Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 45
DV Ferðalög föstudagur 27. júlí 2007 45 U m s j ó n : B a l d u r G u ð m u n d s s o n . N e t f a n g : b a l d u r @ d v . i s á ferðinni ÞJÓÐSAGA AF SNERPA.IS gömul saga segir frá smiðum sem urðu þess varir drykkjumaður kom að þeim svo illa drukkinn að hann valt sofandi af hestbaki og ofan í hlaðbleytuna. smiðirnir tóku hann upp og lögðu á viðarkolabing þar sem hann svaf til myrkurs. Þegar drykkjurúturinn rumskaði og fann kolin undir sér hélt hann að hann væri staddur í helvíti. Hann reis upp við olnboga og hlustaði um stund en heyrði ekkert. Þá leiddist karli og kallaði hátt: „getur nú enginn af öllum þeim djöflum sem hér eru saman komnir gefið mér í staupinu?“ Gönguferðir eru vanmetin afþreying en und- anfarin ár hefur grettistaki verið lyft í merkingum á göngustígum um land allt. Samhliða því hafa fjölmörg ferðafélög sprottið upp þar sem boðið er upp á alls kyns gönguferðir. Allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, vanir göngumenn sem og fólk sem komið er af léttasta skeiði. Á laug- ardaginn (28.júlí) stendur Ferðaþjónustan í Hofi í Vatnsdal fyrir gönguferð með Vatnsdalsárgili. Þar eru margir fossar, hver öðrum fallegri. Má þar nefna fossa eins og Skínandi, Kerafoss, Skessufoss og Dalsfoss. Gangan tekur nokkra klukkutíma en hæðarmunur er ekki mikill en gengið verður eft- ir fjárgötum á gilbarminum. Að göngu lokinni verður grillað á Hofi og þar verður hægt að skella sér í heitan pott og hafa það huggulegt. Nánari upplýsingar má finna á vefsvæðinu ganga.is en þar má einnig finna ítarleg göngukort af Íslandi, upplýsingar um þær göngur sem framundan eru, skoða myndir úr fyrri ferðum auk þess sem finna má hagnýta tengla og upplýsingar um ferðalög innanlands. Á vefnum ganga.is má finna upplýsingar um fjölmargar gönguferðir: GENGIÐ mEÐ VAtNSdAlSáRGIlI Ferð um Þjórsárver dagana 11. og 12. ágúst mun ferðafélag íslands standa fyrir dagsferðum um Þjórsárver í samvinnu við landvernd. tilgangur ferðarinnar er að kynna fólki Þjórsárver án þess að leggja upp í margra daga erfiða ferð yfir jökulvötn. Á laugardeginum verður boðið upp á fræðslufund þar sem sérfræðingar munu fjalla um náttúrufar, lífríki og menningu í Þjórsárverum í máli og myndum en á sunnudeginum verða skoðaðar tóftir af kofa Eyvindar og Höllu og farið inn í Þúfuver. Nánari upplýsingar um þessa ferð og aðrar á vegum ferðafélags íslands má finn á vefnum fi.is. Þeir Gylfi Ólafsson og Magni Hreinn Jónsson hafa síðan í mennta-skóla haft þann háttinn á að fara árlega saman í stutta dagsferð þar sem þeir borða páskaegg- in sín. Á hátindi ferðarinnar er egg- ið brotið með snöggu hnefahöggi og nýmjólk úr flösku drukkin með. Að sögn Gylfa þarf áfangastaðurinn að vera afvikinn og/eða ferðamát- inn mismunandi frá ári til árs. Þá er áskilið að ferðirnar séu farnar upp úr páskum, kannski snemma vors. „Fyrsta árið átum við til að mynda páskaeggið okkar í snjóhúsi. Þá hafði hlánað nokkuð frá páskum, og eini snjóskaflinn sem var nálægur var í gili í Eyrarfjalli fyrir ofan Ísafjörð. Þegar við höfðum nýbrotið eggið inni í djúpum göngunum, fór lækjarnið- ur undir okkur að gerast æ ágengari og komumst við við illan leik úr hús- inu,“ segir Gylfi en ferðirnar hafa yfir- leitt gengið stóráfallalaust fyrir sig. Útrunnin páskaegg „Árið eftir átum við páskaeggið á kajak í Skutulsfirði, eitt sinn fórum við í Kirkjubólshvilft í Skutulsfirði og einu sinni hjóluðum við úr Ön- undarfirði yfir í Skutulsfjörð. Einu sinni reyndum við að ganga á fjall- ið Sjónfríð í Dýrafirði. Þá var nokk- uð áliðið sumars og aðeins farið að slakna á metnaði okkar fyrir því að fara í ferðina strax að vori. Við drif- um nú ekki alla leið upp á topp, en settumst makindalega undir stein í miðjum hlíðum, brutum eggið og nutum söngs heiðlóunnar. Í seinni tíð höfum við haft lúmskt gaman af því að hafa löngu útrunnið páska- egg með í för. Við höfum líka passað okkur á að sveigja algerlega fram hjá Nóa-fasismanum sem heltekið hef- ur mörg páskabörn, og höfum ver- ið óhræddir við að prófa Góu, Mónu og meira að segja Opal-egg, en það síðastnefnda var nú kærkomið rar- ítet sem fékkst í gegnum bullandi klíku,“ segir Gylfi í léttum tón, en páskaeggjaferðir þeirra félaga höfðu fram til ársins 2006 einskorðast við Vestfirði. Hindrun á Esjunni „Árið 2006 kvað við nýjan tón. Hvorugur okkar hafði farið á Esjuna, og þar sem við vorum þá báðir búsett- ir í Reykjavík ákváðum við að skella okkur. Ekki tókst okkur að finna tíma fyrr en í október. Ferðin var ánægju- leg en tíðindalítil að mestu, nema fyrir þær sakir að á Þverfellshorni mættum við ókunnugum manni sem spjallaði mikið og lengi við okk- ur um allt og ekkert og aldrei virtist hann ætla að hætta. Þá vorum við á niðurleið og farið að kólna nokkuð hressilega og blása á svitablaut fötin. Það var ekki fyrr en eftir langa mæðu sem við fengum að halda áfram nið- urferðinni, lausir úr klóm mannsins sem blessunarlega átti sjálfur eftir að fara upp á topp,“ segir Gylfi. Þeir fé- lagarnir voru frelsinu fegnir en á nið- urleið varð þessi staka til: Þrettánda október fórum á fjall, föstudag tíðindalítinn. Á horni Þverfells hittum við kall. Hann var dálítið skrýtinn. SléttuGANGA Hótel Norðurljós á raufarhöfn mun 11. ágúst standa fyrir gönguferð yfir hina ægifögru Melrakkasléttu. annars vegar er boðið upp á 30 kílómetra göngu frá raufarhöfn til Kópaskers þar sem gengið verður um Hólstíg. Hins vegar verður hægt að ganga svipaða vegalengd frá raufarhöfn, um Blikalón og að grjótnesi, sem er nyrst á sléttunni. lagt verður af stað frá Hótel Norðurljósum klukkan 9 um morguninn en boðið verður upp á hressingu á leiðinni og léttan kvöldverð að göngu lokinni. leiðsögu- maður verður með í för en þátttöku- gjaldið er 3 þúsund krónur. Nálgast má nánari upplýsingar á www. nordurthing.is. GARÐtRé oG RuNNAR Yfirliti yfir 50 valdar tegundir trjáa og runna hefur verið komið fyrir í anddyri garðskálans í grasagarðinum, en félag garðplöntuframleiðenda hefur í samvinnu við grasagarðinn unnið að þessu verkefni. Plönturnar 50 hafa einnig verið merktar sérstaklega í garðinum. í tilefni þessa mun guðmundur Vernharðsson, garð- plöntuframleiðandi í Mörk, leiða fræðslugöngu um garðinn fimmtu- daginn 2. ágúst kl. 20. Eftir gönguna verður boðið upp á piparmintute úr laufum sem ræktuð eru í grasagarðin- um. gangan er ókeypis og allir eru velkomnir. Gylfi Ólafsson er 24 framkvæmdastjóri ferða- skrifstofunnar Vesturferða. Hann er búsettur á Ísafirði og segir hér frá skemmtilegri hefð sem þeir Magni Hreinn Jónsson hafa komið á. Fossaparadís Kerafoss er einn þeirra fossa sem sjá má í göngu með Vatnsdalsárgili. SKRÝTINN KARL Á ÞVERFELLSHORNI Á Þverfellshorni Þá gylfa og Magna óraði ekki fyrir hvað átti eftir að henda þá á niðurleiðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.