Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Síða 53
51
um. Þar sem ekki var um eineggja tvíbura
að ræða var tíðni þess að báðir hefðu
equinovarus fætur 1/35 eða 2,9%. Þar sem
equinovarus skekkjan er ekki ætíð til stað-
ar á báðum eineggja tvíburum getur orsök
ekki verið eingöngu genetisk heldur hljóta
að koma til utanaðkomandi áhrif, sem
verka á fóstrin í fósturlífi, þannig að ann-
ar tvíburanna verði fyrir áhrifum, en hinn
ekki.
Palmer framkvæmdi genetiska rannsókn
á fjölskyldum með equinovarus skekkju
og taldi sig finna 2 hópa sjúklinga, annan
með pósitiva fjölskyldusögu, hinn án nokk-
urrar fjölskyldusögu. Þar sem um var að
ræða pósitiva fjölskyldusögu taldi hann
10% líkur á að foreldrar er eignast hefðu
barn með equinovarus fætur myndu eign-
ast annað barn með sömu skekkju. Þar sem
ekki var um neina fjölskyldusögu að ræða,
taldi hann líkurnar á að foreldrar eignuð-
ust annað barn með equinovarus skekkju
engu meiri en hjá hverjum öðrum foreldr-
um. Að hans áliti verður því hér að gera
greinarmun á þeim tilfellum þar sem um
fjölskyldusögu er að ræða og þar sem slíkt
er ekki fyrir hendi. Sé um fjölskyldusögu
að ræða eru líkurnar á að foreldrar er eign-
ast barn með equinovarus fætur, eignist
annað slíkt barn 10% eða 1/10. Sé hins
vegar ekki um fjölskyldusögu að ræða
eigi líkurnar á að foreldrar eignist annað
barn með equinovarus fætur ekki að vera
neitt meiri en í fæðingum almennt.
Mynd 3. — Metatarsus varus (adductus)
congenitus. Skekkja eingöngu bundin við
framleist.
METATARSUS VARUS (ADDUCTUS)
CONGENITUS
Metatarsus varus eða adductus congeni-
tus, einkennist af því að framleisturinn er
adduceraður og inverteraður í tarso-
metatarsalliðunum. Hællinn er hins vegar i
neutralstöðu eða jafnvel í léttri valgus-
stöðu. Tíðni þessa sjúkdóms er u.þ.b. 1 af
hverjum 1000 fæðingum. Tíðni er nokkuð
jöfn meðal sveinbarna og meybarna. Þarna
er eins og í equinovarus fótunum um vissa
fjölskyldusögu að ræða, þannig að hafi
barn fæðst með þessa skekkju eru líkurnar
á að síðari börn sömu foreldra hafi þessa
skekkju u.þ.b. 1/20. Það er álitið hér eins
og í equinovarus fótunum að orsökin sé að
nokkru genetisk og að nokkru orsökuð af
utanaðkomandi áhrifum. Hinn raunveru-
legi metatarsus varus eða adductus con-
genitus einkennist af því, að skekkja þessi
er til staðar við fæðingu og að ekki er unnt
að færa fótinn passivt í neutralstöðu. Ekki
er heldur hægt að fá barnið til þess að
draga fótinn yfir í neutralstöðu þótt pero-
neal vöðvar séu örvaðir.
Sé ekkert að gert eru börn þessi áberandi
innskeif þegar þau fara að ganga og ganga
mjög á jarkanum. Rétt er að greina þenn-
an sjúkdóm frá hreyfanlegúm (flexibel)
metatarsus varus, sem orsakast af hyper-
activiteti í abductor hallucis og stuttu tá-
flexorunum. í þeim tilfellum er fóturinn
algjörlega mjúkur og hreyfanlegur og hægt
er að rétta skekkjuna án nokkurra erfið-
leika passivt. Sömuleiðis er hægt að strjúka
jarkann á fætinum og fá barnið til að ab-
ducera og evertera activit. Öll ungbörn
hafa mjög activt tágrip og halda því fæti
oft í adduction og tám í flexion. Nauðsyn-
legt er að greina þetta eðlilega ástand frá
hinum raunverulega metatarsus adductus
eða metatarsus varus.
Meðferð:
Sé um raunverulegan metatarsus varus
eða adductus að ræða ætti barnið að tak-
ast til meðferðar strax, likt og tíðkast við
equino-varus fætur. Þessi skekkja lagast
ekki af sjálfu sér og meðferð verður erfið-
ari því lengri tími sem liðinn er frá fæð-
ingu. Meðferð er yfirleitt fólgin í mani-
pulation ásamt gipsumbúðum. Gipsmeðferð
er miklu vandasamari og erfiðari en ætla