frjálsri sölu. Javier Saviola – sóknarmaður Til að strá salti í sárin eftir að hafa unnið Spánarmeistaratitilinn fyr- ir framan nefið á Barcelona ákvað Real Madrid að bjóða Argentínu- manninum Javier Saviola samning, sem hann þáði. Samningur hans við Barcelona var útrunninn og því þurfti Real ekkert að borga fyrir leik- manninn. Saviola fæddist í úthverfi Buenos Aires 11. desember 1981. Ólíkt mörg- um knattspyrnustjörnum sem kom- ið hafa frá Argentínu ólst Saviola ekki upp við fátækt. Það þýðir þó ekki að hann hafi átt auðvelt með að komast á þann stall sem hann er á í dag. Saviola lék með unglingaliði River Plate og hlaut eldskírn sína aðeins sextán ára með aðalliði félagsins, nánar tiltekið 18. október 1998 gegn Gimnasia þar sem hann skoraði síð- ara mark River Plate í 2–2 jafntefli. Saviola lék með aðalliði River Plate í þrjú ár áður en Barcelona festi kaup á kappanum fyrir einn og hálf- an milljarð króna árið 2001. Hann fór vel af stað með Barcelona og skor- aði sautján mörk í 32 leikjum á sinni fyrstu leiktíð með félaginu. Saviola skoraði ellefu mörk á sinni annarri leiktíð hjá Barca og fjórtán á þriðju leiktíðinni. Þrátt fyrir reglu- lega markaskorun féll hann í ónáð hjá Frank Rijkaard, þjálfara Barce- lona, og var lánaður til Mónakó árið 2004. Hjá Mónakó skoraði hann að- eins sjö mörk og fór aftur til Barce- lona í þeirri von að vinna sér sæti í liðinu. Svo var ekki því Barcelona ákvað að lána Saviola til Sevilla. Þar skor- aði hann tuttugu mörk í 55 leikjum og átti stóran þátt í sigri liðsins í Evr- ópukeppni félagsliða. Saviola fékk lítið að spreyta sig á síðustu leiktíð með Barcelona þar sem hann var á eftir Eiði Smára í goggunarröðinni. Barcelona bauð Saviola samning sem hafði í för með sér töluverða launalækkun. Saviola neitaði pent og fór til erkifjendanna í Real Madrid á frjálsri sölu. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Real. Jerzy Dudek - markvörður Dudek fæddist í pólsku borginni Rybnik 23. mars 1973. Hann kom til Real Madr- id á frjálsri sölu frá enska liðinu Liverpool. Dudek hóf fer- ilinn með pólska liðinu Sokot Tychy. Árið 1996 flutti hann sig um set og hóf að leika með hollenska liðinu Feyenoord, þar sem hann var varamaður Ed de Goey á sínu fyrsta ári. De Goey fór til Chel- sea ári síðar og þá var Dudek fyrsti kostur í markinu. Liverpool festi kaup á kappanum í lok ágúst árið 2001. Dudek fór vel af stað með Liverpool en átti það til að gera klaufamistök. Dudek var hetja Liverpool í úrslitaleik Meistaradeild- ar Evrópu árið 2005 þegar hann varði eins og berserkur og fullkomnaði daginn með því að verja vítaspyrnu frá Andriy Shevchenko og tryggja Liverpool sigur. Þrátt fyrir þetta keypti Liverpool Jose Reina til félagsins. Þar með missti Dudek sæti sitt í liðinu og hef- ur mátt sætta sig við bekkjarsetu síð- ustu tvö tímabil. Samningur Dudeks rann út í sumar og þrátt fyrir að þurfa væntanlega að verma bekkinn hjá Real Madrid ákvað hann að fara til fé- lagsins, sem vara- markvörður fyrir Iker Casillas. Spænsku risarnir Barcelona og Real Madrid undirbúa sig í óðaönn fyrir kom- andi leiktíð og þar er ekkert til sparað. Real Madrid hirti Spánarmeistaratitilinn af Barcelona í síðustu umferð síðustu leiktíðar. Þrátt fyrir það létu Madrídingar þjálfarann fara. Barcelona verður með ógnvænlega sóknarlínu með þá Thierry Henry, Samuel Eto‘o, Ronaldinho, Lionel Messi og Eið Smára. Real Madrid Fokdýr Pepe kostaði real Madrid 2,5 milljarða þegar liðið keypti hann frá Porto. Aðrir leikmenn Julio Baptista – var í láni hjá Ars- enal á síðustu leiktíð Roberto Soldado – var í láni hjá Osasuna á síðustu leiktíð Javier Balboa – var í láni hjá Rac- ing Santander á síðustu leiktíð Christopher Schorch – 18 ára strákur frá Hertha Berlin Farnir Roberto Carlos – Fenerbahce Diego Lopez – Villarreal Raul Bravo – Olympiakos Ivan Helguera – Valencia Francisco Pavon – Real Zaragoza David Beckham – L.A. Galaxy Alvaro Mejia – Real Murcia Carlos Diogo – Real Zaragoza Pablo Garcia – lánaður til Real Murcia Oscar Minambres – samningslaus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.