Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 53

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 53
51 um. Þar sem ekki var um eineggja tvíbura að ræða var tíðni þess að báðir hefðu equinovarus fætur 1/35 eða 2,9%. Þar sem equinovarus skekkjan er ekki ætíð til stað- ar á báðum eineggja tvíburum getur orsök ekki verið eingöngu genetisk heldur hljóta að koma til utanaðkomandi áhrif, sem verka á fóstrin í fósturlífi, þannig að ann- ar tvíburanna verði fyrir áhrifum, en hinn ekki. Palmer framkvæmdi genetiska rannsókn á fjölskyldum með equinovarus skekkju og taldi sig finna 2 hópa sjúklinga, annan með pósitiva fjölskyldusögu, hinn án nokk- urrar fjölskyldusögu. Þar sem um var að ræða pósitiva fjölskyldusögu taldi hann 10% líkur á að foreldrar er eignast hefðu barn með equinovarus fætur myndu eign- ast annað barn með sömu skekkju. Þar sem ekki var um neina fjölskyldusögu að ræða, taldi hann líkurnar á að foreldrar eignuð- ust annað barn með equinovarus skekkju engu meiri en hjá hverjum öðrum foreldr- um. Að hans áliti verður því hér að gera greinarmun á þeim tilfellum þar sem um fjölskyldusögu er að ræða og þar sem slíkt er ekki fyrir hendi. Sé um fjölskyldusögu að ræða eru líkurnar á að foreldrar er eign- ast barn með equinovarus fætur, eignist annað slíkt barn 10% eða 1/10. Sé hins vegar ekki um fjölskyldusögu að ræða eigi líkurnar á að foreldrar eignist annað barn með equinovarus fætur ekki að vera neitt meiri en í fæðingum almennt. Mynd 3. — Metatarsus varus (adductus) congenitus. Skekkja eingöngu bundin við framleist. METATARSUS VARUS (ADDUCTUS) CONGENITUS Metatarsus varus eða adductus congeni- tus, einkennist af því að framleisturinn er adduceraður og inverteraður í tarso- metatarsalliðunum. Hællinn er hins vegar i neutralstöðu eða jafnvel í léttri valgus- stöðu. Tíðni þessa sjúkdóms er u.þ.b. 1 af hverjum 1000 fæðingum. Tíðni er nokkuð jöfn meðal sveinbarna og meybarna. Þarna er eins og í equinovarus fótunum um vissa fjölskyldusögu að ræða, þannig að hafi barn fæðst með þessa skekkju eru líkurnar á að síðari börn sömu foreldra hafi þessa skekkju u.þ.b. 1/20. Það er álitið hér eins og í equinovarus fótunum að orsökin sé að nokkru genetisk og að nokkru orsökuð af utanaðkomandi áhrifum. Hinn raunveru- legi metatarsus varus eða adductus con- genitus einkennist af því, að skekkja þessi er til staðar við fæðingu og að ekki er unnt að færa fótinn passivt í neutralstöðu. Ekki er heldur hægt að fá barnið til þess að draga fótinn yfir í neutralstöðu þótt pero- neal vöðvar séu örvaðir. Sé ekkert að gert eru börn þessi áberandi innskeif þegar þau fara að ganga og ganga mjög á jarkanum. Rétt er að greina þenn- an sjúkdóm frá hreyfanlegúm (flexibel) metatarsus varus, sem orsakast af hyper- activiteti í abductor hallucis og stuttu tá- flexorunum. í þeim tilfellum er fóturinn algjörlega mjúkur og hreyfanlegur og hægt er að rétta skekkjuna án nokkurra erfið- leika passivt. Sömuleiðis er hægt að strjúka jarkann á fætinum og fá barnið til að ab- ducera og evertera activit. Öll ungbörn hafa mjög activt tágrip og halda því fæti oft í adduction og tám í flexion. Nauðsyn- legt er að greina þetta eðlilega ástand frá hinum raunverulega metatarsus adductus eða metatarsus varus. Meðferð: Sé um raunverulegan metatarsus varus eða adductus að ræða ætti barnið að tak- ast til meðferðar strax, likt og tíðkast við equino-varus fætur. Þessi skekkja lagast ekki af sjálfu sér og meðferð verður erfið- ari því lengri tími sem liðinn er frá fæð- ingu. Meðferð er yfirleitt fólgin í mani- pulation ásamt gipsumbúðum. Gipsmeðferð er miklu vandasamari og erfiðari en ætla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.