Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 68

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 68
66 TAFLA I Sextíu og tveir sjúklingar með otitis media. Baktcríur Fjöldi % Aerobar eingöngu: 35 57 Pneumococcus 10 Haemophilus influenzae 10 Pneumoc. + haemoph. 3 Pseudomonas 2 Aðrar 10 Anaerobar eingöngu: 9 15 Propionibact. acnes 5 Peptococcus 4 Aerobar og anaerobar 8 13 Enginn vöxtur 10 16 Brook, I. et al.: 1978 (4). gott lyf. Þéttni clindamycins í miðeyrna- vökva hefur einnig reynst há, og hefur verið mælt með lyfinu af þeim sökum við eyrnabólgu, en er þó ekki sérlega virkt gegn hemophilus, og hefur stundum slæmar aukaverkanir, og er því ekki æskilegt að nota það í stórum stíl við þessum sjúkdómi. Loks ber að minna á að langvinnar bakter- íusýkingar í eyrum stafa oft af gram nei- kvæðum stöfum, eins og pseudomonas, eða klebsiella, eða staphylococcus aureus, og er þá nauðsynlegt að gera ræktun úr greftri úr eyranu, og næmispróf, til að ákveða meðferð. Lokal sýklalyfjameðferð við eyi'nabólgu er af öllum talin gagnslaus. LUNGNABÓLGA Bakterial lungnabólgur hjá börnum stafa oftast af pneumococcus og hemophilus in- fluenzae, þótt aðrar bakteríur, eins og staphylococcus aureus, klebsiella og fleiri. séu stöku sinnum til staðar. Oft er erfitt að ná sýni frá börnum til bakteriologiskra rannsókna, og lyfjagjöfin því oft ákveðin empiriskt. Blóðræktanir þarf að gera hjá öllum börnum með lungnabólgu, sem leggj- ast á sjúkrahús, því oft næst bakterían á þann hátt. Þegar ekkert sýni er til að skoða, virðist ekki annað vogandi, að minnsta kosti hjá yngri börnum, en að velja lyf, sem er virkt gegn hemophilus influenzae. Eru þá ampicillin eða skyld lyf líklega númer eitt. Einnig kemur trimetho- prim sulfa blanda til greina. Cephalosporin ætti ekki að nota sem fyrsta lyf, þar sem virkni gegn hemophilus er óáreiðanleg. Óþarfi er að benda á, að ræktist pneumo- coccus, er penicillin sjálfsagt lyf. ÞVAGFÆRASÝKINGAR Við vægari þvagfærasýkingar hjá börn- um eru fjöldamörg lyf, sem hægt er að nota með góðum árangri, til dæmis sulfa, með eða án trimethoprims, ampicillin, nitro- furantoin og fleiri. Ræktun og næmispróf er að sjálfsögðu gott að hafa til hliðsjónar, þó talsverðar líkur séu á lækningu með fyrrgreindum lyfjum, án ræktunar. Við alvarlegri sýkingar, og síendurteknar, er nauðsynlegt að hafa næmispróf til hjálpar við val lyfja. Við pseudomonas þvagfæra- sýkingar eru ekki mörg sýklalyf, sem eru virk, en nýlega er komið fram lyf, sem hægt er að taka um munn, og er virkt gegn pseudomonas. Lyfið er leitt af carbenicill- ini, indanyl carbenicillin (Geopen) og eru reyndar fleiri ný lyf svipuð að koma á markaðinn, og líklegt er að verði gagnleg til meðhöndlunar á þessum sýkingum. Fyr- irbyggjandi meðferð hjá börnum með mikla tilhneigingu til síendurtekinna sýk- inga í þvagfærum er töluvert algengt við- fangsefni, og í sannleika sagt virðist engin einföld lausn vera á þeim vanda. Sulfa- trimethoprim er algengt val,5 en hefur þann ókost að vera folinsýruantagonisti og eru því ýmsir, sem ekki vilja nota það til lengri tíma hjá börnum, að minnsta kosti er sjálfsagt að fylgjast vel með blóðhag. Methenamine (Mandelamine, Hiprex) er annað lyf, sem virðist gott, sé þess gætt, að sýrustig þvagsins sé lágt, til að lyf klofni í formaldehyde, en það er hið virka efni. Án klofnings hefur lyfið engin anti-bakteri- al áhrif og er því gagnslaust. Verður því að sýna árvekni sé þessi meðferð notuð. Nitrofurantoin er einnig stundum gefið til lengri tíma, en hefur líklega meiri til- hneigingu til að mynda ónæma stofna en hin tvö, og hefur í för með sér aukaverk- anir, bæði frá meltingarvegi, og einstöku sinnum frá lungum. Cephalosporin er sjald- an ástæða til að gefa við þvagfærasýking- um, og er nær undantekningalaust hægt að velja ódýrari lyf og jafn góð.1 HEILAHIMNUBÓLGA Meðferð við heilahimnubólgu hefur talsvert verið til umræðu meðal lækna undanfarin ár, vegna aukinnar tíðni þessa sjúkdóms. Eftir að ræktun og næmispróf liggur fyrir úr mænuvökva eða blóði, er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.