Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 25
23
tnenn okkar flestir verið nærðir á mjöli
eða brauði uppbleyttu í vatni og gefið að
sjúga í gegnum tuskuhorn eða svokallaða
dúsu. Stefndu þá allir að því að reyna að
metta börnin og róa þau, en auðvitað hafði
enginn ráð á að hugsa um næringargildið.
Þessi hugsunarháttur hefur haldist furðu
lengi hér þrátt fyrir almenna velmegun og
sæmilegt menntunarástand þjóðarinnar.
Eftir að kúamjólkin flaut á allra borðum,
hættu menn að hafa af þessu nokkrar
áhyggjur. Settar voru upp einfaldar notk-
unarreglur: Barn á fyrsta mánuði fær mjólk
sem blönduð er 1 á móti 1 með vatni. Á
öðrum mánuði 2 á móti 1 og svo framvegis,
þannig að 5—6 mánaða gamalt barn fær
óblandaða mjólk. Þetta þekkjum við öll.
Þessar reglur gilda enn í dag hér á íslandi,
reglur sem farið var að leggja á hilluna í
nágrannalöndum okkar fyrir 20—30 árum
og eru nú ekki lengur við lýði norðan Alpa-
fjalla.
Ef við höldum áfram að gera samanburð
við nágrannaþjóðir okkar, er rétt að taka
fram, að við erum mun fyrri til en
þær, bæði vestanhafs og austan, að byrja
að gefa ungbörnum fasta fæðu og grauta.
Stafar þetta vafalaust að verulegu leyti
af því, hve mjólkurblandið á fyrstu mán-
uðunum hefur lélegt næringargildi og fáar
hitaeiningar. Börnunum er því gefið of
mikið magn af þessu, þau belgjast upp,
verða óvær og hætta að þrífast. Reynt er
að metta þau betur með því að byrja á
mjöli og grautarejöfum strax á 4—6 vikna
aldri og jafnvel fyrr. Hefur þetta vafalaust
bjargað mörgum frá vannæringu á þessum
fyrstu ævivikum, en á hinn bósinn er ýmis-
legt sem bendir til þess, að ekki er heppi-
legt að byrja of snemma með fasta fæðu.
f fyrsta lagi: Offita seinna á ævinni eetur
átt rætur sínar að rekja til ofeldis á fyrsta
æviári. Athugið samt sem áður, að ofeldi á
öllum uppvaxtartímanum getur haft sömu
afleiðinsar. Það hefur nýleffa verið sýnt
fram á að hjá manninum, halda fitufrum-
urnar áfram að skipta sér allt fram á kvn-
þroskaaldurinn, en þetta skeður ekki hjá
tilraunadýrum, sem eru notuð í sambandi
við næringarfræðilegar athuganir.
í öðru lagi: Ofnæmi. Öll önnur næring en
brjóstamjólk, gefin snemma eftir fæðingu
eykur á möguleikana til að mynda ofnæmi.
Brjóstmylkingurinn sem ekki fær neins
konar ábót við sína næringu, fær eins lítið
af antigenum (mótefnavökum) og mögu-
legt er. Meltingarvegur ungbarna hleypir i
gegnum slímhúðina tiltölulega stórum, ó-
meltum molekúlum. Með því að byrja
snemma að gefa fasta fæðu hlýtur því
hættan á sensitiseringu og þar af leiðandi
ofnæmisvandamálum seinna á ævinni að
aukast stórlega. Börn sem fá ekki brjósta-
mjólk hafa minna IgA í meltingarveginum
og gæti þetta líka leitt til auðveldari
absorptionar (frásogs) á fæðu-antigeni.
Sérstaklega þarf að hafa í huga börn þeirra
foreldra, sem sjálfir hafa ofnæmissjúk-
dóma eða eiga eldri börn með ofnæmi.
Reyna skal þá allt til þess, að móðirin geti
haft börnin á brjósti og geti forðast kúa-
mjólk og fasta fæðu fyrir barnið a.m.k.
fyrstu 3—4 ævimánuðina. Að einnig kúa-
mjólk og þar af leiðandi líka þurrmjólk,
skipti máli í þessu sambandi, má sjá af
athugunum prof. Soothill í London, sem
sýndi fram á að atopiskir sjúkdómar
(eczem, asthma, urticaria) eru miklu al-
gengari hjá börnum sem hafa nærst á kúa-
mjólk fyrstu 3 mánuði ævinnar heldur en
hjá beim sem eingöngu fenffu brjóstamióik.
Ymsir fleiri annmarkar eru taldir á því
að gefa barni snemma fasta fæðu. Flestir
eru teoretiskir og illa sannaðir, þannig að
ég ætla ekki að telja þá uop hér.
Þar sem notkun þurrmjólkur hefur færst
í vöxt hér á landi á síðustu árum og á vafa-
laust eftir að aukast verulega, er nauðsyn-
legt að veita þessari fæðutegund meiri at-
hygli en gert hefur verið hingað til. f þessu
frjálsa landi virðist hvaða kaupmaður sem
er geta flutt inn hvaða þurrmiólk sem er
og lítið eftirlit er haft með þessu, Áhugi
yfirvalda er svipaður og áhugi kaunmann-
anna sjálfra, þ.e.a.s. gróðasjónarmið, og eru
því lagðir verulegir tollar á þessa vöru.
Fólkið sem kaupir vöruna og hefur ekki
aðrar upplýsingar en það sem utan á dós-
inni stendur, oftast á erlendum tungumál-
um, gefur barninu þetta í þeirri góðu trú
að þarna sé holl og æskileg næring. „Next
to mothers milk only“ eða eitthvað slíkt
auglýsingaslagorð hefur vafalaust einnig
getað blindað þá, sem betur eiga að vita.
Það er aldrei hægt að ,.humanisera“ kúa-
mjólkina nema að vissu marki. Á meðan