Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2007, Blaðsíða 36
föstudagur 27. júlí 200736 Sport DV ÍÞRÓTTAMOLAR Chivu til inter? Kærasta rúmenans Cristians Chivu, leikmanns roma, segir að leikmað- urinn muni ganga í raðir Inter Milan á næstu dögum. „Cristian mun fara til Inter fyrir 1,2 milljarða króna. Vilji hans er eindreginn, hann samþykkti meðal annars að lækka launakröfur sínar. Hann mun fá 393 milljónir fyrir hvert tímabil í stað 475 milljóna og hann mun skrifa undir fimm ára samning í stað fjögurra,“ segir adelina Elisei, kærasta Chivus. Simao til atletiCo madrid atletico Madrid hefur komist að samkomulagi við Benfica um kaupverð á portúgalska landsliðsmannin- um simao sabrosa. Kaupverðið er 1,6 milljarðar króna. auk þess að borga Benfica samþykkti atletico Madrid að láta Costinha og Ze Castro fara til Benfica, sem hluta af kaupverðinu. simao fór til spánar í gær til að ganga frá samningi við Madrídarlið- ið. simao er þar með dýrasti leikmaður atletico frá upphafi. Koma simao til liðsins þykir renna stoðum undir það að Martin Petrov sé á förum til Manchester City. CaSSano hótar lögSókn ítalski sóknarmaðurinn antonio Cassano er allt annað en sáttur við að hafa ekki verið tekinn með í æfingaferð real Madrid til austurríkis fyrr í þessum mánuði. Hann heldur því fram að félagið sé að þvinga hann til að segja samningi sínum upp og hótar að fara með málið fyrir dómstóla. Cassano er samnings- bundinn real Madrid til ársins 2012. Ef real Madrid ætlar sér að kaupa hann út úr félaginu þyrfti það að borga rétt rúman milljarð króna. ljóst er að real Madrid vill losna við Cassano. Það eru hins vegar fá lið sem hafa áhuga á að fá hann, enda þekktur vandræðaseggur á ferð. ekki mitt SíðaSta félag sol Campbell, samherji Hermanns Hreiðarssonar í vörninni hjá Portsmouth, hefur gefið í skyn að hann gæti yfirgefið Portsmouth í sumar. Villarreal lýsti nýverið yfir áhuga á að fá kappann en með Villarreal leika meðal annars Pascal Cygan og robert Pires, fyrrverandi samherjar Campbells hjá arsenal. „Ég tel að Portsmouth verði ekki mitt síðasta félag,“ segir Campbell og bætir við að þrátt fyrir að Portsmouth hafi keypt góða leikmenn í sumar, þyrfti meira til að koma liðinu á næsta stall. „Mér finnst við þurfa nokkra menn í ákveðnar stöður til að bæta okkur og fara í rétta átt,“ segir Campbell. SörenSen meiddur Óvíst er hvort thomas sörensen, markvörður aston Villa, verði klár í slaginn þegar enska úrvals- deildin fer af stað eftir tvær vikur. Hann tognaði aftan í læri í æfingaleik gegn kanadíska liðinu toronto fC. aston Villa vann leikinn 4-2. „thomas er meiddur aftan á læri. Á þessari stundu er erfitt að segja hversu alvarlegt það er,“ segir Martin O‘Neill, knattspyrnustjóri aston Villa. aston Villa mætir liverpool á heimavelli í fyrsta leik tímabilsins. MARTRÖÐ VARNARMANNSINS Sir alex ferguson segir að stjórnarmenn Liverpool séu tækifærissinnar: FERGUSON ÓSÁTTUR VIÐ UMBOÐSMANN HEINZE Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er ósáttur við umboðsmann argentínska varn- armannsins Gabriels Heinze, leik- manns liðsins. Manchester United hefur neitað Liverpool um að kaupa Heinze þrátt fyrir að Liverpool hafi boðið uppgefið verð, 836 milljónir króna. Liverpool hefur hótað að fara með málið fyrir dómstóla þar sem liðið segist hafa bréf undir höndum þar sem segir að Heinze megi fara fyrir þá upphæð. Ferguson segir að umboðsmaður Heinze eigi upptökin að þessu máli. „Stjórnendur Liverpool eru tækifær- issinnar, eins og við allir. Umboðs- maðurinn hefur augljóslega kynnt þeim stöðuna og þeir hafa brugð- ist við. Ef umboðsmaður kæmi til mín með með bréf þar sem stæði að Steven Gerrard væri til sölu fyrir ákveðna upphæð, myndi ég gera það sama. Ég tel að hlutverk umboðs- mannsins sé mjög vafasamt. Það er engin spurning,“ segir Ferguson. Þrátt fyrir að Liverpool hafi sýnt Heinze áhuga og sögur um að Heinze vilji fara, segir Ferguson að argentínski varnarmaðurinn sé enn leikmaður Manchester United og að honum sé velkomið að klára samn- ing sinn við félagið. „Hann er okkar leikmaður, það er það sem skiptir máli. Hann er ekki leikmaður Liverpool, þrátt fyrir að félagið láti eins og svo sé. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum. Ef hann klárar sinn samning og fer svo, er það allt í lagi okkar vegna. Þá fáum við að njóta fimm góðra ára hjá hon- um,“ segir Ferguson. Liverpool segist vera tilbúið að fara með málið fyrir dómastóla. Fé- lagið segir að Manchester United hafi sent umboðsmanni Heinze bréf þess efnis að leikmaðurinn mætti fara frá félaginu ef eitthvað félag væri tilbú- ið að borga 836 milljónir króna. Eftir því sem Liverpool kemst næst er ekk- ert í bréfinu sem segir að ekki megi selja leikmanninn til Liverpool. Það verður hins vegar að teljast ólíklegt að Manchester United verði bannað að neita tilboði í samningsbundinn leikmann. dagur@dv.is óhress sir alex ferguson er ósáttur við umboðsmann gabriels Heinze og segir sig hafa fullan rétt á að neita tilboði liverpool í leikmanninn, enda sé hann samnings- bundinn til næstu tveggja ára. F ranski sóknarmaðurinn Thierry Henry tók í vikunni þátt í sinni fyrstu æfingu með Barcelona en hann gekk til liðs við félagið frá Arsenal ekki alls fyrir löngu. Henry sagðist hafa verið frek- ar ryðgaður á þessari stjörnum prýddu æfingu. Sóknarleikur Barcelona er ekki af ódýrari gerð- inni og engir aukvisar sem þjálfarinn Frank Rijkaard getur valið úr. Framtíð Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Börs- ungum hefur verið mikið til umræðu og skyldi nú engan undra þeg- ar menn eins og Ronaldinho, Samuel Eto‘o, Thierry Henry og Lionel Messi berjast við hann um stöðu. Varnarmenn sofa líklega ekki mikið daginn fyrir leik gegn þessu liði. Messi er ekki mættur til æfinga hjá Barcelona en hann fékk frí vegna Suður-Ameríkubikarsins. Það fór sérstaklega vel á með Henry og Ron- aldinho á þessari æfingu hjá Barcelona í vikunni, eins og myndirnar sýna glögglega. ísmaðurinn Eiður smári á erfitt verkefni fyrir höndum að vinna sér inn sæti í liði Barcelona. í boltaleik ronaldinho og Henry kasta bolta á milli sín sem er í þyngri kantinum. Stórstjörnur ronaldinho og Henry eru greinilega perluvinir. kapphlaup Það er ekkert grín að þurfa að kljást við þá ronald- inho og Eto‘o. Barcelona hefur hafið æfingar fyrir komandi tímabil í spænska fótboltanum. henry mætti á sína fyrstu æfingu og fór vel á með honum og ronaldinho.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.