Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 24
22
Guðmundur K. Jónmundsson
UM MATARÆÐI UNGBARNA
Almennu fæði heilbrigðra barna á fyrstu
6 ævimánuðunum hefur fram til þessa ver-
ið alltof lítill gaumur gefinn hérlendis. í
hinum iðnvædda heimi, þar sem mæður
mega ekki lengur vera að því að sinna
börnum sínum og hafa þau á brjósti, hefur
myndast mikil verksmiðjuframleiðsla á til-
búnum barnamat og fjölmörgum þurr-
mjólkurtegundum. Margt nýtilegt og gagn-
legt hefur komið í ljós við þessa framleiðslu
og þær rannsóknir sem henni er samfara
og segja má að þetta séu viðamestu tilraun-
ir sem hafa farið fram á mannkyninu, eftir-
litslaust. Tilraunir sem þessar geta ekki
gengið án áfalla, enda hefur sýnt sig að
hlotist hafa af stórslys. Hvað framtíðin ber
í skauti sér, veit auðvitað enginn, en margt
bendir til þess, að ýmsir hrörnunarsjúk-
dómar, sem koma í ljós seinna á ævinni,
geti beint eða óbeint átt uppruna sinn í
rangri næringu á fyrstu ævimánuðunum.
Allir, sem eitthvað hafa haft með nýbura
að gjöra, veika eða fríska, eru sammála um,
að brjóstamjólk sé þeirra besta og eðlileg-
asta næring. Menn eru líka sammála um, að
æskilegast sé, að barnið njóti brjóstamjólk-
urinnar fyrstu 4—6 mánuði ævinnar a.m.k.
Vísindamenn sem vinna við að reikna út
næringarþörf ungbarna styðjast að mestu
leyti við efnagreiningar á brjóstamjólk og
eins er um þurrmjólkurframleiðendur.
Þetta er þó ekki eins auðvelt og margir
virðast halda. Það er alltof mikil einföldun
á hlutunum að líta á eða mæla hvert eitt
efni mjólkurinnar fyrir sig og ætla að
draga af því einhverjar ályktanir. Mjólkin
er mjög flókið biokemiskt kerfi, þar sem
hin ýmsu efni verka hvert með öðru (inter-
action). T.d. er þrisvar til fjórum sinnum
meira kalk í kúamjólk en í brjóstmjólk, en
þrátt fyrir það sér maður aldrei hypo-
calcemiu hjá brjóstamjólkurbörnum vegna
þess, að önnur efni til staðar í mjólkinni
auðvelda frásog (absorption) kalksins.
Sem annað dæmi má nefna járnið. Kúa-
mjólk og brjóstamjólk innihalda mjög
svipað járnmagn, en járnskortsblóðleysi,
sem er svo algengt hjá pelabörnum þekkist
varla hjá brjóstmylkineum. Aðeins 10—
20% af járni frá kúamjólk nýtist börnun-
um, en aftur á móti absorberast allt að
50% brjóstamjólkurjárnsins. Fyrir utan
þetta eru verulegar einstaklingsbundnar
sveiflur á magni og innihaldi brjóstamjólk-
ur, auk þess sem hún breytist frá einni
viku til annarrar og jafnvel frá degi til
dags.
Sérstaklega eru breytingarnar áberandi
m.t.t. fituinnihalds, sem er meira á morgn-
ana en á kvöldin og eftir því sem tæmist
úr brjóstinu í hvert mál, þá eykst fituinni-
haldið. Við þetta breytist bragðið og að
áliti sumra fær barnið þannig merki um
að nú sé nóg komið og mál að hætta. Barn
sem drekkur úr pela fær nákvæmlega út-
reiknað magn í hvert sinn, hvort sem því
líkar betur eða verr. Verður þar enginn
náttúrulegur ventill að störfum og er ofeldi
og offita mun algengari meðal pelabarna.
Ef barni er gefið að vild að drekka úr pela
brjóstamjólk frá brjóstamjólkurbanka,
getur mánaðargamalt barn þannig torgað
allt að 800 ml. og 6 mánaða gamalt allt að
1000 ml. á dag, en athuganir hafa sýnt, að
600—700 ml. af brjóstamjólk á dag nægi
börnum á þessum aldri til að dafna og
þroskast eðlilega. Heilbrieð móðir, sem fær
eðlilega næringu og hefur næga miólk, á
ekki að þurfa að bæta neinu við næringu
barnsins fyrstu 4 og jafnvel ekki fyrstu 6
mánuðina, nema D-vitamíni og ef til vill C-
vítamíni og fluor. Vandamálin koma ekki
í ljós fyrr en gefa þarf barninu eitthvað
annað en brjóstamjólk, hvort sem það er
hin hefðbundna kúamiólkurblanda eða ný-
tískulesri aðferðin með þurrmjólk.
íslendingar hafa lifað tímana tvenna og
ekki er langt síðan þeir bjuggu við hungur
og vesöld. Næring ungbarna á þeim tímum
hefur vafaiaust ekki verið upp á marga
fiska hjá þeim sem ekki fengu móðurmjólk.
Það er varla einn mannsaldur síðan kúa-
mjólk varð þjóðardrykkur hér, bæði til
sjávar og sveita og hafa eldri samtíma-