Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 16

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 16
14 ítarlega við foreldra og jafnvel fleiri úr fjöskyldunni, því oft eru þau börn er eiga í þessum hægðavandræðum, mikið vanda- mál á heimili. Það þarf að fá góðar upp- lýsingar um mataræði og matarvenjur barnsins og raunar allra á heimilinu því að oft eiga þessi vandræði rætur sínar að rekja til rangs mataræðis og þá oft of- neyslu á mjólk og mjólkurmat, en það er mjög algengt að börn hér á landi neyti meiri mjólkurfæðu en þau hafa gott af. Börn vilja gjai’nan fæðu sem er góð á bragðið og er auðvelt að kyngja, en þá eiginleika hefur mjólk, súrmjólk og skyr. Þetta er góð og holl fæða fyrir börn í hófi, en þau þurfa einnig að fá aðra grófari og fjölbreyttari fæðu með gnægð trefjaefna. Það er yfirleitt heppilegast að taka alla mjólk og mjólkurmat af baminu meðan verið er að koma hægðunum í lag, en leyfa síðan aðeins að drekka takmarkað magn, ekki meira en % líter á dag og ekki með mat, en leyfa barninu a.ö.l. að borða þann mat sem á borðum er á heimilinu. Það þarf að rannsaka þessi börn mjög gaum- gæfilega og útiloka að um Hirschsprung sjúkdóm eða aðra organiska sjúkdóma geti verið að ræða. Við rectal exploration og þreifingu á kvið, má oft finna fyrir hægða- kögglum í ristli. Þá verður að byrja á því að hreinsa út ristilinn með saltvatnspípum og er heppilegt að gera þetta einu sinni á dag og reyna að láta barnið hafa hægðir á eftir. Stundum nægir að nota microlax eða durcolax tubur til þess að tæma rectum og neðsta hluta ristilsins, en þetta verður að gera í nokkra daga í röð eða þar til ekkert kemur niður eftir pípu eða microlax. Al- gengt er það að þessi börn hafi enga hægðaþörf og þax-f beinlínis að kenna þeim að rembast og hægja sér á eðlil. hátt. Þetta getur oft tekið töluverðan tíma og reynist stundum nauðsynlegt að leggja þessi börn inn á spítala. Samhliða þessu er eldri börn- um gefin paraffinolía sem verkar sem smurning niðri í ristli, en resorberast ekki. Verður að gefa olíuna í stórum skömmtum, t.d. 15—30 g. og nægir að gefa hana einu sinni á dag. Sumir nota örmur lyf, senna- preparöt o. fl., en venjulega nægir olían. Það þarf að sýna þessum börnum mikla þolinmæði því að hafa verður það í huga að þessi börn hafa oft átt við langvarandi erfiðleika að stríða áður en þau komu til meðferðar. Nauðsynlegt er að hafa góða samvinnu við foreldra og fylgjast með barninu og gangi mála í marga mánuði. Þegar börnin losna við óþægindin í kviðar- holi, fara flest þeirra að borða betur og þau finna fljótt að ástandið batnar, þau vei’ða skapbetri og meðfærilegri á heimili og í skóla og sambandið við foreldra færist í betra horf eftir því sem þau sýna barn- inu meiri skilning og reyna að hjálpa því til þess að komast yfir þessa erfiðleika sem geta sett sitt mark á barnið, valdið því ómældum óþægindum og heft um tíma líkamlegan og andlegan þroska þess. Á Barnaspítala Hringsins í Landspitalan- um hafa árlega verið innlögð mörg börn er reyndust hafa chroniska hægðatregðu, sum þeiri-a voru innlögð bráða innlögn vegna gruns um botnlangabólgu eða aðra sjúk- dóma í kviðarholi, en önnur voru innlögð beinlínis vegna hægðatregðu og encopresis. Fjöldi innlagna af þessu tagi hefur verið svipaður frá ári til árs, sem dæmi má nefna að á árinu 1975 voru innlögð 56 börn er fengu þessa greiningu, þar af voru 31 drengur og 25 stúlkur. Á árinu 1976 voru það 46 börn, 30 drengir og 16 stúlkur. Á sl. ári voru það 44 börn, 30 drengir og 14 stúlkur. — Hægðatregða og encopresis eru algeng vandamál hjá stálpuðum börnum eins og ég hef minnst á hér á undan. Að- eins lítill hluti þessara barna þai’f á spít- alavist að halda sem betur fer. Vandi þeirra er leystur af læknum og foreldrum í sam- vinnu utan spítala, en það er samt æði oft sem kemur til kasta lækna ef þessi vanda- mál steðja að og þessvegna hefur þetta efni verið tekið hér til umræðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.