Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 59
57
TAFLA 2. Streptokokka hálsbólga
Tilgangur penicillin-meðferðar
I. Að koma 1 veg fyrir síðbúna fylgikvilla
Gigtsótt (Febris rheumatica)
Nýrnabólga (Glomerulonephritis)
II. Að koma í veg fyrir shaðbundna útbreiðslu
Peritonsillar abscess
Retropharyngeal abscess
Cervical lymphangitis
Cervical lymphadenitis
III. Að hindra smit
IV. Að minnka sjúkdómseinkenni
TAFLA 3. Hálsbólga klinik.
I. Alvarleg hálsbólga
a) i Hár h.iti
b) Roði í koki 90% Streptococca-
c) Graftarskánir eða sýking
skarlatsóttarútbrot
Styðjandi einkenni
Stækkaðir, aumir eitlar
bjúgur eða punktblæðingar
á úfnum eða mjúka gómnum
II. Hálsbólga í meðallagi mikil 50% Strepto-
Ef 2 einkenni af a), b) og c) coccasýking
III. Væg hálsbólga
Roði í koki
Eðlil. hiti 90% veirusýking
Særindi í hálsi
Styður veirusýkingu
Hósti, hæsi, nefrennsli, conjunct.ivitis
EINKENNI
Læknar hafa um langan aldur reynt að
gera sér grein fyrir því með klinisku mati,
hvort barnið, sjúklingurinn hefur háls-
bólgu af völdum hemolytiskra strepto-
kokka eða veira. Það má fá vissan stuðn-
ing í þessu kliniska mati með því að skipta
hálsbólgunni í 3 stig eftir því hversu ein-
kenni eru mikil, tafla 3.
Alvarleg hálsbólga er það, þegar barnið
hefur háan hita, roða í koki og graftarskán-
ir eða hita, roða í koki og skarlatsóttarút-
brot. Þeir, sem þetta mál hafa athugað,
telja að um 90% barna eldri en 3 ára með
ofangreind einkenni hafi streptokokkasýk-
ingu. Venjulegast sést roðinn á undan graft-
arskánunum og áður en barnið fer að
kvarta um særindi í hálsi. Sjúkdómsmynd-
in hjá yngri börnum er oft mjög óákveðin
í fyrstu. Sjúkdómurinn byrjar gjarnan með
höfuðverk og uppköstum, áður en stað-
bundin einkenni hálsbólgunnar sjást. Þann-
ig getur verið erfiðleikum bundið að greina
kliniskt streptokokka hálsbólgu hjá börn-
um yngri en 3 ára, ef barnið er skoðað í
upphafi sjúkdómsins. Önnur klinisk ein-
kenni, sem styðja greiningu streptokokka-
sýkingar í hálsi, eru bjúgur og punktblæð-
ingar á mjúka gómnum og úfnum og
stækkaðir, aumir eitlar undir kjálkabörð-
um.
Ef barnið hefur einhver tvö af ofan-
greindum þremur höfuðeinkennum háls-
bólgu, þ.e. hækkaðan líkamshita, roða í
koki og graftarskánir, er hálsbólga sögð
vera í meðallagi mikil. Talið er að um það
bil 50% slíkra sjúklinga hafi streptokokka-
sýkingu og 50% hafi veirusýkingu. Önnur
einkenni sem fremur styðja veirusýkingu
er hæsi, hósti og nefrennsli.
Væg er hálsbólga nefnd þegar sjúklingur
finnur til særinda í hálsi, en er hitalaus og
skoðun leiðir aðeins í ljós vægan roða í
koki, en ekki graftarskánir. Slíkir sjúk-
lingar hafa gjarnan jafnframt einkenni um
sýkingu í efri öndunarfærum, svo sem
hósta, hæsi, nefrennsli og conjunctivitis.
Talið er að 90% þeirra sem hafa þessa
sjúkdómsmynd hafi veirusýkingu.
GREINING
Það er ljóst af framansögðu að kliniskt
er ekki unnt að fullyrða hver orsök háls-
bólgunnar er, þótt fá megi til þess vissan
stuðning. Örugg sjúkdómsgreining verður
ekki gerð með öðrum ráðum en hálsrækt-
un. Hálsstrok er tekið á þann hátt að strok-
ið er yfir hálskirtla og kok með dauðhreins-
uðum bómullarpinna, sem síðan er settur
í vel lokað glas með eða án ætis. Ef ekki
eru tök á að sá strax á blóðagarskál má
geyma slíkt hálsstrok yfir nótt í þéttum
umbúðum, hvort sem er við stofuhita eða
í kæli. Niðurstaða ræktunar á að geta leg-
ið fyrir 24—48 klst. eftir sáningu.
MEÐFERÐ
Allir viðstaddir þekkja eflaust af eiffin
raun, að það er ýmsum erfiðleikum bundið
að gera ambulant rannsóknir á sjúklingum
hér á landi svo að vel sé. Að taka háls-
strok, koma því rétta boðleið til ræktunar
og fá í hendur niðurstöður í tæka tíð er
merkilega erfitt í Reykjavík og nánast úti-
lokað víða um landsbyggðina. Það eru þó
vonir til þess að róðurinn léttist á þessu
sviði í framtíðinni. Ef hálsstrok er ekki
tekið til ræktunar verður að stvðiast við
klinikina. Líta verður svo á að öll börn