Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 54
Ninja Gaiden Sigma er endurgerð á alveg eldgömlum Nintendo-leik. Leikurinn hefur áður verið endur- gerður sem Ninja Gaiden Black, sem kom út á Xbox, en þessi er nokkuð frábrugðinn, grafíkin er betri. Leik- urinn hefur fengið úrvalsdóma út um allan heim, sem er algjört beik- on. Leikmenn fara í hlutverk ninj- unnar Ryu, sem heldur af stað í erf- itt ferðalag til að bjarga einhverjum andskotanum. Ninja Gaiden Sig- ma skarar fram úr öðrum leikjum á nokkrum sviðum. Bardagar eru hraðir og skemmtilegir, grafíkin flott, stýringar þægilegar og bara nokkuð flott RPG-kerfi. Hins vegar finnst mér helsti gallinn vera saga leiksins sem er bæði óspennandi og óskiljanleg. Ninjur hættu líka að heilla mig fyrir löngu, þar sem þær eru ein mesta blekking og lygi samtímans. Þessi ninja er líka alveg einstaklega tussuleg og fer bara oft í taugarnar á mér. Leikurinn er líka frekar erfiður á köflum og einstak- lega „unforgiving“, eins og sagt er. Ef maður deyr þarf maður að byrja upp á nýtt á asnalegum stöðum og svo er ninjan, sem byrjar ferðalag sitt í einhverju kyrru fjallaþorpi í Japan, farin að berjast við vélmenni og aðrar ninjur, með skammbyss- ur innan tíðar. Sem er náttúrulega ömurlegt. Tæknileg hlið Ninja Ga- iden er nokkuð vönduð og fær fyr- ir það fullt hús stiga. Hins vegar á tímum þar sem hugmyndaauðgi og frumleiki í tölvuleikjum er jafnmik- ill og raun ber vitni er ekki hægt að verðlauna þessu dellu. Ekki nema maður sé með alveg sjúkt ninja-fet- ish. Sem er ógeð. Dóri DNA dóri dna segir: & U m s j ó n : D ó r i D N A N e t f a n g : d o r i @ d v . i s föstudagur 27. júlí 200754 Helgarblað DV leikirtölvu Brain training - Wii Mission Impossible - DS silverfall - PSP Purr Pals - PSP Mario Party 8 - Wii Kíktu á þessa tölvuleiKir Vinnur til Verðlauna Evrópski armur Sony vann til aðalverðlaunanna á hátíðinni Develop industry Excellence Awards. Sony vann til verðlauna fyrir nýjustu leikjatölvuna sína PlayStation 3 sem er sögð hvetja leikjaframleiðendur hvaðanæva úr heiminum til þess að þróa framúrskarandi næstu kynslóð- ar tölvuleiki. Þetta er í fimmta skipti sem hátíðin er haldin en það eru um 100 sérfræðingar víðsvegar að sem velja sigurvegarana á hverju ári. Á toppnum í Bna Nintendo heldur áfram að tróna á toppnum á öllum vígstöðvum í Bandaríkjunum. Nýjustu sölutölur fyrir júnímánuð sýna að Nintendo ds er mest selda leikjavélin með 561.900 vélar seldar. Þá kemur Wii í öðru sæti með 381.800 tæplega 100.000 fleiri en PsP sem er í því þriðja. athygli vekur að meira að segja game Boy advance selst betur en Ps3 þennan mánuðinn en sú vél kom út árið 2001. Nintendo á einnig fjóra söluhæstu leikina í Bandaríkjunum í júní þar sem Mario Party 8 á Wii tróna á toppnum.. Leikurinn Beowulf eða Bjólfskviða er væntanlegur frá tölvuleikjarisanum Ubisoft. Leikurinn er gerður í kjölfar- ið á væntanlegri samnefndri teikni- mynd frá stórleikstjóranum Robert Zemeckis sem hefur gert myndir á borð við Back to the Future, Forrest Gump og What Lies Beneath. Kvikmyndafyrirtækið Paramount gaf sig á tal við Ubisoft og bað þá um að þróa leikinn en hann fjallar líkt og myndin um Beowulf eða Bjólf. Hann er ungur hrokarfullur stríðsmað- ur sem fer frá því að vera blóðugur stríðsmaður yfir í að verða konung- ur sinnar þjóðar. Bjólfskviða er æva- fornt enskt ljóð sem segir þessa sögu. Fjölmargar kvikmyndir, þættir og teiknimyndasögur hafa verið gerðar eftir Bjólfskviðu en nú er komið að tölvuleiknum. Leikurinn lítur ótrúlega vel út en Ubisoft notast við YETI-grafíkvél- ina sem þeir notuðust við fyrir leik- ina Tom Clancy’s Ghost og Rec- on Advanced Warfighter. Í leiknum bregður maður sér að sjálfsögðu í hlutverk Bjólfs eða Beowulf sem er víkingur frá um 5. til 6. öld. Saga leiksins byggist þannig upp að í byrjun er Bjólfur hálfgert villidýr og blóðþyrstur stríðsmaður. Eftir því sem líður á leikinn þróast spilandinn í tvær hugsanlegar áttir. Annaðhvort í áttina að því að verða ennþá meira villidýr og skrímslabani eða í áttina að því að verða meiri hetja og að lok- um konungur fólksins. Ubisoft segi að þessi tvískipting fari ekki eftir því hvort maður sé góður eða illur í raun heldur geti maður farið báðar leiðir í leiknum þar sem spilandinn þarf að taka meðvitað- ar ákvarðanir sem hafa áhrif á fólk- ið í kringum hann. Því það er jú al- menningurinn sem gerir konung að því sem hann er. asgeir@dv.is Útgáfu tölvuleikjarins Warhound, sem átti að koma út seinna á árinu, hefur verið seinkað um óákveðinn tíma en áætlað er að hann komi þó út 2008. Leikurinn er gerður af pólska leikjafyrirtækinu Techland sem gerði Call of Juarez. Í leiknum er maður fyrrverandi sérsveitarmaður sem gerist málaliði. Í leiknum er hægt að sérhæfa persónu sína mikið. Leikmaður getur öðlast gáfur með góðri frammistöðu og alls kyns sérhæfða hæfileika. Þá ber spilandinn einnig ábyrgð á því að halda hermanninum í formi sem og að halda uppi orðspori hans og fjárhagsstöðu. Warhound frestað frÁ BlÓðuGum stríðsmanni til KonunGdÓms Beowulf leikurinn er gerður samfara teiknimynd eftir robert Zemeckis leikstjóra forrest gump. Flott grafík leikurinn kemur út á Ps3, PC og Xbox 360 Skrímsli eða kóngur í leiknum þarf spilandinn að taka ákvarðanir sem hafa áhrif á þróun Bjólfs. NiNja í ermalausum bol Ninja Gaiden Sigma Bardaga/ ævintýraleikur PS3 /Xbox360 tölvuleiKur H H H H H Leikurinn Beowulf eða Bjólfskviða er væntanlegur frá Ubis- oft í haust. Hann er byggður á teiknimynd sem stórleikstjór- inn Robert Zemeckis er að fara senda frá sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.