Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 30
28
Halldór Hansen, yngri
UM UNG- OG SMÁBARNAVERND
TAKMÖRK OG MARKMIÐ
I.
1. Lækka ungbarnadauða.
2. Draga úr sjúkdómatíðni og varanlegum
áhrifum sjúkdóma á vöxt og þroska
barna.
3. Fækka meðfæddum eða áunnum ágöll-
um — bæta hlutskipti og ástand þeirra,
sem ekki tekst að forða.
II.
1. Styðja foreldra í foreldrahlutverki sínu.
2. Laða fram foreldrahæfileika einstak-
linesins.
3. Stuðla að því, að foreldrahæfileikar nýt-
ist.
III.
1. Hafa áhrif til hóta á allt, sem truflað
getur foreldra í uppeldishlutverki sínu
eða börn i eðlilegum þroska.
ÁRANGUR BYGGIR Á
1. að eftirlit nái til sem flestra og helzt
allra barna.
2. að þjónustan sé aðlöguð þörfum barna
og foreldra.
3. að þekking og skilningur sé fyrir hendi
á helztu vandamálum, sem steðja að
heilbrigði og velferð barna.
4. að fylgiast með hreyfincum og breyting-
um á fjölskyldu og þjóðháttum og þeim
áhrifum, sem brevtingarnar hafa á heil-
brigði og velferð barna.
5. Að starfslið hafi áhuea á að vinna að
þessum málum auk þekkingar til að
leysa verkefnið vel af hendi.
HV4R STÖNDUM VIÐ?
í þjóðfélagi nútímans eru lífshættulegar
farsóttir orðnar harla sjaldgæft fyrirbæri;
heilsufar barna almennt er gott og ung-
barnadauði með því lævsta sem þekkist.
Fáir deyja á barnsaldri úr sjúkdómum,
sem til er við lækning og langoftast tekst
að uppeötva bætanlega líkamságalla eða
frávik tiltölulega snemma.
Samt er ekki langt síðan, að þessu var á
allt annan veg farið. Stór hluti barna hér-
lendis féll í valinn strax í frumbernsku og
af stórum systkinahóp náðu oft ekki nema
nokkur börn fullorðinsaldri.
í grimmúðlegri samkeppni náttúrunnar
þurfti bæði harðgerðan líkama og talsverða
heppni til að lifa af hættur uppvaxtarár-
anna, enda var bernskan viðurkennt hættu-
skeið í lífi einstaklingsins.
BREYTT OG BREYTILEG VIÐHORF
Árangur hefur náðst vegna þess að mann-
legt hugvit hefur gripið inn í eðlilega rás
náttúrunnar, en sú hætta vofir yfir, að
náttúran geti náð yfirtökunum aftur í sam-
skiptum við manninn, auk þess sem lausn
eins vanda fæðir oft af sér ný og stundum
áður óþekkt vandamál.
Hugvit mannsins hefur því ekki efni á
að gleyma sér í ánægjunni yfir náðum ár-
angri, heldur verður það að standa fastan
vörð um þann árangur, sem náðst hefur og
byggja ofan á þann grundvöll, sem fyrir
er. Sé líf barna sjaldnar í hættu og þá af
öðrum ástæðum en áður, gerast aðrar hætt-
ur áleitnari og þá sérstaklega þær, sem
steðia að tilfinningaöryggi, andlegri vel-
ferð og jafnvel lífshamingju barna.
Hið gullna jafnvægi á milli aðhlynningar
líkama og sálar er engan veginn auðfundið.
Þau vísindi, sem fást við ,,somatisk“ vanda-
mál stangast ekki ósialdan á við þau, sem
fást við „psychisk“ eða „félagsleg“ vanda-
mál. Þó virðast „psyche“ og „soma“ óað-
skiljanlega samtvinnuð fyrirbæri á fyrsta
stigi mannlegs þroska og tilurð „psycho-
somatiskra11 einkenna til dæmis bundið
þessum þessum tengslum.
Sá, sem fæst við ung- og smábarnaeftirlit
þarf því ekki einungis að vera vel að sér
í sjúkdómafræði barna á öllum aldri, held-
ur gjörþekkja einnig hegðun og þarfir
barna á mismunandi aldursskeiðum til þess
að geta grioið í taumana strax og eitthvað
fer úrskeiðis, en án þess þó að búa til