Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Page 31
29
vandamál úr því, sem er það ekki í raun
og veru. Og árangur af ung- og smábarna-
eftirliti getur alla vega aldrei orðið betri
en sú þekking og sá skilningur, sem sá hef-
ur til að bera, sem leysir starfið af hendi
eða sú virðing, sem hann ber fyrir því.
HEFÐBUNDIÐ VERKSVIÐ UNG- OG
SMABARNAEFTIRLITS
I. Vöxtur og þroski.
II. Næring og næringarvandamál.
III. Sóttvarnir og ónæmisaðgerðir.
IV. „Case finding“: leita uppi afbrigði-
lega þróun
a) líkamlega (þar með talið sjón,
heyrn og talörðugleikar)
b) andlega eða geðræna
c) greindarfarslega
d) félagslega
V. Koma vandamálum á framfæri við þá
aðila, sem eru líklegastir til að geta
leyst þau, ef ung- og smábarnaeftirlit
getur það ekki sjálft.
VI. Fylgja vandamálum eftir.
VII. Smálækningar.
VIII. Svara af þekkingu og skilningi ein-
staklingsbundnum spurningum for-
eldra og forráðamanna barna um allt,
sem þeim viðkemur.
XI. Einföld leiðbeiningarstarfsemi og
geðvernd.
X. Fræðslustarfsemi.
XI. Slysavarnir.
XII. Tannvernd.
UNGBARNADAUÐI, SJÚKDÓMAR, MEÐ-
FÆDDIR OG ÁUNNIR GALLAR
Þar eð aðrir munu ræða um vöxt og
þroska barna — næringu og matarræði, ný-
burafræði og vanda þroskaheftra barna,
mun ég láta þessi undirstöðuatriði liggja
á milli hluta að mestu.
En vert er að minnast þess, að bættir
lifnaðarhættir, aukin velmegun, hreinlæti,
hollusta og örar framfarir læknisfræðinnar
hafa lækkað ungbarnadauðann ótrúlega: ör
þróun sýklalyfja og ónæmisaðgerðir hafa
dregið úr hættum smitnæmra sjúkdóma;
bætt fæðingarhjálp og framfarir nýbura-
fræðinnar hafa dregið markvisst úr burð-
armálsdauða og forðað mörgu barni frá
örkumlun; vaxandi þekking og skilningur
á næringarþörfum ungra barna hefur og
stuðlað að aukinni líkamshreysti og við-
námsþrótti líkamans; og bættur efnahagur
hefur leitt til þess, að hörgulssjúkdómar
eru varla til nema fyrir þekkingarskort eða
eitthvert form af hirðuleysi hérlendis.
ÓNÆMISAÐGERÐIR
Takmark ónæmisaðgerða er oftast að
vernda einstaklinginn fyrir sjúkdómum og
þjóðfélagið fyrir faraldramyndunum.
Til að hið síðarnefnda megi takast þurfa
ónæmisaðgerðir að ná til 70% þjóðfélags-
ins eða betur — eða svo er a.m.k. í þéttbyli.
Á þessu vill víða verða brestur, sérlega í
hinum stærri löndum. Margt ungt fólk hef-
ur aldrei séð t.d. kíghósta í óbreyttri mynd,
svo að ekki sé minnst á barnaveiki, stíf-
krampa, mænusótt eða berkla. Sama fólki
hættir til að gleyma, að þessir sjúkdómar
eru enn til og því þarf að minna almenning
á nauðsyn ónæmisaðgerða og vekja athygli
á, að ónæmi þurfi oft að byggja upp stig af
stigi með reglubundnum ónæmisaðgerðum.
Þar sem þátttaka almennings í ónæmis-
aðgerðum hefur dofnað verulega, er þegar
farið að bera aftur á faraldramyndunum,
því að ekki hefur tekizt að útrýma bakterí-
um og veirum, þótt tekizt hafi að gera ein-
staklinginn ónæman fyrir sýkingu af sum-
um þeirra. Onæmi, sem myndast fyrir ó-
næmisaðgerðir, er og eiginlega alltaf
skammvinnara og oftast ótryggara en ó-
næmi, sem myndast fyrir eðlilegar sýking-
ar. Því hefur viljað bera á því, að sjúk-
dómar, sem venjulega herja á börn, hafi
breytzt í fullorðinssjúkdóma, þar sem ó-
næmisaðgerðum hefur verið fylgt bezt eftir.
Og nú vex hver kynslóð af annarri úr
grasi, sem hefur lítið sem ekkert af eðli-
legum mótefnum gegn t.d. barnaveiki og
mænusótt. Og þessi einstaklingar eru marg-
ir hverjir komnir á barneignaraldur eða
um það bil að komast það. Þá er eftir að
sjá, hver áhrifin verða á nýfædd börn, sem
fram til þessa hafa verið varin meira og
minna fyrir sýkingu af þessum sjúkdómum
fyrstu mánuði ævinnar fyrir mótefni, sem
berst frá líkama móður til fósturs. Og áður
en langt um líður verður sennilega líkt
ástand, hvað viðvíkur mótefnum gegn
mislingum.
Athygli almennings beinist nú orðið víð-
ast hvar langtum fremur að óþægindum og