Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Page 75
73
möguleikar á því að fá raunhæfa aðstoð
fyrir þroskahefta og foreldra þeirra.
Ég spurði að því fyrr í erindi mínu hvað
hinn almenni læknir gæti gert þegar for-
eldrar þroskahefts barns spyrðu hann hvað
hægt væri að gera fyrir barnið. Ég tel mig
hafa svarað því að nokkru í því sem ég hef
rakið hér áður. Nýjar leiðir hafa opnast til
þess að greiða götur þroskaheftra á allra
síðustu árum, og þó enn vanti mikið upp á,
tel ég að læknar hafi þó í dag meiri mögu-
leika á að vera virkari aðilar í meðferð
þroskaheftra barna en hingað til.
Til ítrekunar vil ég taka fram eftirfar-
andi atriði:
Það er nauðsynlegt að greina þroska-
heftingu mjög snemma og ef aðeins er um
grun að ræða, fylgja honum vel eftir. í
flestum tilfellum er þörf á ítarlegri rann-
sókn á barnadeild á sjúkrahúsi. Þegar
þroskahefting hefur læknisfræðilega verið
staðfest, hvort sem um er að ræða sér-
staka læknisfræðilega meðferð eða ekki, er
mikilvægt að gera þegar ráðstafanir til þess
að koma foreldrunum í samband við þá
aðila, sem eiga að sjá um uppeldisfræði-
lega, sálfræðilega og félagslega greiningu
og meðferð. Þegar um þroskaheft börn á
forskólaalri er að ræða, er í öllum tilfell-
um hægt að vísa þeim beint til sérfræði-
deildar Öskjuhlíðarskóla í Kjarvalshúsi,
hver sem fötlunin er. Þetta á einnig við
um „legotekþjónustu“ í Kjarvalshúsi.
Ef barnið er vangefið er hægt að vísa því
til göngudeildar Kópavogshælis. Það er
mikilvægt að læknirinn komi í veg fyrir
það, að þroskaheft börn týnist i kerfinu í
leit að réttum meðferðaraðila.
Að lokum vil ég endurtaka það enn einu
sinni, að það á að hefja þjálfun og kennslu
þroskaheftra bama strax og fötlunin hef-
ur verið staðfest því versti óvinur þroska-
hefts barns er tíminn sem liður án þess að
nokkuð sé gert.
Þröstur Laxdal
KRAMPAR EÐA FLOGAVEIKI?
Krampar og flogaveiki í einhverri mynd
hafa verið fylgifiskar mannkynsins frá
örófi alda, en samt sem áður hefur enn
ekki tekist að upplýsa hina raunverulegu
frumorsök eða patho-physiologiu, sem ligg-
ur að baki krampaköstum. Við vitum að-
eins, að krampar stafa af óhóflegri sam-
tímis hópafhleðslu neurona, hvar sem er
innan heilabúsins og geta þannig lýst sér á
margvíslegan hátt, allt frá höfuðverk, geð-
brigðaköstum, draumsýnum, upp í alls
herjar cloniska grandmal krampa.
Vert er að minnast þess, að krampi er
ekki sjúkdómur, heldur aðeins sjúkdóms-
einkenni, framkomið í sambandi við ýmsa
sjúkdóma, þar á meðal flogaveiki og ætti
ekki að rugla þessum tveimur hugtökum
saman.
Tíðni krampa hjá börnum er ótrúlega há,
svo há, að áætlað hefur verið að 3,5—5%
allra barna megi búast við einhvers konar
krampaköstum fyrir skólaaldur. Þar af enr
þó aðeins í kringum 0,5% með raunveru-
lega flogaveiki.
Hér verður rætt um þá þrjá krampa-
flokka, sem helst eru einkennandi fyrir
yngstu börnin. Þetta eru innbyrðis ólíkir
flokkar, með mjög misjafnar framtíðar-
horfur. Einn krampaflokkurinn, svokallað-
ir ungbarnaspasmar, er hér fulltrúi floga-
veiki, með mjög slæmar horfur í för með
sér. Hinir tveir krampaflokkarnir, annars
vegar áreitikrampar, með prýðilegar horf-
ur og hins vegar hitakrampar með nokkuð
misjafnar horfur, teljast aftur á móti hvor-
ugir til flogaveiki.
UNGBARNASPASMAR
(Minor motor krampar, salaam köst)
Ungbarnaspasmar eru kliniskt syndrome,
sem er fram komið af ýmsum truflunum á
heilastarfsemi, með margvíslegum vefja-
breytingum. Má þar t.d. nefna hydro-
cephalus, micro-cephalus, porencephalus og
Í