Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 19

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Blaðsíða 19
17 hátt verða þær þyngri á metunum ef upp- lýsingar fást um t.d. blóðmissi, einhæft fæði svo sem óhóflega mjólkurdrykkju, tíðar og/eða langvarandi sýkingar eða erfða blóðsjúkdóma. Slíkar upplýsingar geta einnig verið ástæða blóðmælinga þótt einkenni blóðleysis séu ekki fyrir hendi. Þá skiftir kliniskt ástand sjúklings þegar sýnið er tekið miklu, því að hiti, lystar- leysi, uppköst og niðurgangur valda þurrki og þar með hærri gildum á hb, hct og rauð- um blóðkornum. Efni undanfarandi kafla má í aðalatrið- um setja fram í eftirfarandi töflu. 1. Eru mælingarnar innan normal marka? 2. Gerið samanburð við fyrri tölur ef til eru. 3. Hvernig eru indexar, MCHC, MCH, MCV? 4. Er einhverjum útlitsbreytingum lýst í stroki? 5. Eru til staðar kliniskar upplýsingar sem gera blóðleysi eða „skort“ á hemopoiet- isku efni líklegan? Hvert er ástand sjúk- lings við blóðtöku? 6. Hefur klínisku upplýsinganna verið leit- að nógu rækilega? Ef ekki, aflið þeirra. FLOKKUN BLÓÐLEYSIS Blóðleysi er flokkað í þrjá flokka eftir stærð rauðu blóðkornanna og þéttni hemo- globins (MCHC) í þeim. 1. MAKROCYTISKT blóðleysi. A. Megaloblastískt blóðleysi, — Bil>, Fólinsýruskortur. B. Non-megaloblastískt blóðleysi — hemolysis, svar við blæðingu. 2. HYPOCHROME MICROCYTISKT blóð- leysi. Járnskortur. 3. NORMOCHROME NORMOCYTISKT blóðleysi. Nýlegt blóðtap, aukið plasmarúmmál, blóðlysa, hypopl.mergur, íferð í merg, langvinnir sjúkd. Venjulega er hægt að skipa blóðleysinu i einhvern ofangreindra flokka og þar með er fengin vísbending hvar orsakanna sé lík- legast að leita. Af því sem fram kemur í töflunni vinnst aðeins tími til að minnast á fáein atriði, Algengasta tegund blóðleysis í börnum er járnskortur, sem gerð verður skil hér sér- staklega. Næst algengasta tegund blóðleys- is mun svo vera blóðleysi með langvinnum bólgum, ýmist sýklasjúkdómum (ymsar í- gerðir) eða t.d. bandvefssjúkdómum (art- hritis rheurn.). Þessi tegund blóðleysis er oftast normo- króm normocystisk en getur stundum verið vægt hypokrom, mikrocytisk. NoKkur ani- socytosis og lítilsháttar poikilocytosis sést í sumum tilvikum en einkennandi breyt- ingar á útliti rauðu blóðkornanna verða ekki. Er því oft erfitt að meta niðurstöður blóðrannsókna. Netfrumur eru eðlilegar eða fækkaðar. Serum járn er lækkað, járn- bindigeta (TIBC) eðlileg eða lækkuð og mettun á bindigetu lækkuð jafnvel í svip- uð gildi og sjást við hreinan járnskort. Á síðustu árum hafa mælingar á serum ferrit- ini hjálpað nokkuð við mat á járnbúskap en greina þó ekki svo öruggt sé þessa teg- und blóðleysis frá járnskorti. Mergjárn er eðlilegt eða aukið. Oft er nauðsynlegt að taka mergsýni til þess að fá úr því skorið hvort járnskortur er til staðar. Rannsóknir hafa sýnt að það eru aðallega þrjú atriði sem stuðla að myndun blóðleys- isins. 1) Stytt æfiskeið rauðra blóðkorna, 2) Minnkuð svörun mergs, 3) Truflun á flutningi járns frá varasjóðnum í reticulo- endothel vef til blóðvökva. Upptaka járns frá meltingarfærum er einnig minnkuð. Engin sérstök meðferð er til önnur en lagfæring á undirliggjandi sjúkdómi, enda oft ekki nauðsynleg. Að vísu svarar merg- urinn erythropoietingjöf en það hefur ekki hagnýtt gildi að svo stöddu. Af blóðlýsu (hemolysis) ber helst að nefna spherocytosis, sem finnst í nokkrum fjölskyldum hér á landi sbr. rannsóknir Ólafs Jenssonar, dr.med. Allmargar fjöl- skyldur hafa elliptocytosis en blóðlýsa ger- ir þar miklu minna vart við sig en í sphero- cytosis. Megaloblastískt blóðleysi vegna folin- sýru- eða vítamín B12 skorts er sjaldgæft. Folinsýruskorts er helst að vænta á fyrstu árunum og þá helst vegna ófullnægjandi næringar. í vestrænum löndum þar sem flestir búa við að minnsta kosti sæmileg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.