Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 22
20 3. ÓNÓG JÁRNINNTAKA í FÆÐU Mjólk er mjög járnsnauð næring (inni- heldur um 0,75 mg per líter) þannig að flest ungbörn fá lítið járn úr fæðu sinni fyrr en þau fara að neyta annarra fæðu- tegunda. Langalgengasta orsök ónógrar járninntöku í fæði er óhóflegt mjólkur- þamb, sem alltof margar mæður láta við- gangast, á kostnað annarra fæðutegunda. Nú til dags er sá barnamatur, sem á boð- stólnum er í verzlunum, t.d. kornmeti í pökkum, járnbættur og sér börnum fyrir stórum hluta af járnþörf sinni fyrstu mán- uði æfinnar. Æskilegt járninnihald fæðu handa börn- um á 1. ári er 1,5 mg per kg. líkamsþyngd- ar á dag. Þörfin minnkar í 1 mg per kg., þegar það er orðið 18 mánaða. Eftir það þarf dagleg fæða að innihalda um 5 mg af járni, þar til kemur fram á kynþroskaskeiðið, en þá þarf dagskammt- urinn að innihalda 10—20 mg. Eftir að barnið fer að neyta almennrar fæðu, er járninntakan nátengd hitaein- inga-neyzlunni. Almennt er reiknað með að járninntakan sé um 6 mg. fyrir hverjar 1000 hitaeiningar. Járnskortur vegna lélegrar absorbtionar á járni úr fæðunni er fremur fátíður hjá bönum. Kemur þó helzt fyrir hjá börnum með gluten enteropathiu. 4. BLÆÐING Á síðustu árum hefur mönnum orðið ljóst að blæðing frá meltingarvegi er nokk- uð algeng orsök járnskortsanæmiu í börn- um. Hér er yfirleitt um að ræða ungbörn, sem drekka meira en 1 líter af kúamjólk daglega. Hjá þessum börnum finnst blóð í saur, lækkun á se-proteinum og se-kopar. Einnig finnast oft mótefni gegn eggjahvítu- efnum kúamjólkur í serumi þessara barna. Er því talið að hér sé um ónæmissvörun að ræða. Ástæðan fyrir hypoproteinæmiu er tap á eggjahvítuefnum gegnum slímhúð melt- ingarfæranna (proteinlosing enteropathy), en lækkun á se-kopar er tengd tapi á ceruloplasmini á sama hátt. Þau eggjahvítuefni í kúamjólkinni, sem sök eiga á þessu ástandi, eru hita-labil, enda batnar börnunum, ef mjólkin er soðin og eins ef þau eru tekin af kúamjólkinni. í sumum tilfellum virðist börnunum hafa batnað á járnmeðferð, þrátt fyrir áfram- haldandi mjólkurdrykkju. Aðrir sjúkdómar sem geta valdið blæð- ingu frá meltingarvegi barna eru Meckel’s diverticulum, colitis ukerosa og Henoch- Schönlein purpura. EINKENNI Þau klimsku einkenni sem oftast verða til þess að vekja grun um járnskorts- anæmiu í börnum eru föl húð og slímhúðir, og endurteknar sýkingar einkum í efri hluta öndunarfæra. Stundum eru börnin pirruð, lystarlaus og slöpp. Miltað er finnanlegt við þreifingu í 10% tilfella. Breytingar á munnslímhúð og nöglum, sem þekktar eru hjá fullorðnum sjást ekki hjá ungbörnum og sjaldan hjá eldri börn- um. Breytingar á mataræði hefur oft verið tengd járnskorti. Stundum eru sjúkl. haldnir þrálátri löngun í að éta jafn nær- ingarsnauð og ólystug efni og leir og stíf- elsi. Sjúklegt ísát þekkist einnig vel. í mörgum þessara tilfella hverfur þessi löng- un eftir að járnmeðferð er hafin. GREINING Járnskortsanæmian er hypókróm og mikrocytisk, þ.e.a.s. rauðu blóðkornin eru föl (innihalda lítið hæmoglobin) og lítil. Með nokkurri æfingu er hægt að greina þessa anæmiu á blóðstroki. Hæmoglobin og hæmatokrít eru að sjálfsögðu lækkuð. Microcytosis veldur því að MCV lækkar og er oftast minna en 70 fl. Hypókrómía veld- ur því að MCH og MCHC lækka, MCH verður minna en 27 pg. og MCHC minna en 30 g/dl. Se-járn lækkar og er oftast minna en 60 Ug per 100 ml og járnbindi- geta (transferrin) hækkar og er yfirleitt um og yfir 450 Ug per 100 ml. Af þessu leiðir að transferrin-mettun lækkar og verður minni en 16%. Börn á aldrinum 6 mánaða til 3ja ára hafa yfirleitt ekki sýni- legar járnbirgðir í merg og því kemur mat á járnbirgðum ekki að haldi í þessum ald- ursflokki, þótt þetta sé góð rannsóknarað- ferð í eldri börnum og fullorðnum. Ein leið til þess að greina sjúkdóminn er að kanna svörun anæmiunnar við járnmeð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.