Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Síða 69

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Síða 69
67 lyfjaval auðvelt, en upphafsmeðferð þarf að ákveða án þeirra upplýsinga. Oft má þó hafa mikið gagn af gram litun á mænu- vökva því í allt að 80% tilfella má fá ör- uggar upplýsingar um bakteríutegund, sem er til staðar, og auðveldar það mjög lyfja- val. Sé ekki um nýfætt barn að ræða, eru líkurnar á að annað hvort sé um meningo- coccus eða hemophilus að ræða mjög mikl- ar, og ætti lyfjaval að miðast við það. Flestir mæla með chloramphenicoli og ampicillini þar til ræktun liggur fyrir. Ampicillin ónæmur hemophilus stofn rækt- aðist úr mænuvökva hér í Reykjavík mjög nýlega, og er það í fyrsta skipti sem slíkur stofn ræktast frá miðtaugakerfi. Er því ekki hægt að reiða sig á ampicillin eitt í slíkri meðferð og einnig eru til chlor- amphenicol ónæmir stofnar, þannig að það lyf er heldur ekki hægt að gefa eitt þar til næmispróf liggur fyrir. Sumir bæta sulfa við sem þriðja lyfi, en það mun ekki auka líkur bata umfram hin tvö. Gram neikvæð- ir stafir valda stöku sinnum heilahimnu- bólgu, einkanlega hjá nýfæddum börnum, og þarf þá að minnast þess að aminogly- cosid lyf, eins og til dæmis kanamycin og gentamicin, fara mjög lítið yfir í mænu- vökva, og þarf því að gefa þau intra-thecalt, þótt reyndar liggi ekki fyrir rannsóknir, sem hafi sýnt óyggjandi að sú leið lækki dánartölu þessa alvarlega sjúkdóms. NOTKUN MARGRA SÝKLALYFJA SAMTÍMIS Milliverkanir lyfja hafa mjög verið til umræðu hin síðari ár, og hafa sýklalyf ekki orðið varhluta af þeirri umræðu. Tvær kliniskar rannsóknir hafa sýnt lakari ár- angur þegar fleiri en einu lyfi er beitt gegn ákveðnum smitsjúkdómum. Hin fyrri sýndi miklu hærri dánartölu sjúklinga með pneumococcal heilahimnubólgu væri þeim gefið penicilhn og tetracyline saman, held- ur en þeirra, sem fengu penicillin eitt sér.° Önnur rannsókn sýndi verri árangur við heilahimnubólgu hjá börnum þegar ampi- cillin, chloramphenicol og streptomycin var gefið saman, og það borið saman við ár- angur ampicillins eins.7 Síðan þessar rann- sóknir voru gerðar hafa in vitro rannsóknir verið gerðar á nánast öllum hugsanlegum og óhugsanlegum sýklalyfjablöndum. Er býsna auðvelt að sýna fram á í tilrauna- glösum, að eitt sýklalyf hefti áhrif hins, og einnig stundum að lyfin bæti hvort annað upp. Það fyrrnefnda virtist sérstaklega á- berandi væri annað lyfið sýklaheftandi, en hitt sýkladrepandi. Hefur síðan verið mælt gegn samtímis notkun sýklalyfja, sem ekki hafa samskonar verkun á bakteríur. í töflu 2 eru stærstu sýklalyfjaflokkarnir settir í tvo hópa eftir því hvort þeir eru sýkla- heftandi eða drepandi. Rétt er að hafa það sem höfuðreglu að nota ekki saman lyf af flokki 1 og 2, þótt á þessari reglu séu marg- ar undantekningar. Fullljóst er, að ekki á að nota tetracycline með penicillinum við meðferð á pneumococcal sjúkdómum, en síðari tíma rannsóknir hafa ekki sýnt að kliniskur antagonismi sé á milli chlor- amphenicols og penicillin lyfja, nema við endocarditis. Oft auka sýklalyf virkni hvors annars, og eru bestu dæmin um slíkt carbenicillin og aminoglycoside við pseu- domonas sýkingar, og notkun pencillins og animoglycosida við streptococcus faecalis (enterococcus). Ekki hefur verið sýnt fram á nein skaðleg áhrif við að nota saman lincomycin annars vegar og hinsvegar sýkladrepandi lyf, en þessi lyfjablanda er oft notuð við sýkingar í kviðarholi.8 TAFLA II S ý kladrepandi Penicillin Cephalosporin Aminoglycoside Polymyxin Sulfa — Trimethoprim Sýklaheftandi Tetracyklin Chloramphenicol Erythromycin Lincomycin Sulfa NÝ SÝKLALYF Sífellt bætast sýklalyf á markaðinn, oft- ast er um að ræða lyf, sem tilheyra eldri lyfjaflokkum, og er þá oft um tiltölulega litlar breytingar miðað við eldri lyf að ræða. Reynt verður að gera nokkra grein fyrir sumum þessara lyfja. NÝ PENICILLIN LYF Ný lyf í þessum lyfjaflokki eru nokkuð mörg, mest áberandi eru lyf sem eru ná- skyld ampicillini, eins og til dæmis amox- illin, sem reyndar er kemiskt ólíkt ampi- cillini, en hefur sama verkunarsvið á bakt- eríur. Kostur lyfsins er hærri þéttni í blóði eftir oral gjöf. Framleiðendur lyfsins halda
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.